Hvers vegna eru HPV mælingar ekki framkvæmdar á Landspítalanum? Auður Eiríksdóttir skrifar 3. júní 2021 09:31 Á Fésbókarsíðunni „Aðför að heilsu kvenna“ má sjá fjölmargar reynslusögur kvenna sem beðið hafa mánuðum saman eftir svörum eftir leghálssýnatöku og fá þau ekki þrátt fyrir mikla eftirgangssemi. Boðunarkerfi virðist ekki vera í lagi þar sem margar konur kvarta yfir því að fá ekki boðun í skimun. Skimunarferli þarf að vera mjög skipulegt og eftirfylgni þarf að vera pottþétt. Skimun er gagnlaus ef engin er eftirfylgni. Svör berast seint og illa til kvenna og virðist i mörgum tilfellum ekki skila sér. Er ástæðan tafir i Danmörku á úrlestri sýna eða skrifast það algerlega á heilsugæsluna? Er ekki búið að setja upp kerfi sem vinnandi er með? Reynsla Krabbameinsfélagsins af því að senda HPV sýni til Svíþjóðar var sú að of mikill tími fór í merkingar og pökkun, sendingartími var oft of langur, íslensku sýnin voru ekki i neinum forgangi og svartími í heild of langur. Mikil breyting varð á þegar Landspítali tók við mælingunum. Sýni voru send á mánudögum og svör bárust 2-3 dögum seinna og voru færð rafrænt inn í skimunarkerfið samdægurs. Á þeim tíma voru mæld um 6000 HPV sýni árlega og eingöngu ef frumusýni greindist með breytingar. Nú er hinsvegar byrjað á því að HPV mæla sýni frá konum 30 ára og eldri og frumusýni aðeins skoðuð ef HPV greinist. Áfram er þó fyrst skoðað frumusýni hjá konum yngri en 30 ára. Það er ekki að ástæðulausu að hægt er að mæla með því að HPV mælingar fari fram á Landspítalanum. Tæki þar eru fyrsta flokks og algerlega sambærileg við þau sem eru í notkun á hinum Norðurlöndunum. Nýjasta tækið, Cobas 8800, er mjög afkastamikið. Þegar þessar breytingar á skimuninni hafa verið gerðar má gera ráð fyrir að hlutfall frumusýna með forstigsbreytingum aukist verulega. Með gervigreindarskimun á frumusýnum sem tekin hafði verið upp hjá Krabbameinsfélaginu má ætla að vel sé hægt að sinna þessum hluta skimunar ásamt með öðrum frumu og vefjasýnagreiningum sem framkvæmdar eru á meinafræðideild Landspítala. Tveir meinafræðingar sem sérhæfðir eru í frumugreiningu (cytology) vinna á meinafræðideildinni og hafa báðir langa starfsreynslu bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Lífeindafræðingar frumurannsóknastofu hafa ekki verið ráðnir til vinnu í sínu fagi og má segja að þar sé mannauði fleygt á glæ. Utanumhald og eftirfylgni var mjög stór þáttur í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins og því miður virðist ansi mikið skorta á að slíkt sé í lagi þessa mánuði sem heilsugæslan hefur haft skimunina á sínum snærum ef marka má frásagnir kvenna. Gera þarf óháða úttekt og fara vandlega í saumana á öllum þáttum skimunarferlisins eins og það er í dag. Taka þarf umkvartanir fólks til greina og taka ákvörðun um að gera betur í allri framkvæmd. Flytja þarf úrvinnslu sýna til Landspítala og koma upp virku boðunar og eftirlitskerfi. Höfundur er lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Á Fésbókarsíðunni „Aðför að heilsu kvenna“ má sjá fjölmargar reynslusögur kvenna sem beðið hafa mánuðum saman eftir svörum eftir leghálssýnatöku og fá þau ekki þrátt fyrir mikla eftirgangssemi. Boðunarkerfi virðist ekki vera í lagi þar sem margar konur kvarta yfir því að fá ekki boðun í skimun. Skimunarferli þarf að vera mjög skipulegt og eftirfylgni þarf að vera pottþétt. Skimun er gagnlaus ef engin er eftirfylgni. Svör berast seint og illa til kvenna og virðist i mörgum tilfellum ekki skila sér. Er ástæðan tafir i Danmörku á úrlestri sýna eða skrifast það algerlega á heilsugæsluna? Er ekki búið að setja upp kerfi sem vinnandi er með? Reynsla Krabbameinsfélagsins af því að senda HPV sýni til Svíþjóðar var sú að of mikill tími fór í merkingar og pökkun, sendingartími var oft of langur, íslensku sýnin voru ekki i neinum forgangi og svartími í heild of langur. Mikil breyting varð á þegar Landspítali tók við mælingunum. Sýni voru send á mánudögum og svör bárust 2-3 dögum seinna og voru færð rafrænt inn í skimunarkerfið samdægurs. Á þeim tíma voru mæld um 6000 HPV sýni árlega og eingöngu ef frumusýni greindist með breytingar. Nú er hinsvegar byrjað á því að HPV mæla sýni frá konum 30 ára og eldri og frumusýni aðeins skoðuð ef HPV greinist. Áfram er þó fyrst skoðað frumusýni hjá konum yngri en 30 ára. Það er ekki að ástæðulausu að hægt er að mæla með því að HPV mælingar fari fram á Landspítalanum. Tæki þar eru fyrsta flokks og algerlega sambærileg við þau sem eru í notkun á hinum Norðurlöndunum. Nýjasta tækið, Cobas 8800, er mjög afkastamikið. Þegar þessar breytingar á skimuninni hafa verið gerðar má gera ráð fyrir að hlutfall frumusýna með forstigsbreytingum aukist verulega. Með gervigreindarskimun á frumusýnum sem tekin hafði verið upp hjá Krabbameinsfélaginu má ætla að vel sé hægt að sinna þessum hluta skimunar ásamt með öðrum frumu og vefjasýnagreiningum sem framkvæmdar eru á meinafræðideild Landspítala. Tveir meinafræðingar sem sérhæfðir eru í frumugreiningu (cytology) vinna á meinafræðideildinni og hafa báðir langa starfsreynslu bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Lífeindafræðingar frumurannsóknastofu hafa ekki verið ráðnir til vinnu í sínu fagi og má segja að þar sé mannauði fleygt á glæ. Utanumhald og eftirfylgni var mjög stór þáttur í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins og því miður virðist ansi mikið skorta á að slíkt sé í lagi þessa mánuði sem heilsugæslan hefur haft skimunina á sínum snærum ef marka má frásagnir kvenna. Gera þarf óháða úttekt og fara vandlega í saumana á öllum þáttum skimunarferlisins eins og það er í dag. Taka þarf umkvartanir fólks til greina og taka ákvörðun um að gera betur í allri framkvæmd. Flytja þarf úrvinnslu sýna til Landspítala og koma upp virku boðunar og eftirlitskerfi. Höfundur er lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun