Dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. september 2017 07:00 Íbúð Róberts Wessman er miðsvæðis á Manhattan og þaðan er gott útsýni yfir Central Park. Íbúðin kostaði meira en þrjá milljarða króna. Vilhelm Róbert Wessman, stofnandi Alvogen, keypti íbúð á Manhattan um miðjan desember. Gögn sem Fréttablaðið hefur um söluna og lán henni tengt sýna að kaupverðið var 29 milljónir Bandaríkjadala. Það samsvarar 3,3 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi krónunnar þann dag sem viðskiptin fóru fram, 15. desember síðastliðinn. Íbúðin er á 432 Park Avenue í New York. Samkvæmt söluyfirliti er hún 373 fermetrar að stærð. Á gólfum er eikarparket og af myndunum hér að neðan að dæma eru innréttingarnar hinar glæsilegustu. Komið er inn í stórt anddyri og við tekur glæsileg setustofa og borðstofa. Íbúðin er í 96 hæða húsi, sem byggt var árið 2015. Þaðan er gott útsýni yfir Central Park. Róbert keypti íbúðina í gegnum einkahlutafélag sem hann á 100 prósenta hlut í. Af lánsskjölum að dæma hefur hann tekið 14,5 milljóna dala veðlán fyrir íbúðinni. Það er andvirði 1,6 milljarða króna miðað við gengi krónunnar í desember.Róbert WessmanSvo virðist sem engin önnur lán hvíli á eigninni, sem bendir til þess að Róbert hafi reitt fram jafnvirði 1,7 milljarða króna í greiðslu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt. Árið 2009 sagði fasteignablað New York Times frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi 365 miðla, hefðu sett íbúð sína við Gramercy Park North í New York á sölu. Ásett verð var 25 milljónir dala, eða um 3 milljarðar króna. Róbert Wessman var forstjóri Actavis áður en leiðir skildi með honum og Björgólfi Thor Björgólfssyni í viðskiptum og Róbert stofnaði Alvogen. Hann er forstjóri síðarnefnda fyrirtækisins í dag. Á vefsíðu Alvogen segir að hann hafi á einungis sex árum byggt Alvogen frá því að vera lítið fyrirtæki í Bandaríkjunum upp í að verða á meðal 15 stærstu samheitalyfjafyrirtækja heimsins, með starfsemi í 35 löndum. Róbert var kvæntur kvæntur Sigríði Ýri Jensdóttur lækni um árabil, en Séð og heyrt greindi frá því í byrjun árs að hann væri skilinn við eiginkonu sína. Eldhúsið ekki amalegt og gott útsýni út um gluggann.Fínasta setustofa fyrir lestrarhesta og stór gluggi sem stendur fyrir sínu.Hér er hægt að fara í bað, já eða sturtu. Allt eftir því hvernig skapi maður er í. Já, og gluggi!Engin hætta á að maður reki kjuðana í vegginn í þessu rými. Nóg pláss og Jimmy White örugglega til í að koma í heimsókn og taka leik.Líkamsræktaraðstaðan í húsinu virðist snyrtileg og fín. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jón Ásgeir keypti lúxúsíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, keypti nýverið tveggja hæða íbúð á efstu hæð í lúxusíbúðabyggingunni “Gramercy Park North” í New York en New York Post greinir frá þessu í dag. 24. apríl 2007 15:01 Jón Ásgeir selur lúxusíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir hafa ákveðið setja lúxusíbúð þeirra á Manhattan í New York á sölu. Þau vilja frá 25 milljónir dollara eða 3 milljarða króna fyrir íbúðina, samkvæmt The New York Times. 14. febrúar 2009 10:49 Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Vilhelm Róbert Wessman, stofnandi Alvogen, keypti íbúð á Manhattan um miðjan desember. Gögn sem Fréttablaðið hefur um söluna og lán henni tengt sýna að kaupverðið var 29 milljónir Bandaríkjadala. Það samsvarar 3,3 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi krónunnar þann dag sem viðskiptin fóru fram, 15. desember síðastliðinn. Íbúðin er á 432 Park Avenue í New York. Samkvæmt söluyfirliti er hún 373 fermetrar að stærð. Á gólfum er eikarparket og af myndunum hér að neðan að dæma eru innréttingarnar hinar glæsilegustu. Komið er inn í stórt anddyri og við tekur glæsileg setustofa og borðstofa. Íbúðin er í 96 hæða húsi, sem byggt var árið 2015. Þaðan er gott útsýni yfir Central Park. Róbert keypti íbúðina í gegnum einkahlutafélag sem hann á 100 prósenta hlut í. Af lánsskjölum að dæma hefur hann tekið 14,5 milljóna dala veðlán fyrir íbúðinni. Það er andvirði 1,6 milljarða króna miðað við gengi krónunnar í desember.Róbert WessmanSvo virðist sem engin önnur lán hvíli á eigninni, sem bendir til þess að Róbert hafi reitt fram jafnvirði 1,7 milljarða króna í greiðslu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt. Árið 2009 sagði fasteignablað New York Times frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi 365 miðla, hefðu sett íbúð sína við Gramercy Park North í New York á sölu. Ásett verð var 25 milljónir dala, eða um 3 milljarðar króna. Róbert Wessman var forstjóri Actavis áður en leiðir skildi með honum og Björgólfi Thor Björgólfssyni í viðskiptum og Róbert stofnaði Alvogen. Hann er forstjóri síðarnefnda fyrirtækisins í dag. Á vefsíðu Alvogen segir að hann hafi á einungis sex árum byggt Alvogen frá því að vera lítið fyrirtæki í Bandaríkjunum upp í að verða á meðal 15 stærstu samheitalyfjafyrirtækja heimsins, með starfsemi í 35 löndum. Róbert var kvæntur kvæntur Sigríði Ýri Jensdóttur lækni um árabil, en Séð og heyrt greindi frá því í byrjun árs að hann væri skilinn við eiginkonu sína. Eldhúsið ekki amalegt og gott útsýni út um gluggann.Fínasta setustofa fyrir lestrarhesta og stór gluggi sem stendur fyrir sínu.Hér er hægt að fara í bað, já eða sturtu. Allt eftir því hvernig skapi maður er í. Já, og gluggi!Engin hætta á að maður reki kjuðana í vegginn í þessu rými. Nóg pláss og Jimmy White örugglega til í að koma í heimsókn og taka leik.Líkamsræktaraðstaðan í húsinu virðist snyrtileg og fín.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jón Ásgeir keypti lúxúsíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, keypti nýverið tveggja hæða íbúð á efstu hæð í lúxusíbúðabyggingunni “Gramercy Park North” í New York en New York Post greinir frá þessu í dag. 24. apríl 2007 15:01 Jón Ásgeir selur lúxusíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir hafa ákveðið setja lúxusíbúð þeirra á Manhattan í New York á sölu. Þau vilja frá 25 milljónir dollara eða 3 milljarða króna fyrir íbúðina, samkvæmt The New York Times. 14. febrúar 2009 10:49 Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Jón Ásgeir keypti lúxúsíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, keypti nýverið tveggja hæða íbúð á efstu hæð í lúxusíbúðabyggingunni “Gramercy Park North” í New York en New York Post greinir frá þessu í dag. 24. apríl 2007 15:01
Jón Ásgeir selur lúxusíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir hafa ákveðið setja lúxusíbúð þeirra á Manhattan í New York á sölu. Þau vilja frá 25 milljónir dollara eða 3 milljarða króna fyrir íbúðina, samkvæmt The New York Times. 14. febrúar 2009 10:49
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent