Viðskipti erlent

Upp­færsla hjá við­skipta­vini Fastly olli net­hruninu

Atli Ísleifsson skrifar
Netflutningsfyrirtækið Fastly aðstoðar stórar vefsíður að dreifa efni sínu víðs vegar um heiminn með því að stýra netumferðinni með hraðari leiðum.
Netflutningsfyrirtækið Fastly aðstoðar stórar vefsíður að dreifa efni sínu víðs vegar um heiminn með því að stýra netumferðinni með hraðari leiðum. AP

Hugbúnaðarvillu hefur verið kennt um að netverjum tókst ekki að komast inn á margar af stærstu vefsíðum heims í rúman klukkutíma í gærmorgun.

Orsökina var að finna hjá netflutningsfyrirtækinu Fastly sem segir málið hafa komið upp þegar viðskiptavinur uppfærði stillingar sínar.

Sambandsleysið náði til fjölda síðna, allt frá fréttamiðlum og vefsíðna ríkisstjórna og yfirvalda víðs vegar um heim, og hefur málið beint kastljósinu að veikleikum þess að fá fyrirtæki haldi utan um helstu innviði Netsins.

Þannig lágu vefsíður breska ríkisútvarpsins, CNN, New York Times sem og Amazon, Reddit og Twitch niðri ásamt fjölda annarra.

Fastly hefur beðist afsökunar á málinu og viðurkennir að starfsmenn hefðu átt að sjá vandamálið fyrir.

Hugbúnaðarvillan tengist hugbúnaðaruppfærslu um miðjan maí og hefur Fastly heitið því að rannsaka ástæður þess að hún hafi ekki komið í ljós fyrr en einn viðskiptavina fyrirtækisins uppfærði stillingar sínar.

Netflutningsfyrirtækið Fastly aðstoðar stórar vefsíður að dreifa efni sínu víðs vegar um heiminn með því að stýra netumferðinni um hraðari netleiðir.


Tengdar fréttir

Fjöldi vefsíðna lá niðri

Vefsíður breska ríkisútvarpsins, CNN, New York Times sem og Amazon, Reddit og Twitch hafa legið niðri í morgun ásamt fjölmörgum öðrum. Þá má sjá röskun á virkni Twitter og Youtube.

Ekkert bendir til netárásar

Bilun hjá fyrirtækinu Fastly olli því að mikill fjöldi vefsíðna lá niðri um heim allan í morgun. Forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunnar segir bilunina áhyggjuefni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,91
21
299.001
SKEL
2,42
10
16.966
HAGA
1,63
35
359.242
EIK
0,93
15
350.514

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-3,48
60
559.397
ICESEA
-2,92
13
53.318
SIMINN
-2,73
20
361.506
VIS
-2,25
28
427.197
ARION
-2,15
87
1.048.495
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.