Félag atvinnurekenda og sérhagsmunagæsla félagsins Erna Bjarnadóttir skrifar 10. júní 2021 12:30 Í gær, miðvikudaginn 9. júní sl., birti framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) svar sitt við fyrri grein minni þar sem hann framkvæmir eigin úttekt á meintri innanhússrannsókn minni. Framkvæmdastjóri FA verður nú ekki sakaður um að greina hismið frá kjarnanum í þessari grein sinni. Umrædd grein er full af aukaatriðum og fjallar á engan hátt um kjarna málsins, að mínu mati. Í þessari grein verður fjallað um hismið í umfjöllun framkvæmdastjóra FA auk þess sem vikið verður að kjarna málsins. Um hismið – dagsetning fréttatilkynningar FA Í fyrri grein minni var tiltekið, með vísan til fullyrðinga í fréttatilkynningu FA um gerð fríverslunarsamningsins við Bretland, að ljóst mætti vera að FA hefði fengið upplýsingar um það hvað samninganefndum Íslands og Bretlands fór á milli í samningaviðræðunum. Af tilkynningunni mátti ráða að FA hafi vitað nokkuð nákvæmlega hvað samninganefnd Bretlands bauð í samningaviðræðunum. Vekur þetta furðu enda eru samningaviðræður um fríverslun milli tveggja ríkja venjulega bundnar trúnaði. Aðalatriðið í svari framkvæmdastjóra FA hvað þetta atriði varðar eru vangaveltur hans hvenær fréttatilkynning FA birtist á heimasíðu félagsins og bendir framkvæmdastjórinn hróðugur á að fréttatilkynningin hafi birst eftir að fréttir bárust um gerð fríverslunarsamningsins. Nú er rétt að spyrja: Hvaða máli skiptir þetta? Svarið er: Þetta skiptir engu máli. Hver nennir að lesa grein um það á hvaða degi fréttatilkynning FA birtist á heimasíðu félagsins? Aldrei var það gert að umtalsefni í fyrri grein minni hvenær upplýsingar bárust FA heldur var aðalatriði málsins að FA hafði móttekið upplýsingar um það hvað samninganefndum Íslands og Bretlands fór á milli. Það eru allavega meiri upplýsingar en hagsmunaðilar í landbúnaði hafa móttekið, að ekki sé minnst á utanríkismálanefnd Alþingis. Þetta verður að kanna sérstaklega enda verður að telja af þessu ljóst að ekki sitja aðrir hagsmunaðilar við sama borð og FA. Um kjarna málsins – sérhagsmunagæsla FA En hver er þá kjarni málsins? Kjarni málsins er brotakenndur málflutningur FA um fríverslun og sá (mis)skilningur félagsins að það tali fyrir almannahagsmunum. Nægir að vísa til fyrrnefndrar fréttatilkynningar FA sem endar með tilvísun til „vinda fríverslunar og samkeppni“. Þetta eru öfugmæli hvað FA varðar. FA er félag sem gætir hagsmuna félagsmanna sinna, en þeir hagsmunir eru ofsinnis sérhagsmunir eins og sést á valkvæðri frelsisást FA í málefnum fríverslunar. Áhersla FA á fríverslun og samkeppni er brotakennd og tekur einatt mið af hagsmunum félagsmanna FA, en ekki hagsmunum íslensks samfélags. Hér nægir að vísa til umsagnar FA um frumvarp dómsmálaráðherra um að heimilað verði að starfrækja hér á landi netverslanir með áfengi. Tilgangur frumvarpsins er að tryggja jafnræði milli innlendrar og erlendrar verslunar með því að heimila innlenda vefverslun með áfengi. Nú er höfundur þessarar greinar ekki að taka afstöðu til frumvarps dómsmálaráðherra, heldur er hér einungis bent á að ef FA ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér í baráttu félagsins fyrir „vindum fríverslunar og samkeppni“ þá ætti FA að styðja frumvarpið. Það gerir FA hins vegar ekki. Í umsögn FA um þetta frumvarp frá 20. febrúar 2020 kemur fram að félagið styðji markmið frumvarpsins, enda beiti „félagið sér fyrir frelsi og jafnræði í viðskiptum“, en hins vegar sé mörgum spurningum „ósvarað“, ekki síst þar sem frumvarpið muni hafa „víðtæk áhrif á rekstur ÁTVR“. Er gengið svo langt að í umsögn FA er slegið upp fyrirsögninni: „Hvað verður um ÁTVR?“ Svo mörg voru þau orð; FA, kyndilberi frelsis og fríverslunar, hefur áhyggjur af rekstri ÁTVR, einkasölu ríkisins á áfengi. Af hverju er það? Getur það tengst því að það þjónar ekki hagsmunum félagsmanna FA að auka frelsi og taka upp vefverslun með áfengi og að hagsmunagæsla FA markist af því? Almannahagsmunir eru víðtækir Höfundur þessarar greinar telur að löngu sé tímabært að hætt verði að koma fram við FA eins og félagið sé talsmaður almannahagsmuna. Hið rétta er að FA stendur fyrir sérhagsmuni, einkum innflutningsfyrirtækja. Málflutningur FA um óheftan innflutning erlendra vara er í andstöðu við opinbera stefnu stjórnvalda í mörgum skilningi. Í málflutningi FA er t.d. ekkert tillit tekið til matvælaöryggis, þjóðaröryggis, heilbrigðisreglna, landbúnaðarstefnu, byggðastefnu o.m.fl. Þessu er til dæmis kyrfilega til haga haldið í fundaferð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um landið þessa dagana þar sem kynnt er umræðuskjal um mótun framtíðarstefnu fyrir landbúnað. Í huga þeirrar sem þetta ritar er mál að linni. Almannahagsmunir í víðu samhengi verða að ráða í málefnum landbúnaðar og mótun stefnu í milliríkjaviðskiptum Íslands. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ræða formanns Afstöðu á 20 ára afmælisráðstefnunni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í gær, miðvikudaginn 9. júní sl., birti framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) svar sitt við fyrri grein minni þar sem hann framkvæmir eigin úttekt á meintri innanhússrannsókn minni. Framkvæmdastjóri FA verður nú ekki sakaður um að greina hismið frá kjarnanum í þessari grein sinni. Umrædd grein er full af aukaatriðum og fjallar á engan hátt um kjarna málsins, að mínu mati. Í þessari grein verður fjallað um hismið í umfjöllun framkvæmdastjóra FA auk þess sem vikið verður að kjarna málsins. Um hismið – dagsetning fréttatilkynningar FA Í fyrri grein minni var tiltekið, með vísan til fullyrðinga í fréttatilkynningu FA um gerð fríverslunarsamningsins við Bretland, að ljóst mætti vera að FA hefði fengið upplýsingar um það hvað samninganefndum Íslands og Bretlands fór á milli í samningaviðræðunum. Af tilkynningunni mátti ráða að FA hafi vitað nokkuð nákvæmlega hvað samninganefnd Bretlands bauð í samningaviðræðunum. Vekur þetta furðu enda eru samningaviðræður um fríverslun milli tveggja ríkja venjulega bundnar trúnaði. Aðalatriðið í svari framkvæmdastjóra FA hvað þetta atriði varðar eru vangaveltur hans hvenær fréttatilkynning FA birtist á heimasíðu félagsins og bendir framkvæmdastjórinn hróðugur á að fréttatilkynningin hafi birst eftir að fréttir bárust um gerð fríverslunarsamningsins. Nú er rétt að spyrja: Hvaða máli skiptir þetta? Svarið er: Þetta skiptir engu máli. Hver nennir að lesa grein um það á hvaða degi fréttatilkynning FA birtist á heimasíðu félagsins? Aldrei var það gert að umtalsefni í fyrri grein minni hvenær upplýsingar bárust FA heldur var aðalatriði málsins að FA hafði móttekið upplýsingar um það hvað samninganefndum Íslands og Bretlands fór á milli. Það eru allavega meiri upplýsingar en hagsmunaðilar í landbúnaði hafa móttekið, að ekki sé minnst á utanríkismálanefnd Alþingis. Þetta verður að kanna sérstaklega enda verður að telja af þessu ljóst að ekki sitja aðrir hagsmunaðilar við sama borð og FA. Um kjarna málsins – sérhagsmunagæsla FA En hver er þá kjarni málsins? Kjarni málsins er brotakenndur málflutningur FA um fríverslun og sá (mis)skilningur félagsins að það tali fyrir almannahagsmunum. Nægir að vísa til fyrrnefndrar fréttatilkynningar FA sem endar með tilvísun til „vinda fríverslunar og samkeppni“. Þetta eru öfugmæli hvað FA varðar. FA er félag sem gætir hagsmuna félagsmanna sinna, en þeir hagsmunir eru ofsinnis sérhagsmunir eins og sést á valkvæðri frelsisást FA í málefnum fríverslunar. Áhersla FA á fríverslun og samkeppni er brotakennd og tekur einatt mið af hagsmunum félagsmanna FA, en ekki hagsmunum íslensks samfélags. Hér nægir að vísa til umsagnar FA um frumvarp dómsmálaráðherra um að heimilað verði að starfrækja hér á landi netverslanir með áfengi. Tilgangur frumvarpsins er að tryggja jafnræði milli innlendrar og erlendrar verslunar með því að heimila innlenda vefverslun með áfengi. Nú er höfundur þessarar greinar ekki að taka afstöðu til frumvarps dómsmálaráðherra, heldur er hér einungis bent á að ef FA ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér í baráttu félagsins fyrir „vindum fríverslunar og samkeppni“ þá ætti FA að styðja frumvarpið. Það gerir FA hins vegar ekki. Í umsögn FA um þetta frumvarp frá 20. febrúar 2020 kemur fram að félagið styðji markmið frumvarpsins, enda beiti „félagið sér fyrir frelsi og jafnræði í viðskiptum“, en hins vegar sé mörgum spurningum „ósvarað“, ekki síst þar sem frumvarpið muni hafa „víðtæk áhrif á rekstur ÁTVR“. Er gengið svo langt að í umsögn FA er slegið upp fyrirsögninni: „Hvað verður um ÁTVR?“ Svo mörg voru þau orð; FA, kyndilberi frelsis og fríverslunar, hefur áhyggjur af rekstri ÁTVR, einkasölu ríkisins á áfengi. Af hverju er það? Getur það tengst því að það þjónar ekki hagsmunum félagsmanna FA að auka frelsi og taka upp vefverslun með áfengi og að hagsmunagæsla FA markist af því? Almannahagsmunir eru víðtækir Höfundur þessarar greinar telur að löngu sé tímabært að hætt verði að koma fram við FA eins og félagið sé talsmaður almannahagsmuna. Hið rétta er að FA stendur fyrir sérhagsmuni, einkum innflutningsfyrirtækja. Málflutningur FA um óheftan innflutning erlendra vara er í andstöðu við opinbera stefnu stjórnvalda í mörgum skilningi. Í málflutningi FA er t.d. ekkert tillit tekið til matvælaöryggis, þjóðaröryggis, heilbrigðisreglna, landbúnaðarstefnu, byggðastefnu o.m.fl. Þessu er til dæmis kyrfilega til haga haldið í fundaferð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um landið þessa dagana þar sem kynnt er umræðuskjal um mótun framtíðarstefnu fyrir landbúnað. Í huga þeirrar sem þetta ritar er mál að linni. Almannahagsmunir í víðu samhengi verða að ráða í málefnum landbúnaðar og mótun stefnu í milliríkjaviðskiptum Íslands. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun