Félag atvinnurekenda og fríverslunarsamningur við Bretland Erna Bjarnadóttir skrifar 8. júní 2021 20:01 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) fer mikinn þessa dagana vegna kynningar utanríkisráðherra á samningsdrögum að nýjum fríverslunarsamningi við Bretland. Í langri fréttatilkynningu FA um samningsdrögin eru hlutirnir málaðir sterkum litum. Enn og aftur rennur framkvæmdastjórinn til á svellinu, en það er ekki í fyrsta skipti. En svellið er nú hálla en oft áður ekki síst vegna valkvæðrar frelsisástar FA í málefnum fríverslunar. Verða einstakar fullyrðingar framkvæmdastjórans hér gerðar að umtalsefni. Hagsmunir íslensks landbúnaðar fyrir borð bornir Við gerð fríverslunarsamnings þarf að taka tillit til margra samverkandi þátta. Þannig þarf að liggja fyrir hagsmunamat um það hverjir eru undirliggjandi hagsmunir íslensks atvinnulífs. Sama hagsmunamat er unnið af hálfu breskra stjórnvalda hvað varðar breskt atvinnulíf. Á samningafundum birtast svo hinar eiginlegu samningsafstöður ríkjanna og sameiginleg niðurstaða aðila birtist að lokum í texta fríverslunarsamnings. Þegar um er að ræða einstaka vöruflokka, s.s. landbúnaðarvörur, þarf að komast að málamiðlun enda framleiða báðar þjóðirnar landbúnaðarvörur. Ljóst má vera að íslenskur markaður með landbúnaðarvörur, sem er einn sá minnsti í heimi, má sín lítils samanborið við breskan markað með landbúnaðarvörur, einn sá stærsti í Evrópu. Af þessum ástæðum er ákveðin málamiðlun nauðsynleg. Svo virðist sem að hún hafi náðst, t.d. veitir Ísland heimild til innflutnings á 30 tonnum af ost frá Bretlandi. Í ljósi stöðunnar sem fyrir er þá er þessi heimild eðli málsins samkvæmt mikil og mun valda íslenskum bændum enn meiri búsifjum. Áður hefur höfundur þessarar greinar bent á að íslensk stjórnvöld gengu á sínum tíma lengra en norsk stjórnvöld þegar koma gerð samnings milli Íslands og ESB um landbúnaðarvörur þar á meðal osta. Samningurinn nú bætir þar enn um „betur“. Í öllu falli er ljóst að fullyrðingar FA um að „…tækifæri til að útvíkka fríverslun með búvörur við Bretland hafi … glatast“ eru fjarstæðukenndar. Það er beinlínis rangt að halda því fram að það sé t.d. hagur mjólkurframleiðenda að fá aukna tollkvóta fyrir undanrennuduft gegn því að gefa eftir 120 tonn af ostamarkaði hér á landi í staðinn. Slíkt stenst enga skoðun þegar horft er til heildarhagsmuna mjólkurframleiðenda. Frekari ráðgjöf FA í þessu efni er vinsamlega afþökkuð. FA hefur beinar upplýsingar af samningafundum Athygli vekur að FA fullyrðir að Bretar hafi viljað meiri fríverslun. Í fréttatilkynningunni segir: „Það er ljóst að bresk stjórnvöld höfðu áhuga á að auka talsvert fríverslun með búvörur. Þau buðu umtalsverða aukningu á tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir undanrennuduft sem hefði átt að vera augljóst hagsmunamál fyrir íslenskra mjólkurbænda og -framleiðenda [...] Bretar fóru á móti fram á aukna tollkvóta fyrir osta og kjötvörur, miklu minni að umfangi en þeir tollkvótar sem Íslandi stóðu til boða.“ Hér er ljóst að FA hefur fengið nákvæmar upplýsingar um hvað gerðist í samningaviðræðum Íslands og Bretlands. Hvaðan hefur FA fengið þær upplýsingar? Þessar fullyrðingar FA vekja upp margar spurningar – ekki síst í ljósi þess að FA hefur sakað hagsmunaaðila í landbúnaði að hafa skipt sér af samningaviðræðunum. Ljóst er að hagsmunaaðilar í landbúnaði eru nú að lesa það hverjar kröfur breskra stjórnvalda voru í samningaviðræðunum – og það af heimasíðu FA! Svo virðist sem að FA hafi fengið mun meiri upplýsingar um samningaviðræðurnar heldur en nokkurn tíma hagsmunaaðilar í landbúnaði. Það virðist þá hafa farist fyrir að upplýsa FA einnig um að hagsmunir íslensks landbúnaðar í formi aukinna innflutningsheimilda á mjólkurvörum væru betur tryggðir með því að veita markaðsaðgang fyrir aðrar vörur eins og smjör í stað osta. Til þessa hefur hins vegar verið lítill áhugi á því meðal viðsemjenda okkar í fríverslunarviðræðum líkt og sýndi sig nú. Um blindu Félags atvinnurekanda fyrir innflutningi Í fréttatilkynningu FA er því haldið fram að andstaða hagsmunaaðila í landbúnaði hafi blindað menn fyrir tækifærunum. Þessari fullyrðingu er fylgt eftir með furðulegri umfjöllun um markað fyrir undanrennuduft. Þessi umfjöllun er alger markleysa. Í fréttatilkynningunni er enn fremur vísað til þess að samningurinn við ESB staðfesti vaxandi andstöðu hagsmunaafla í landbúnaði við að „leyfa vindum fríverslunar og samkeppni að blása.“ Sannleikurinn er hins vegar miklu fremur sá að þeir fríverslunar- og tollasamningar sem gerðir hafa verið undanfarin ár, fyrst og fremst við ESB þar til nú við Bretland, hafa farið hér um eins og stormur. Ekki einasta nema tollfrjálsir kvótar t.d. fyrir osta um og yfir 10% af heildarmarkaði, sem er fáheyrt í samanburði við önnur lönd, heldur virðast landamærin hripleka þegar kemur að innflutningi á mörgum búvörum. Þetta hefur komið fram í endurskoðun skattyfirvalda á innflutningi t.d. á blómum, í minnisblöðum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í meðförum alþingis og loks ekki síst í bréfum sem Skatturinn sendir sjálfur til innflytjenda. Það er lágmarks krafa að þessu sé komið til samræmis við ákvæði þegar gerða milliríkjasamninga og tollalög áður en svo mikið sem hugmyndir um að halda lengra eru reifaðar. Þessi samningur við Bretland nú er hrein aukning á tollfrjálsum kvótum sem hafa skilað sér hingað til lands væntanlega með „vindum fríverslunar og samkeppni“. Fordæmalaus aðgangur FA að samningaviðræðum Að lokum verður ekki hjá því komist að vísa fullyrðingum FA um að Bændasamtökin hafi verið umsagnaraðili um fríverslunarsamninginn til föðurhúsanna. Eins og hér hefur verið farið yfir þá virðist FA hafa haft fordæmalausan aðgang að upplýsingum um hvað fór á milli samninganefnda Íslands og Bretlands. Þessi aðkoma sérhagsmuna, félagsmanna FA, er fordæmalaus og á kostnað almennra viðskiptahagsmuni Íslands í samningaviðræðunum. Það mál verður að rannsaka sérstaklega á næstu misserum. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Utanríkismál Skattar og tollar Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) fer mikinn þessa dagana vegna kynningar utanríkisráðherra á samningsdrögum að nýjum fríverslunarsamningi við Bretland. Í langri fréttatilkynningu FA um samningsdrögin eru hlutirnir málaðir sterkum litum. Enn og aftur rennur framkvæmdastjórinn til á svellinu, en það er ekki í fyrsta skipti. En svellið er nú hálla en oft áður ekki síst vegna valkvæðrar frelsisástar FA í málefnum fríverslunar. Verða einstakar fullyrðingar framkvæmdastjórans hér gerðar að umtalsefni. Hagsmunir íslensks landbúnaðar fyrir borð bornir Við gerð fríverslunarsamnings þarf að taka tillit til margra samverkandi þátta. Þannig þarf að liggja fyrir hagsmunamat um það hverjir eru undirliggjandi hagsmunir íslensks atvinnulífs. Sama hagsmunamat er unnið af hálfu breskra stjórnvalda hvað varðar breskt atvinnulíf. Á samningafundum birtast svo hinar eiginlegu samningsafstöður ríkjanna og sameiginleg niðurstaða aðila birtist að lokum í texta fríverslunarsamnings. Þegar um er að ræða einstaka vöruflokka, s.s. landbúnaðarvörur, þarf að komast að málamiðlun enda framleiða báðar þjóðirnar landbúnaðarvörur. Ljóst má vera að íslenskur markaður með landbúnaðarvörur, sem er einn sá minnsti í heimi, má sín lítils samanborið við breskan markað með landbúnaðarvörur, einn sá stærsti í Evrópu. Af þessum ástæðum er ákveðin málamiðlun nauðsynleg. Svo virðist sem að hún hafi náðst, t.d. veitir Ísland heimild til innflutnings á 30 tonnum af ost frá Bretlandi. Í ljósi stöðunnar sem fyrir er þá er þessi heimild eðli málsins samkvæmt mikil og mun valda íslenskum bændum enn meiri búsifjum. Áður hefur höfundur þessarar greinar bent á að íslensk stjórnvöld gengu á sínum tíma lengra en norsk stjórnvöld þegar koma gerð samnings milli Íslands og ESB um landbúnaðarvörur þar á meðal osta. Samningurinn nú bætir þar enn um „betur“. Í öllu falli er ljóst að fullyrðingar FA um að „…tækifæri til að útvíkka fríverslun með búvörur við Bretland hafi … glatast“ eru fjarstæðukenndar. Það er beinlínis rangt að halda því fram að það sé t.d. hagur mjólkurframleiðenda að fá aukna tollkvóta fyrir undanrennuduft gegn því að gefa eftir 120 tonn af ostamarkaði hér á landi í staðinn. Slíkt stenst enga skoðun þegar horft er til heildarhagsmuna mjólkurframleiðenda. Frekari ráðgjöf FA í þessu efni er vinsamlega afþökkuð. FA hefur beinar upplýsingar af samningafundum Athygli vekur að FA fullyrðir að Bretar hafi viljað meiri fríverslun. Í fréttatilkynningunni segir: „Það er ljóst að bresk stjórnvöld höfðu áhuga á að auka talsvert fríverslun með búvörur. Þau buðu umtalsverða aukningu á tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir undanrennuduft sem hefði átt að vera augljóst hagsmunamál fyrir íslenskra mjólkurbænda og -framleiðenda [...] Bretar fóru á móti fram á aukna tollkvóta fyrir osta og kjötvörur, miklu minni að umfangi en þeir tollkvótar sem Íslandi stóðu til boða.“ Hér er ljóst að FA hefur fengið nákvæmar upplýsingar um hvað gerðist í samningaviðræðum Íslands og Bretlands. Hvaðan hefur FA fengið þær upplýsingar? Þessar fullyrðingar FA vekja upp margar spurningar – ekki síst í ljósi þess að FA hefur sakað hagsmunaaðila í landbúnaði að hafa skipt sér af samningaviðræðunum. Ljóst er að hagsmunaaðilar í landbúnaði eru nú að lesa það hverjar kröfur breskra stjórnvalda voru í samningaviðræðunum – og það af heimasíðu FA! Svo virðist sem að FA hafi fengið mun meiri upplýsingar um samningaviðræðurnar heldur en nokkurn tíma hagsmunaaðilar í landbúnaði. Það virðist þá hafa farist fyrir að upplýsa FA einnig um að hagsmunir íslensks landbúnaðar í formi aukinna innflutningsheimilda á mjólkurvörum væru betur tryggðir með því að veita markaðsaðgang fyrir aðrar vörur eins og smjör í stað osta. Til þessa hefur hins vegar verið lítill áhugi á því meðal viðsemjenda okkar í fríverslunarviðræðum líkt og sýndi sig nú. Um blindu Félags atvinnurekanda fyrir innflutningi Í fréttatilkynningu FA er því haldið fram að andstaða hagsmunaaðila í landbúnaði hafi blindað menn fyrir tækifærunum. Þessari fullyrðingu er fylgt eftir með furðulegri umfjöllun um markað fyrir undanrennuduft. Þessi umfjöllun er alger markleysa. Í fréttatilkynningunni er enn fremur vísað til þess að samningurinn við ESB staðfesti vaxandi andstöðu hagsmunaafla í landbúnaði við að „leyfa vindum fríverslunar og samkeppni að blása.“ Sannleikurinn er hins vegar miklu fremur sá að þeir fríverslunar- og tollasamningar sem gerðir hafa verið undanfarin ár, fyrst og fremst við ESB þar til nú við Bretland, hafa farið hér um eins og stormur. Ekki einasta nema tollfrjálsir kvótar t.d. fyrir osta um og yfir 10% af heildarmarkaði, sem er fáheyrt í samanburði við önnur lönd, heldur virðast landamærin hripleka þegar kemur að innflutningi á mörgum búvörum. Þetta hefur komið fram í endurskoðun skattyfirvalda á innflutningi t.d. á blómum, í minnisblöðum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í meðförum alþingis og loks ekki síst í bréfum sem Skatturinn sendir sjálfur til innflytjenda. Það er lágmarks krafa að þessu sé komið til samræmis við ákvæði þegar gerða milliríkjasamninga og tollalög áður en svo mikið sem hugmyndir um að halda lengra eru reifaðar. Þessi samningur við Bretland nú er hrein aukning á tollfrjálsum kvótum sem hafa skilað sér hingað til lands væntanlega með „vindum fríverslunar og samkeppni“. Fordæmalaus aðgangur FA að samningaviðræðum Að lokum verður ekki hjá því komist að vísa fullyrðingum FA um að Bændasamtökin hafi verið umsagnaraðili um fríverslunarsamninginn til föðurhúsanna. Eins og hér hefur verið farið yfir þá virðist FA hafa haft fordæmalausan aðgang að upplýsingum um hvað fór á milli samninganefnda Íslands og Bretlands. Þessi aðkoma sérhagsmuna, félagsmanna FA, er fordæmalaus og á kostnað almennra viðskiptahagsmuni Íslands í samningaviðræðunum. Það mál verður að rannsaka sérstaklega á næstu misserum. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun