Í bítið: Héraðsdómari opinberar eigin vanþekkingu í beinni! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 9. júní 2021 09:01 Arnar Þór Jónsson, héraðsdómara og frambjóðanda til Alþingis setur niður þegar hann hefur upp raust sína [Ísland í Bítið, 8. júní 2021] og segir okkuröll þekkja „[…] stráka sem eru orkumiklir. Í nútímanum væru þeir sennilega lyfjaðir niður, settir á rítalín.“ Hnýtir jafnframt í skólakerfið með þeim orðum „[…] að þeir verði ekki lyfjaðir niður eins og mér sýnist vera gert í stórum stíl.“ Vissulega leggur hann margt annað áhugavert til málanna. En þegar maður í hans stöðu notar orðalag sem staðfestir að hann hafi ekki hundsvit á hvað ADHD gengur út á, né hver virkni ADHD lyfja raunverulega er, þá þarf sá hinn sami að girða sig í brók og læra að leita sér upplýsinga. ADHD er taugaþroskaröskun sem snýst um að ákveðnar heilastöðvar í framheila vannýta taugaboðefni á meðan þau eru til staðar. Fyrir vikið eru þær í raun vanvirkar. ADHD lyf tefja einfaldlega að taugaboðefni hverfi og gefa þannig heilanum lengri tíma til að nýta þau. Það aftur kemur í veg fyrir helstu birtingarmyndir ADHD. Á meðan virka fyrrnefndar heilastöðvar eðlilega. Að kalla slíkt „lyfjun“ eru hrein og klár öfugmæli sem opinberar vanþekkingu og fordóma héraðsdómarans. Eflaust vill Arnar Þór bera fyrir sig umræður varðandi aukningu í ávísunum ADHD lyfja. Honum til upplýsingar þarf hér að stíga afar varlega til jarðar áður en gífuryrði eru hrópuð útum stræti og torg. Stóri vandinn liggur í skorti á upplýsingum. Þar þarf hreint út sagt stórátak til að hægt sé að greina raunverulega stöðu mála. Mun betur færi ef dómari sá, er svo mjög hefur viljað tjá sig um samfélagsmál á opinberum vettvangi og langar nú á þing, kynni sér málin áður en hann leggur lóð sitt á vogarskál. Arnar Þór væri maður að meiri fyrir vikið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, héraðsdómara og frambjóðanda til Alþingis setur niður þegar hann hefur upp raust sína [Ísland í Bítið, 8. júní 2021] og segir okkuröll þekkja „[…] stráka sem eru orkumiklir. Í nútímanum væru þeir sennilega lyfjaðir niður, settir á rítalín.“ Hnýtir jafnframt í skólakerfið með þeim orðum „[…] að þeir verði ekki lyfjaðir niður eins og mér sýnist vera gert í stórum stíl.“ Vissulega leggur hann margt annað áhugavert til málanna. En þegar maður í hans stöðu notar orðalag sem staðfestir að hann hafi ekki hundsvit á hvað ADHD gengur út á, né hver virkni ADHD lyfja raunverulega er, þá þarf sá hinn sami að girða sig í brók og læra að leita sér upplýsinga. ADHD er taugaþroskaröskun sem snýst um að ákveðnar heilastöðvar í framheila vannýta taugaboðefni á meðan þau eru til staðar. Fyrir vikið eru þær í raun vanvirkar. ADHD lyf tefja einfaldlega að taugaboðefni hverfi og gefa þannig heilanum lengri tíma til að nýta þau. Það aftur kemur í veg fyrir helstu birtingarmyndir ADHD. Á meðan virka fyrrnefndar heilastöðvar eðlilega. Að kalla slíkt „lyfjun“ eru hrein og klár öfugmæli sem opinberar vanþekkingu og fordóma héraðsdómarans. Eflaust vill Arnar Þór bera fyrir sig umræður varðandi aukningu í ávísunum ADHD lyfja. Honum til upplýsingar þarf hér að stíga afar varlega til jarðar áður en gífuryrði eru hrópuð útum stræti og torg. Stóri vandinn liggur í skorti á upplýsingum. Þar þarf hreint út sagt stórátak til að hægt sé að greina raunverulega stöðu mála. Mun betur færi ef dómari sá, er svo mjög hefur viljað tjá sig um samfélagsmál á opinberum vettvangi og langar nú á þing, kynni sér málin áður en hann leggur lóð sitt á vogarskál. Arnar Þór væri maður að meiri fyrir vikið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun