Dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. september 2017 07:00 Íbúð Róberts Wessman er miðsvæðis á Manhattan og þaðan er gott útsýni yfir Central Park. Íbúðin kostaði meira en þrjá milljarða króna. Vilhelm Róbert Wessman, stofnandi Alvogen, keypti íbúð á Manhattan um miðjan desember. Gögn sem Fréttablaðið hefur um söluna og lán henni tengt sýna að kaupverðið var 29 milljónir Bandaríkjadala. Það samsvarar 3,3 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi krónunnar þann dag sem viðskiptin fóru fram, 15. desember síðastliðinn. Íbúðin er á 432 Park Avenue í New York. Samkvæmt söluyfirliti er hún 373 fermetrar að stærð. Á gólfum er eikarparket og af myndunum hér að neðan að dæma eru innréttingarnar hinar glæsilegustu. Komið er inn í stórt anddyri og við tekur glæsileg setustofa og borðstofa. Íbúðin er í 96 hæða húsi, sem byggt var árið 2015. Þaðan er gott útsýni yfir Central Park. Róbert keypti íbúðina í gegnum einkahlutafélag sem hann á 100 prósenta hlut í. Af lánsskjölum að dæma hefur hann tekið 14,5 milljóna dala veðlán fyrir íbúðinni. Það er andvirði 1,6 milljarða króna miðað við gengi krónunnar í desember.Róbert WessmanSvo virðist sem engin önnur lán hvíli á eigninni, sem bendir til þess að Róbert hafi reitt fram jafnvirði 1,7 milljarða króna í greiðslu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt. Árið 2009 sagði fasteignablað New York Times frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi 365 miðla, hefðu sett íbúð sína við Gramercy Park North í New York á sölu. Ásett verð var 25 milljónir dala, eða um 3 milljarðar króna. Róbert Wessman var forstjóri Actavis áður en leiðir skildi með honum og Björgólfi Thor Björgólfssyni í viðskiptum og Róbert stofnaði Alvogen. Hann er forstjóri síðarnefnda fyrirtækisins í dag. Á vefsíðu Alvogen segir að hann hafi á einungis sex árum byggt Alvogen frá því að vera lítið fyrirtæki í Bandaríkjunum upp í að verða á meðal 15 stærstu samheitalyfjafyrirtækja heimsins, með starfsemi í 35 löndum. Róbert var kvæntur kvæntur Sigríði Ýri Jensdóttur lækni um árabil, en Séð og heyrt greindi frá því í byrjun árs að hann væri skilinn við eiginkonu sína. Eldhúsið ekki amalegt og gott útsýni út um gluggann.Fínasta setustofa fyrir lestrarhesta og stór gluggi sem stendur fyrir sínu.Hér er hægt að fara í bað, já eða sturtu. Allt eftir því hvernig skapi maður er í. Já, og gluggi!Engin hætta á að maður reki kjuðana í vegginn í þessu rými. Nóg pláss og Jimmy White örugglega til í að koma í heimsókn og taka leik.Líkamsræktaraðstaðan í húsinu virðist snyrtileg og fín. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jón Ásgeir keypti lúxúsíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, keypti nýverið tveggja hæða íbúð á efstu hæð í lúxusíbúðabyggingunni “Gramercy Park North” í New York en New York Post greinir frá þessu í dag. 24. apríl 2007 15:01 Jón Ásgeir selur lúxusíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir hafa ákveðið setja lúxusíbúð þeirra á Manhattan í New York á sölu. Þau vilja frá 25 milljónir dollara eða 3 milljarða króna fyrir íbúðina, samkvæmt The New York Times. 14. febrúar 2009 10:49 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Vilhelm Róbert Wessman, stofnandi Alvogen, keypti íbúð á Manhattan um miðjan desember. Gögn sem Fréttablaðið hefur um söluna og lán henni tengt sýna að kaupverðið var 29 milljónir Bandaríkjadala. Það samsvarar 3,3 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi krónunnar þann dag sem viðskiptin fóru fram, 15. desember síðastliðinn. Íbúðin er á 432 Park Avenue í New York. Samkvæmt söluyfirliti er hún 373 fermetrar að stærð. Á gólfum er eikarparket og af myndunum hér að neðan að dæma eru innréttingarnar hinar glæsilegustu. Komið er inn í stórt anddyri og við tekur glæsileg setustofa og borðstofa. Íbúðin er í 96 hæða húsi, sem byggt var árið 2015. Þaðan er gott útsýni yfir Central Park. Róbert keypti íbúðina í gegnum einkahlutafélag sem hann á 100 prósenta hlut í. Af lánsskjölum að dæma hefur hann tekið 14,5 milljóna dala veðlán fyrir íbúðinni. Það er andvirði 1,6 milljarða króna miðað við gengi krónunnar í desember.Róbert WessmanSvo virðist sem engin önnur lán hvíli á eigninni, sem bendir til þess að Róbert hafi reitt fram jafnvirði 1,7 milljarða króna í greiðslu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt. Árið 2009 sagði fasteignablað New York Times frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi 365 miðla, hefðu sett íbúð sína við Gramercy Park North í New York á sölu. Ásett verð var 25 milljónir dala, eða um 3 milljarðar króna. Róbert Wessman var forstjóri Actavis áður en leiðir skildi með honum og Björgólfi Thor Björgólfssyni í viðskiptum og Róbert stofnaði Alvogen. Hann er forstjóri síðarnefnda fyrirtækisins í dag. Á vefsíðu Alvogen segir að hann hafi á einungis sex árum byggt Alvogen frá því að vera lítið fyrirtæki í Bandaríkjunum upp í að verða á meðal 15 stærstu samheitalyfjafyrirtækja heimsins, með starfsemi í 35 löndum. Róbert var kvæntur kvæntur Sigríði Ýri Jensdóttur lækni um árabil, en Séð og heyrt greindi frá því í byrjun árs að hann væri skilinn við eiginkonu sína. Eldhúsið ekki amalegt og gott útsýni út um gluggann.Fínasta setustofa fyrir lestrarhesta og stór gluggi sem stendur fyrir sínu.Hér er hægt að fara í bað, já eða sturtu. Allt eftir því hvernig skapi maður er í. Já, og gluggi!Engin hætta á að maður reki kjuðana í vegginn í þessu rými. Nóg pláss og Jimmy White örugglega til í að koma í heimsókn og taka leik.Líkamsræktaraðstaðan í húsinu virðist snyrtileg og fín.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jón Ásgeir keypti lúxúsíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, keypti nýverið tveggja hæða íbúð á efstu hæð í lúxusíbúðabyggingunni “Gramercy Park North” í New York en New York Post greinir frá þessu í dag. 24. apríl 2007 15:01 Jón Ásgeir selur lúxusíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir hafa ákveðið setja lúxusíbúð þeirra á Manhattan í New York á sölu. Þau vilja frá 25 milljónir dollara eða 3 milljarða króna fyrir íbúðina, samkvæmt The New York Times. 14. febrúar 2009 10:49 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Jón Ásgeir keypti lúxúsíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, keypti nýverið tveggja hæða íbúð á efstu hæð í lúxusíbúðabyggingunni “Gramercy Park North” í New York en New York Post greinir frá þessu í dag. 24. apríl 2007 15:01
Jón Ásgeir selur lúxusíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir hafa ákveðið setja lúxusíbúð þeirra á Manhattan í New York á sölu. Þau vilja frá 25 milljónir dollara eða 3 milljarða króna fyrir íbúðina, samkvæmt The New York Times. 14. febrúar 2009 10:49