Spilum ekki sem fimm einstaklingar heldur erum við fimm manna lið á vellinum Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 4. júní 2021 22:34 Dominykas Milka í baráttunni gegn KR. Vísir/Hulda Margrét Dominykas Milka var eðlilega mjög sáttur að loknum frábærum sigri Keflavíkur á KR í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Níu stiga sigur Keflavíkur, 91-82, kom liðinu 2-0 yfir í einvíginu og segja má að það sé komið með annan fótinn í úrslitaeinvígið. „Það er alltaf gott að vinna í úrslitakeppninni, allir sigrar telja og sérstaklega gegn KR á útivelli. Þetta er erfiður völlur að spila á og gott lið. Við erum ánægðir að vera komnir í 2-0 og núna þurfum við bara að fara heim og ná í einn sigur í viðbót,“ sagði Mikla að leik loknum. Hann var næst stigahæstur í liði Keflavíkur í kvöld með 21 stig ásamt því að taka 12 fráköst. „Lykillinn var að setja niður skot, þú þarft að skora meira en andstæðingurinn. Þeir eru með marka skotmenn sem geta skorað fullt af stigum. Tyler Sabin setti mörg erfið skot af löngu færi og við urðum að jafna það út sem lið. Við spilum ekki sem fimm einstaklingar heldur erum við fimm manna lið á vellinum.“ Ty Sabin elskar að skjóta boltanum enda einkar góður í því.Vísir/Hulda Margrét Valur Orri Valsson var stigahæstur í liði Keflavíkur með 24 stig í dag og byrjaði á að setja fyrstu fjóra þristanna sína niður. „Valur er frábær leikmaður og þetta er hans fyrst ár þar sem hann spilar ekki í sinni stöðu. Hann er meiri leikstjórnandi en skotmaður. Við höfum mikla trú á honum og við búumst við þessu í hverri frammistöðu. Við viljum að hann sé ákveðinn, setji opin skot og búi til stöður fyrir samherjana. Þegar allir fimm sem eru inn á eru í takti þá er erfitt að vinna okkur.“ Þurfa Keflvíkingar að gera eitthvað öðruvísi í leik þrjú eða áfram það sama? ,,Við getum enn bætt mikið í okkar leik, við gáfum of mörg sóknarfráköst og við vorum stundum út úr stöðum eftir slík. Við reynum að bæta okkur á æfingum milli leikja og vonandi náum við í sigur á mánudag sem klárar þessa seríu,“ sagði Milka að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 82-91 | Keflavík komið með annan fótinn í úrslitaeinvígið Keflavík keyrði yfir KR undir lok leiks í Vesturbænum og kom sér í 2-0 stöðu í einvígi liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar karla. Lokatölur 91-82 Keflavík í vil og deildarmeistararnir hársbreidd frá því að trygga sér sæti í úrslitum. 4. júní 2021 22:00 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
„Það er alltaf gott að vinna í úrslitakeppninni, allir sigrar telja og sérstaklega gegn KR á útivelli. Þetta er erfiður völlur að spila á og gott lið. Við erum ánægðir að vera komnir í 2-0 og núna þurfum við bara að fara heim og ná í einn sigur í viðbót,“ sagði Mikla að leik loknum. Hann var næst stigahæstur í liði Keflavíkur í kvöld með 21 stig ásamt því að taka 12 fráköst. „Lykillinn var að setja niður skot, þú þarft að skora meira en andstæðingurinn. Þeir eru með marka skotmenn sem geta skorað fullt af stigum. Tyler Sabin setti mörg erfið skot af löngu færi og við urðum að jafna það út sem lið. Við spilum ekki sem fimm einstaklingar heldur erum við fimm manna lið á vellinum.“ Ty Sabin elskar að skjóta boltanum enda einkar góður í því.Vísir/Hulda Margrét Valur Orri Valsson var stigahæstur í liði Keflavíkur með 24 stig í dag og byrjaði á að setja fyrstu fjóra þristanna sína niður. „Valur er frábær leikmaður og þetta er hans fyrst ár þar sem hann spilar ekki í sinni stöðu. Hann er meiri leikstjórnandi en skotmaður. Við höfum mikla trú á honum og við búumst við þessu í hverri frammistöðu. Við viljum að hann sé ákveðinn, setji opin skot og búi til stöður fyrir samherjana. Þegar allir fimm sem eru inn á eru í takti þá er erfitt að vinna okkur.“ Þurfa Keflvíkingar að gera eitthvað öðruvísi í leik þrjú eða áfram það sama? ,,Við getum enn bætt mikið í okkar leik, við gáfum of mörg sóknarfráköst og við vorum stundum út úr stöðum eftir slík. Við reynum að bæta okkur á æfingum milli leikja og vonandi náum við í sigur á mánudag sem klárar þessa seríu,“ sagði Milka að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 82-91 | Keflavík komið með annan fótinn í úrslitaeinvígið Keflavík keyrði yfir KR undir lok leiks í Vesturbænum og kom sér í 2-0 stöðu í einvígi liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar karla. Lokatölur 91-82 Keflavík í vil og deildarmeistararnir hársbreidd frá því að trygga sér sæti í úrslitum. 4. júní 2021 22:00 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 82-91 | Keflavík komið með annan fótinn í úrslitaeinvígið Keflavík keyrði yfir KR undir lok leiks í Vesturbænum og kom sér í 2-0 stöðu í einvígi liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar karla. Lokatölur 91-82 Keflavík í vil og deildarmeistararnir hársbreidd frá því að trygga sér sæti í úrslitum. 4. júní 2021 22:00
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum