Rúmast sjálfbærni innan tilgangs hlutafélaga? Hanna Björt Kristjánsdóttir skrifar 8. júní 2021 08:00 Í ljósi aukinnar umræðu um sjálfbærni þá er eðlilegt að velta fyrir sér hvaða aðilar það eru sem bera mestu ábyrgðina gagnvart samfélagi og umhverfi. Við sem einstaklingar getum borið okkar ábyrgð t.d. með því að stýra okkar neyslu, kaupa minna, endurnýta og velja umhverfisvænni kosti. Framtak einstaklingsins er mikilvægt, en það kemur okkur ekki nægilega langt. Fyrirtækin og hlutafélögin að baki þeim eru aðilarnir sem hafa mestu áhrifin á umhverfi og samfélag og er því eðlilegt að þau beri ábyrgð í samræmi við það. Það leiðir hugann að því hvaða hlutverk þau spila og hvaða tilgangi þau eigi að þjóna. Margir eru á því máli að hlutafélög starfi í þágu hluthafa sinna og þeirra helsta markmið sé að afla hagnaðar fyrir þá. Í gegnum tíðina hefur þessi hugmynd verið ríkjandi en nú í seinni tíð hefur önnur stefna sótt í sig veðrið en í henni felst að hlutafélög starfi í þágu haghafa félagsins. Haghafar eru, eins og orðið kannski gefur til kynna, þeir aðilar sem hafa hagsmuni að gæta gagnvart félaginu. Þessi hópur getur verið nokkuð breiður og breytilegur eftir því hvaða félag um ræðir en almennt eru þetta starfsmenn félagsins, kröfuhafar, hluthafar, samfélag, stjórnvöld og jafnvel umhverfi en þó eru ekki allir sammála um að umhverfi geti talist haghafi. Margir halda því einnig fram að við dönsum einhversstaðar þarna á milli þessara tveggja póla en raunveruleikinn er samt sá að mikil áhersla er lögð á hagsmuni hluthafa og oft á kostnað annarra haghafa, þá sérstaklega samfélags og umhverfis. Þegar umræðan um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni fór að aukast varð meiri áhersla lögð á að hlutafélög þyrftu að sinna samfélagslegum skyldum. Því fylgir þó einnig áhætta á því að félög séu að grænþvo starfsemi sína, þ.e.a.s. að sýnast gera það gott á sviði umhverfis og samfélagsmála án þess þó að fylgja því raunverulega eftir. Snýst ákallið því orðið meira um að félög taki sjálfbærni lengra og geri það að grunnstoð í starfsemi sinni, en þá komum við aftur að þeirri spurningu hvaða tilgangi þessi félög eigi að þjóna og hvaða hagsmunir skulu hafðir að leiðarljósi, hagsmunir hluthafa eða samfélagsins? Þessari spurningu hefur að einhverju leyti verið svarað með tilkomu nýs félagaforms, haghafafélaga (e. Benefit Corporations), sem er að finna m.a. í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Byggir félagaformið að miklu leyti á grunni hlutafélaga, en munurinn felst helst í því að tilgangur slíkra félaga er tvískiptur. Annars vegar er um að ræða hefðbundinn tilgang hlutafélags, þ.e.a.s. að afla tekna og reka fjárhagslega starfsemi með arðbærum hætti, en hins vegar að beita sér fyrir samfélagslegum eða umhverfistengdum málefnum. Félagaformið gerir einnig ríkari kröfur til stjórnenda félaganna, þar sem krafan um gagnsæi er aukin með ítarlegri reglum um upplýsingagjöf og ábyrgð stjórnenda er ríkari, þar sem þeir bera einnig ábyrgð á samfélagslega hlutverki félagsins. Hér á landi er ekki að finna slíkt félagaform en hér áður fyrr var það skilyrði í hlutafélagalögum að til þess að geta talist hlutafélag þá þyrfti félagið að beita sér fyrir fjárhagslegum ágóða fyrir hluthafa sína. Því var breytt árið 1978 og var skilgreining hlutafélags rýmkuð. Var það gert til þess að starfsemi í þágu t.d. mannúðarmála og almannaheilla gæti nýtt sér hlutafélagaformið. Ekki var þessi heimild útfærð nánar né skilyrði þess að slíkur rekstur gæti nýtt sér félagaformið. Situr því eftir sú spurning hvort þarna sé möguleiki á því að félög sem eru rekin í hefðbundnum fjárhagslegum tilgangi geti einnig haft annan tilgang sem snýr að samfélagslegum eða umhverfislegum málefnum. Í þessu gæti legið tækifæri fyrir hlutafélög til að fara út fyrir þann almenna tilgang hlutafélaga að gæta hag hlutahafa og beita sér að alvöru fyrir samfélagi og umhverfi. Það eru kostir og gallar við það að stofna nýtt félagaform, þá sérstaklega þegar lagt er upp með að slíkt félagaform skuli starfa í þágu málefna á sviði sjálfbærni. Kosturinn er sá að það myndi gefa þeim sem hafa áhuga á að gera sjálfbærni að grunnstoð starfsemi sinnar möguleika á að gera slíkt án þess að málin yrðu flækt eitthvað frekar. Með því að hafa sjálfbærni samfléttaða inn í félagaformið er búið að taka afstöðu til þess hvaða hagsmunir það eru sem stjórnendum er skylt að taka tillit til ef upp kemur ágreiningsmál. Hættan er samt sú að ef stofnað væri til nýs félagaforms þá gæti sá þrýstingur sem hefur skapast á hlutafélög undanfarin ár, í tengslum við sjálfbærni, færst eingöngu yfir á þau félög sem kjósa að beita sér á þessum vettvangi í stað þess að ríkari krafa sé gerð á öll hlutafélög að gera betur. Væri því ef til vill möguleiki að útfæra betur heimild hlutafélaga til að vera með tvískiptan tilgang. Tækifærin sem er að finna með aukinni sjálfbærni eru gríðarlega mörg og eru þau ekki eingöngu innan nýsköpunar eða viðskipta, heldur er mörg sóknartækifæri að finna innan lagarammans. Löggjöfin ætti að vera lifandi og styðja við framþróun í stað þess að halda aftur af henni. Hvort sem nýtt félagaform eða breyting á því gamla sé lausn við einhverjum af þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir eða ekki, þá er ljóst að það er alltaf hægt að gera betur. Höfundur er lögfræðingur hjá Marel. Greinin er unnin upp úr meistararitgerð höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kauphöllin Umhverfismál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi aukinnar umræðu um sjálfbærni þá er eðlilegt að velta fyrir sér hvaða aðilar það eru sem bera mestu ábyrgðina gagnvart samfélagi og umhverfi. Við sem einstaklingar getum borið okkar ábyrgð t.d. með því að stýra okkar neyslu, kaupa minna, endurnýta og velja umhverfisvænni kosti. Framtak einstaklingsins er mikilvægt, en það kemur okkur ekki nægilega langt. Fyrirtækin og hlutafélögin að baki þeim eru aðilarnir sem hafa mestu áhrifin á umhverfi og samfélag og er því eðlilegt að þau beri ábyrgð í samræmi við það. Það leiðir hugann að því hvaða hlutverk þau spila og hvaða tilgangi þau eigi að þjóna. Margir eru á því máli að hlutafélög starfi í þágu hluthafa sinna og þeirra helsta markmið sé að afla hagnaðar fyrir þá. Í gegnum tíðina hefur þessi hugmynd verið ríkjandi en nú í seinni tíð hefur önnur stefna sótt í sig veðrið en í henni felst að hlutafélög starfi í þágu haghafa félagsins. Haghafar eru, eins og orðið kannski gefur til kynna, þeir aðilar sem hafa hagsmuni að gæta gagnvart félaginu. Þessi hópur getur verið nokkuð breiður og breytilegur eftir því hvaða félag um ræðir en almennt eru þetta starfsmenn félagsins, kröfuhafar, hluthafar, samfélag, stjórnvöld og jafnvel umhverfi en þó eru ekki allir sammála um að umhverfi geti talist haghafi. Margir halda því einnig fram að við dönsum einhversstaðar þarna á milli þessara tveggja póla en raunveruleikinn er samt sá að mikil áhersla er lögð á hagsmuni hluthafa og oft á kostnað annarra haghafa, þá sérstaklega samfélags og umhverfis. Þegar umræðan um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni fór að aukast varð meiri áhersla lögð á að hlutafélög þyrftu að sinna samfélagslegum skyldum. Því fylgir þó einnig áhætta á því að félög séu að grænþvo starfsemi sína, þ.e.a.s. að sýnast gera það gott á sviði umhverfis og samfélagsmála án þess þó að fylgja því raunverulega eftir. Snýst ákallið því orðið meira um að félög taki sjálfbærni lengra og geri það að grunnstoð í starfsemi sinni, en þá komum við aftur að þeirri spurningu hvaða tilgangi þessi félög eigi að þjóna og hvaða hagsmunir skulu hafðir að leiðarljósi, hagsmunir hluthafa eða samfélagsins? Þessari spurningu hefur að einhverju leyti verið svarað með tilkomu nýs félagaforms, haghafafélaga (e. Benefit Corporations), sem er að finna m.a. í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Byggir félagaformið að miklu leyti á grunni hlutafélaga, en munurinn felst helst í því að tilgangur slíkra félaga er tvískiptur. Annars vegar er um að ræða hefðbundinn tilgang hlutafélags, þ.e.a.s. að afla tekna og reka fjárhagslega starfsemi með arðbærum hætti, en hins vegar að beita sér fyrir samfélagslegum eða umhverfistengdum málefnum. Félagaformið gerir einnig ríkari kröfur til stjórnenda félaganna, þar sem krafan um gagnsæi er aukin með ítarlegri reglum um upplýsingagjöf og ábyrgð stjórnenda er ríkari, þar sem þeir bera einnig ábyrgð á samfélagslega hlutverki félagsins. Hér á landi er ekki að finna slíkt félagaform en hér áður fyrr var það skilyrði í hlutafélagalögum að til þess að geta talist hlutafélag þá þyrfti félagið að beita sér fyrir fjárhagslegum ágóða fyrir hluthafa sína. Því var breytt árið 1978 og var skilgreining hlutafélags rýmkuð. Var það gert til þess að starfsemi í þágu t.d. mannúðarmála og almannaheilla gæti nýtt sér hlutafélagaformið. Ekki var þessi heimild útfærð nánar né skilyrði þess að slíkur rekstur gæti nýtt sér félagaformið. Situr því eftir sú spurning hvort þarna sé möguleiki á því að félög sem eru rekin í hefðbundnum fjárhagslegum tilgangi geti einnig haft annan tilgang sem snýr að samfélagslegum eða umhverfislegum málefnum. Í þessu gæti legið tækifæri fyrir hlutafélög til að fara út fyrir þann almenna tilgang hlutafélaga að gæta hag hlutahafa og beita sér að alvöru fyrir samfélagi og umhverfi. Það eru kostir og gallar við það að stofna nýtt félagaform, þá sérstaklega þegar lagt er upp með að slíkt félagaform skuli starfa í þágu málefna á sviði sjálfbærni. Kosturinn er sá að það myndi gefa þeim sem hafa áhuga á að gera sjálfbærni að grunnstoð starfsemi sinnar möguleika á að gera slíkt án þess að málin yrðu flækt eitthvað frekar. Með því að hafa sjálfbærni samfléttaða inn í félagaformið er búið að taka afstöðu til þess hvaða hagsmunir það eru sem stjórnendum er skylt að taka tillit til ef upp kemur ágreiningsmál. Hættan er samt sú að ef stofnað væri til nýs félagaforms þá gæti sá þrýstingur sem hefur skapast á hlutafélög undanfarin ár, í tengslum við sjálfbærni, færst eingöngu yfir á þau félög sem kjósa að beita sér á þessum vettvangi í stað þess að ríkari krafa sé gerð á öll hlutafélög að gera betur. Væri því ef til vill möguleiki að útfæra betur heimild hlutafélaga til að vera með tvískiptan tilgang. Tækifærin sem er að finna með aukinni sjálfbærni eru gríðarlega mörg og eru þau ekki eingöngu innan nýsköpunar eða viðskipta, heldur er mörg sóknartækifæri að finna innan lagarammans. Löggjöfin ætti að vera lifandi og styðja við framþróun í stað þess að halda aftur af henni. Hvort sem nýtt félagaform eða breyting á því gamla sé lausn við einhverjum af þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir eða ekki, þá er ljóst að það er alltaf hægt að gera betur. Höfundur er lögfræðingur hjá Marel. Greinin er unnin upp úr meistararitgerð höfundar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun