Börnum mismunað þegar kemur að þátttöku í tómstundastarfi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 1. júní 2021 17:31 Íslensk börn eiga síður kost á að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Unicef á Íslandi um efnislegan skort barna en hann mælist sjöundi minnsti í Evrópu. Staðan er verst í þátttöku í tómstundum en 17% íslenskra barna mælast með skort á því sviði eins og það er orðað í skýrslunniog Ísland er þar í 19. sæti af 31 Evrópulandi. Niðurstöður skýrslu Unicef 2021 eru afgerandi. Ekki hefur tekist að jafna stöðu barna þegar kemur að þátttöku í tómstundastarfi í Reykjavík. Samfélagið er núna að koma út úr kórónuveirufaraldrinum. Þótt nú horfir til betri vegar og líklegt að hagkerfið taki við sér er mikilvægt að horfa til áhrifa efnahagslægða á börn til skemmri og lengri tíma. Börn hafa ekki setið við sama borð í tómstundum í Reykjavík mjög lengi eins og sjá má í niðurstöðum rannsókna frá 2009, 2014 og 2018. Í dag, 1. júní legg ég fram í borgarstjórn tillögu um að borgarstjórn samþykki að jafna stöðu barna í íþrótta- og tómstundastarfi með því að beita sértækum aðgerðum s.s. að boðið verði upp á fjölbreytt úrræði í tómstundastarfi , óháð fjárhag foreldra, og að hagsmunir barna verði ávallt hafðir í forgangi við gerð fjárhagsáætlana Reykjavíkurborgar. Frístundakortið Frístundakortið sem er sérstaklega ætlað til að auka jöfnuð og fjölbreytileika tómstundastarfs er ekki fullnýtt. Tilgangur þess eins og segir í 2. gr. í reglum um frístundakort er að öll börn, 6-18 ára, í Reykjavík geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Reglur um frístundakort eru of stífar sem hindrar sum börn í njóta góðs af frístundakortinu. Ég hef sem borgarfulltrúi Flokks fólksins ítrekað lagt til að reglur um frístundakort verði rýmkaðar til að nýting verði fullnægjandi. Tillögu Flokks fólksins um að vannýttar fjárhæðir frístundakortsins 2020 vegna COVID myndu færast yfir á þetta ár var felld í lok árs 2020. Ef horft er til sögu frístundakortsins þá hefði mátt gera margt betur í byrjun, s.s. að auglýsa frístundakortið betur. Kynning á kortinu, t.d. fyrir foreldra af erlendum uppruna, tókst ekki sem skyldi og ekki var nóg að gert til að útskýra tilgang og markmið frístundakortsins eða hvetja foreldra til að sækja um. Tungumálaörðugleikar eru vissulega vandamál en þá má yfirstíga með markvissari hætti við kynningu á frístundakortinu. Dæmi eru um að sumir foreldrar viti ekki að styrkjakerfið nái til annarrar starfsemi en íþrótta. Reykjavíkurborg verður að bregðast við með því að skoða hvaða hópar það eru sem hafa orðið verst úti og sem líða mesta skort öllu jafna. Beina þarf sértækum aðgerðum að börnum sem eru verst sett. Ennþá er staðan þannig með frístundakortið að bágstöddum foreldrum er bent á að þeir geti nýtt það til að greiða gjald frístundaheimilis. Þar með er úti tækifæri barnsins til að nýta það í tómstundir og íþróttir. Þessa heimild þarf að taka út og í staðinn tryggja foreldrum sem þess þurfa, örugga greiðslu til að greiða gjald frístundaheimilis eins og gr. 16. A í reglum um fjárhagsaðstoð bíður upp á. Gjaldskrár sumarnámskeiða hækkaðar Stýrihópur sem nýlega skilaði niðurstöðu sinni um endurskoðun reglna um frístundakort hefði getað liðkað enn meira um reglurnar til þess að gefa fleiri börnum tækifæri á að nýta það. Nú liggur fyrir gjaldskrá sumarnámskeiða 2021 í Fjölskyldugarðinum. Hálfsdags námskeið í 5 daga hækkar í verði og kostar nú 19.400 kr. og 4 daga námskeið kostar 15.500 kr. Í þessi námskeið er ekki hægt að nota frístundakortið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt það til að opnað verði fyrir að nota frístundakortið á sumarnámskeið og önnur styttri námskeið. Eins og reglurnar eru nú þarf styrkhæf starfsemi að vera við lýði í 8 vikur hið minnsta. Sem dæmi er vel hægt að hugsa sér að öll námskeið, stutt sem löng séu styrkhæf svo fremi sem þau eru á vegum Reykjavíkurborgar Niðurstöður nýrrar skýrslu Unicef á Íslandi þar sem fram kemur að íslensk börn eigi þess síður kost að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum verður að taka alvarlega. Vissulega er staða barna hér á landi góð í alþjóðlegum samanburði. En þegar samfélagið verður fyrir áfalli hvort heldur vegna hruns eða veirufaraldurs þá tapar hópur foreldra og barna. Það ríkir ójöfnuður meðal barna á Íslandi og hefur hann fengið að krauma. Sveiflur í efnahagslífinu hafa víðtæk áhrif á börn eins og hefur verið staðfest af sérfræðingum. Áhrifin eru lúmsk og geta verið lengi að koma fram. Eitt ár í lífi barns er langur tími. Barn hefur ekki mörg ár til að bíða því bernskan verður ekki tafin. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslensk börn eiga síður kost á að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Unicef á Íslandi um efnislegan skort barna en hann mælist sjöundi minnsti í Evrópu. Staðan er verst í þátttöku í tómstundum en 17% íslenskra barna mælast með skort á því sviði eins og það er orðað í skýrslunniog Ísland er þar í 19. sæti af 31 Evrópulandi. Niðurstöður skýrslu Unicef 2021 eru afgerandi. Ekki hefur tekist að jafna stöðu barna þegar kemur að þátttöku í tómstundastarfi í Reykjavík. Samfélagið er núna að koma út úr kórónuveirufaraldrinum. Þótt nú horfir til betri vegar og líklegt að hagkerfið taki við sér er mikilvægt að horfa til áhrifa efnahagslægða á börn til skemmri og lengri tíma. Börn hafa ekki setið við sama borð í tómstundum í Reykjavík mjög lengi eins og sjá má í niðurstöðum rannsókna frá 2009, 2014 og 2018. Í dag, 1. júní legg ég fram í borgarstjórn tillögu um að borgarstjórn samþykki að jafna stöðu barna í íþrótta- og tómstundastarfi með því að beita sértækum aðgerðum s.s. að boðið verði upp á fjölbreytt úrræði í tómstundastarfi , óháð fjárhag foreldra, og að hagsmunir barna verði ávallt hafðir í forgangi við gerð fjárhagsáætlana Reykjavíkurborgar. Frístundakortið Frístundakortið sem er sérstaklega ætlað til að auka jöfnuð og fjölbreytileika tómstundastarfs er ekki fullnýtt. Tilgangur þess eins og segir í 2. gr. í reglum um frístundakort er að öll börn, 6-18 ára, í Reykjavík geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Reglur um frístundakort eru of stífar sem hindrar sum börn í njóta góðs af frístundakortinu. Ég hef sem borgarfulltrúi Flokks fólksins ítrekað lagt til að reglur um frístundakort verði rýmkaðar til að nýting verði fullnægjandi. Tillögu Flokks fólksins um að vannýttar fjárhæðir frístundakortsins 2020 vegna COVID myndu færast yfir á þetta ár var felld í lok árs 2020. Ef horft er til sögu frístundakortsins þá hefði mátt gera margt betur í byrjun, s.s. að auglýsa frístundakortið betur. Kynning á kortinu, t.d. fyrir foreldra af erlendum uppruna, tókst ekki sem skyldi og ekki var nóg að gert til að útskýra tilgang og markmið frístundakortsins eða hvetja foreldra til að sækja um. Tungumálaörðugleikar eru vissulega vandamál en þá má yfirstíga með markvissari hætti við kynningu á frístundakortinu. Dæmi eru um að sumir foreldrar viti ekki að styrkjakerfið nái til annarrar starfsemi en íþrótta. Reykjavíkurborg verður að bregðast við með því að skoða hvaða hópar það eru sem hafa orðið verst úti og sem líða mesta skort öllu jafna. Beina þarf sértækum aðgerðum að börnum sem eru verst sett. Ennþá er staðan þannig með frístundakortið að bágstöddum foreldrum er bent á að þeir geti nýtt það til að greiða gjald frístundaheimilis. Þar með er úti tækifæri barnsins til að nýta það í tómstundir og íþróttir. Þessa heimild þarf að taka út og í staðinn tryggja foreldrum sem þess þurfa, örugga greiðslu til að greiða gjald frístundaheimilis eins og gr. 16. A í reglum um fjárhagsaðstoð bíður upp á. Gjaldskrár sumarnámskeiða hækkaðar Stýrihópur sem nýlega skilaði niðurstöðu sinni um endurskoðun reglna um frístundakort hefði getað liðkað enn meira um reglurnar til þess að gefa fleiri börnum tækifæri á að nýta það. Nú liggur fyrir gjaldskrá sumarnámskeiða 2021 í Fjölskyldugarðinum. Hálfsdags námskeið í 5 daga hækkar í verði og kostar nú 19.400 kr. og 4 daga námskeið kostar 15.500 kr. Í þessi námskeið er ekki hægt að nota frístundakortið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt það til að opnað verði fyrir að nota frístundakortið á sumarnámskeið og önnur styttri námskeið. Eins og reglurnar eru nú þarf styrkhæf starfsemi að vera við lýði í 8 vikur hið minnsta. Sem dæmi er vel hægt að hugsa sér að öll námskeið, stutt sem löng séu styrkhæf svo fremi sem þau eru á vegum Reykjavíkurborgar Niðurstöður nýrrar skýrslu Unicef á Íslandi þar sem fram kemur að íslensk börn eigi þess síður kost að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum verður að taka alvarlega. Vissulega er staða barna hér á landi góð í alþjóðlegum samanburði. En þegar samfélagið verður fyrir áfalli hvort heldur vegna hruns eða veirufaraldurs þá tapar hópur foreldra og barna. Það ríkir ójöfnuður meðal barna á Íslandi og hefur hann fengið að krauma. Sveiflur í efnahagslífinu hafa víðtæk áhrif á börn eins og hefur verið staðfest af sérfræðingum. Áhrifin eru lúmsk og geta verið lengi að koma fram. Eitt ár í lífi barns er langur tími. Barn hefur ekki mörg ár til að bíða því bernskan verður ekki tafin. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun