Framhaldsskólinn og nemendur í ólgusjó COVID Steinn Jóhannsson skrifar 10. júní 2021 14:00 Nemendur sem útskrifuðust í vor úr íslenskum framhaldsskólum urðu fyrir barðinu á COVID síðustu þrjár annir skólagöngunnar. Óværan COVID setti miklar takmarkanir á skólastarfið og jafnt nemendur sem starfsfólk og kennarar þurftu reglulega að laga sig að nýjum aðstæðum. Það er einsdæmi að ljúka námi þar sem hátt í helmingur námstímans var óhefðbundinn í eiginlegum skilningi. Námið var ýmist í beinni á bak við skjáinn, í dreifnámi (blanda af staðnámi og námi í beinni/fjarnámi), fjarnámi og staðnámi í skóla með ýmsum takmörkunum. Nýjar reglugerðir heilbrigðisráðherra settu starfinu miklar takmarkanir og tók skólahald hröðum breytingum til að vera innan ramma laganna. Þá kynslóð sem útskrifaðist í vor má kalla sérfræðinga í breytingastjórnun en nemendur og ekki síður kennarar þurftu hvað eftir annað að endurskipuleggja sig í nýjum og jafnvel framandi aðstæðum. Þessi dýrmæta reynsla mun eflaust gera nemendur tilbúna til að mæta hvaða aðstæðum sem er í námi, á vinnumarkaði og í lífinu sjálfu. Í nágrannalöndum okkar var kennsla felld niður og skólahald lítið sem ekkert víða í Evrópu á tímum COVID. Íslendingar brettu upp ermarnar og tókust á við áður ókunnar aðstæður af miklum glæsibrag. Nemendur eiga hrós skilið og prófgráðan í vor eru verðlaunin. Það mun styrkja íslenskan vinnumarkað og ekki síður háskólana að fá þessa nemendur í nám eða til starfa. Unga fólkið okkar er svo sannarlega tilbúið að kljást við erfiðar og flóknar áskoranir eins og síðustu misseri hafa sannað. Eins og fram hefur komið var ekki sjálfgefið í upphafi COVID að það tækist að halda uppi kennslu en það tókst með samstilltu átaki skólanna, menntamálayfirvalda, starfsfólks og kennara sem og nemenda. Stuðningur yfirvalda við skólakerfið á tímum COVID var mikill. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði reglulega með stjórnendum framhaldsskólanna og urðu fundirnir um tveir tugir á liðnum vetri. Samráð og samtal milli aðila skilaði svo sannarlega árangri og vonandi er það komið til að vera. Reynslunni var miðlað á milli skóla og skólar báru sig saman hvernig skólastarfið var skipulagt og leiðbeindu hver öðrum í framhaldinu. Þannig mátti strax greina hvað gekk vel og hvað þurfti að bæta í þessum aðstæðum. Aðrar þjóðir gætu vissulega tekið okkur Íslendinga til fyrirmyndar hvað varðar að halda uppi skólastarfi í ólgusjó COVID. Þegar horft er til framtíðar berum við þá von í brjósti að skólahald verði með eðlilegum hætti þegar vel á fimmta þúsund nýnemar (2005 árangurinn) koma til náms í framhaldsskólunum í haust. Reynslan úr COVID-tímabilinu í skólastarfinu mun nýtast okkur vel í verkefnum framtíðarinnar. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nemendur sem útskrifuðust í vor úr íslenskum framhaldsskólum urðu fyrir barðinu á COVID síðustu þrjár annir skólagöngunnar. Óværan COVID setti miklar takmarkanir á skólastarfið og jafnt nemendur sem starfsfólk og kennarar þurftu reglulega að laga sig að nýjum aðstæðum. Það er einsdæmi að ljúka námi þar sem hátt í helmingur námstímans var óhefðbundinn í eiginlegum skilningi. Námið var ýmist í beinni á bak við skjáinn, í dreifnámi (blanda af staðnámi og námi í beinni/fjarnámi), fjarnámi og staðnámi í skóla með ýmsum takmörkunum. Nýjar reglugerðir heilbrigðisráðherra settu starfinu miklar takmarkanir og tók skólahald hröðum breytingum til að vera innan ramma laganna. Þá kynslóð sem útskrifaðist í vor má kalla sérfræðinga í breytingastjórnun en nemendur og ekki síður kennarar þurftu hvað eftir annað að endurskipuleggja sig í nýjum og jafnvel framandi aðstæðum. Þessi dýrmæta reynsla mun eflaust gera nemendur tilbúna til að mæta hvaða aðstæðum sem er í námi, á vinnumarkaði og í lífinu sjálfu. Í nágrannalöndum okkar var kennsla felld niður og skólahald lítið sem ekkert víða í Evrópu á tímum COVID. Íslendingar brettu upp ermarnar og tókust á við áður ókunnar aðstæður af miklum glæsibrag. Nemendur eiga hrós skilið og prófgráðan í vor eru verðlaunin. Það mun styrkja íslenskan vinnumarkað og ekki síður háskólana að fá þessa nemendur í nám eða til starfa. Unga fólkið okkar er svo sannarlega tilbúið að kljást við erfiðar og flóknar áskoranir eins og síðustu misseri hafa sannað. Eins og fram hefur komið var ekki sjálfgefið í upphafi COVID að það tækist að halda uppi kennslu en það tókst með samstilltu átaki skólanna, menntamálayfirvalda, starfsfólks og kennara sem og nemenda. Stuðningur yfirvalda við skólakerfið á tímum COVID var mikill. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði reglulega með stjórnendum framhaldsskólanna og urðu fundirnir um tveir tugir á liðnum vetri. Samráð og samtal milli aðila skilaði svo sannarlega árangri og vonandi er það komið til að vera. Reynslunni var miðlað á milli skóla og skólar báru sig saman hvernig skólastarfið var skipulagt og leiðbeindu hver öðrum í framhaldinu. Þannig mátti strax greina hvað gekk vel og hvað þurfti að bæta í þessum aðstæðum. Aðrar þjóðir gætu vissulega tekið okkur Íslendinga til fyrirmyndar hvað varðar að halda uppi skólastarfi í ólgusjó COVID. Þegar horft er til framtíðar berum við þá von í brjósti að skólahald verði með eðlilegum hætti þegar vel á fimmta þúsund nýnemar (2005 árangurinn) koma til náms í framhaldsskólunum í haust. Reynslan úr COVID-tímabilinu í skólastarfinu mun nýtast okkur vel í verkefnum framtíðarinnar. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun