Viðskipti innlent

Róbert Wess­man kaupir íbúð fyrir 2,4 milljarða á Flórída

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Róbert Wessman er langstærsti hluthafi Aztiq, sem festi kaup á um 2,4 milljarða króna lúxusíbúð fyrr á árinu.
Róbert Wessman er langstærsti hluthafi Aztiq, sem festi kaup á um 2,4 milljarða króna lúxusíbúð fyrr á árinu. alvogen/Ritz-Carlton

Aztiq, fjár­festinga­fé­lag Róberts Wess­man, hefur fest kaup á 2,4 milljarða króna lúxus­í­búð á Flórída.

Í­búðin er í glæsi­­turni lúxus­hótel­­keðjunnar Ritz-Carlton í borginni Sunny Isle Beach á Flórída. Turninum er lýst sem af­girtu lúxus­­sam­­fé­lagi hjá erlendum miðlum og er ljóst að það er ekki á færi hins hefð­bundna launa­­manns að leigja íbúð þar í nokkra daga, hvað þá að eignast slíka.

Rúmir þúsund fermetrar í heildina

Lára Ómars­dóttir, sam­skipta­stjóri Aztiq, stað­festir kaupin við Vísi. Í er­lendum miðlum er greint frá því að kaup­verð hennar hafi verið tæpar 20 milljónir Banda­ríkja­dala, eða tæpir 2,4 milljarðar ís­lenskra króna.

Business Journal full­yrðir þá að lán hafi verið tekið fyrir kaupunum upp á 13 milljónir Banda­ríkja­dala, eða rúman einn og hálfan milljarð.

Í­búðin er vægast sagt glæsi­­leg. Hún er 714 fer­­metrar, með sjö bað­her­bergjum, en við þetta bætast svo 365 fer­­metra svalir með einka­sund­laug, garði og úti­­eld­húsi.

Hér má nálgast myndasyrpu af íbúðinni.

Að sögn Láru var hún keypt fyrr nokkru síðan en hún var afhent nú í síðasta mánuði. Íbúðin er hugsuð til út­leigu og síðar sölu á hag­stæðara markaðs­verði. Hún segir að eignin hafi verið keypt á afar hag­stæðu verði og síðan kaupin hafi gengið í gegn hafi hún hækkað í verði um 20 til 30 prósent.

Sjá einnig: Dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt.

Alvogen óvænt blandað inn í kaupin

Ein­hvers mis­skilnings virðist þó gæta í um­fjöllun Business Journal um kaupin. Þar er því slegið fram að höfuð­stöðvar Al­vogen á Ís­landi hafi verið skráðar sem heimilis­fang kaupandans í láns­samningnum.

Í sam­tali við Vísi sagði Elísa­bet Hjalta­dóttir, tengi­liður Al­vogen við fjöl­miðla, að fyrir­tækið kannaðist ekkert við kaupin og að búið væri að senda beiðni á Business Journal um leið­réttingu á fréttinni. Miðillinn hefur ekki orðið við því enn.

Alvogen hóf starfsemi sína á Íslandi á árinu 2010 og eru höfuðstöðvar þess í Vatnsmýri.Alvogen

Þar gæti tenging fé­laganna við Róbert Wess­man skýrt rugling miðilsins. Róbert er bæði for­stjóri og einn eig­enda lyfja­fyrir­tækisins Al­vogen. Hann á þá lang­stærstan hlut í fjár­festinga­fé­laginu Aztiq, eða um þrjá fjórðu hluta þess.

Ef höfuð­stöðvar Aztiq á Smára­torgi 3 hafa verið skráðar sem heimilis­fang kaupandans á láns­samningnum má ætla að Business Journal hafi ekki unnið alveg nægi­lega góða heima­vinnu. Mis­skilningur hans er þó skiljan­legur því þó höfuð­stöðvar Al­vogen séu við Sæ­mundar­götu í Vatnsmýrinni þá á fyrir­tækið einnig skrif­stofur á Smára­torgi 3 í sama húsi og Aztiq. 

Ef Róbert og heimilis­fangið eru slegin inn saman á Goog­le koma þá nokkrir tenglar sem vísa í Al­vogen en enginn sem vísar í Aztiq.

Fréttin hefur verið upp­færð: Í upp­runa­legri út­gáfu kom fram að sam­kvæmt upp­lýsingum frá sam­skipta­stjóra Aztiq hefði í­búðin verið keypt fyrr á árinu. Það var rangt. Í­búðin var af­hent í maí á þessu ári en nokkru lengra er síðan gengið var frá kaupunum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.