Háhýsi við Hamraborg Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skrifar 9. júní 2021 12:30 Skipulagsvald er alfarið í höndum sveitarfélaga. Lagabálkurinn sem fjallar um regluverk skipulagslaga eru lög 2010 nr. 123. Um markmið laganna er fjallað í 1. grein. Þar segir í d lið: „d. að tryggja að samráð sé haft við almenning við gerð skipulagsáætlana þannig að honum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð slíkra áætlana“ Hvernig skyldi slíkt samráð fara fram? Yfirleitt endurskoðar sveitarfélag aðalskipulag einu sinni á kjörtímabili. Aðalskipulag má segja að sé framtíðasýn og áætlun um landnotkun. Deiliskipulag tekur til afmarkaðra hluta lands og er nákvæm úrfærsla á notkun og nýtingu svæða og lóða. Íbúar geta sent inn athugasemdir á meðan aðal og deiliskipulag er í kynningu en það er alfarið í höndum skipulagsráðs og eftir atvikum bæjarstjórnar að taka tillit til athugasemda eða ekki. 51. grein skipulagslaga fjallar um bætur en þar segir í 1. málgr. „Leiði skipulag eða breyting á skipulagi til þess að verðmæti fasteignar skerðist verulega, umfram það sem við á um sambærilegar eignir í næsta nágrenni, á sá er getur sýnt fram á tjón af þeim sökum rétt á bótum frá viðkomandi sveitarfélagi.“ Hér stendur hnífurinn í kúnni bæjaryfirvöl þurfa ekki að taka tillit til athugasemda frekar en þeim sýnist. Íbúar geta hins vegar leitað réttar síns en það ferli getur verið flókið og tímafrekt auk þess sem slíku ferli fylgir yfirleitt mikill kostnaður. Sú byggð sem nú stendur til að reisa á Fannarborgarreitnum mun hafa mikil áhrif á þá íbúa sem fyrir eru. Lítið tillit ef nokkuð hefur verið tillit til vel rökstuddra andmæla íbúa. Deilur nágranna ganga oft út á trjágróður, skjólveggi og annað sem er gert í óþökk. Í slíkum tilfellum hafa risið málaferli og eru fjölmörg dæmi um að þurft hafi að fjarlægja gróður, skúra og skjólveggi svo eitthvað sé nefnt. Um háhýsi gegnir öðru máli. Því spyr ég hagsmuni hverra er verið að verja? Höfundur er formaður Miðflokksdeildar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Miðflokkurinn Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Skipulagsvald er alfarið í höndum sveitarfélaga. Lagabálkurinn sem fjallar um regluverk skipulagslaga eru lög 2010 nr. 123. Um markmið laganna er fjallað í 1. grein. Þar segir í d lið: „d. að tryggja að samráð sé haft við almenning við gerð skipulagsáætlana þannig að honum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð slíkra áætlana“ Hvernig skyldi slíkt samráð fara fram? Yfirleitt endurskoðar sveitarfélag aðalskipulag einu sinni á kjörtímabili. Aðalskipulag má segja að sé framtíðasýn og áætlun um landnotkun. Deiliskipulag tekur til afmarkaðra hluta lands og er nákvæm úrfærsla á notkun og nýtingu svæða og lóða. Íbúar geta sent inn athugasemdir á meðan aðal og deiliskipulag er í kynningu en það er alfarið í höndum skipulagsráðs og eftir atvikum bæjarstjórnar að taka tillit til athugasemda eða ekki. 51. grein skipulagslaga fjallar um bætur en þar segir í 1. málgr. „Leiði skipulag eða breyting á skipulagi til þess að verðmæti fasteignar skerðist verulega, umfram það sem við á um sambærilegar eignir í næsta nágrenni, á sá er getur sýnt fram á tjón af þeim sökum rétt á bótum frá viðkomandi sveitarfélagi.“ Hér stendur hnífurinn í kúnni bæjaryfirvöl þurfa ekki að taka tillit til athugasemda frekar en þeim sýnist. Íbúar geta hins vegar leitað réttar síns en það ferli getur verið flókið og tímafrekt auk þess sem slíku ferli fylgir yfirleitt mikill kostnaður. Sú byggð sem nú stendur til að reisa á Fannarborgarreitnum mun hafa mikil áhrif á þá íbúa sem fyrir eru. Lítið tillit ef nokkuð hefur verið tillit til vel rökstuddra andmæla íbúa. Deilur nágranna ganga oft út á trjágróður, skjólveggi og annað sem er gert í óþökk. Í slíkum tilfellum hafa risið málaferli og eru fjölmörg dæmi um að þurft hafi að fjarlægja gróður, skúra og skjólveggi svo eitthvað sé nefnt. Um háhýsi gegnir öðru máli. Því spyr ég hagsmuni hverra er verið að verja? Höfundur er formaður Miðflokksdeildar Kópavogs.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar