Af tengslum Hæstaréttar og lagadeildar Háskóla Íslands Helgi Áss Grétarsson skrifar 1. júní 2021 15:30 Tengsl Hæstaréttar Íslands og lagadeildar Háskóla Íslands eru rótgróin. Þessu kynntist ég þegar ég starfaði fyrir lagadeildina um margra ára skeið. Tengsl af þessu tagi geta verið tvíeggjað sverð. Akademían nýtur góðs af þeim vegna þess að hún fær aðgang að mannauð með umtalsverða sérþekkingu og reynslu, t.d. þegar hæstaréttardómarar og aðrir starfsmenn dómstóla landsins koma að kennslu og rannsóknum. Á hinn bóginn er hætta á að sjálfstæði akademíunnar veikist séu tengslin of sterk. Á meðan ég starfaði við lagadeildina fannst mér að tengsl deildarinnar við Hæstarétt Íslands ýttu undir að fræðimenn stæðu jafnan með dómskerfinu fremur en að rýna það með gagnrýnum hætti. Tökum dæmi. Dæmi um áhrif þessara tengsla Allt frá efnahagshruninu árið 2008 hafa vaknað ófá álitaefni á sviði réttarfars, m.a. þegar upplýst var í árslok 2016 að tilteknir dómarar við Hæstarétt Íslands hefðu haft fjárhagslega hagsmuni í ákveðnum fjármálastofnunum en eigi að síður dæmt í sakamálum sem vörðuðu stjórnendur þessar stofnana. Umræða skapaðist í kjölfarið um vanhæfi dómaranna og eðlilegt hefði verið að starfandi sérfræðingur á sviði réttarfars við elstu lagadeildina hér á landi hefði tjáð sig um það með einum eða öðrum hætti. Viðkomandi gerði það hins vegar ekki. Annað dæmi er umræðuhefðin um ýmis innri mál réttarkerfisins og veitingu embætta innan þess. Mest undrandi var ég á því hvernig ýmsir akademískir starfsmenn gátu réttlætt þá umsögn dómnefndar vorið 2017 að nákvæmlega 15 umsækjendur um stöðu dómara við Landsrétt væru hæfastir í að gegna embætti við hinn nýstofnaða dómstól. Vel yfir 30 umsækjendur sóttu um dómaraembættin og augljóst mátti vera að þegar skipað væri í svona mörg embætti á sama tíma ætti að gefa ráðherra kost á að velja milli nokkurra umsækjenda sem teldust jafn hæfir, enda voru mun fleiri umsækjendur vel hæfir til að gegna dómaraembætti en skipa átti. Fáir ef nokkrir innan akademíunnar ræddu þetta atriði á sínum tíma með gagnrýnum hætti. Þvert á móti beindu sérfræðingarnir gagnrýninni fremur að hinum lýðræðislegu kjörnu fulltrúum sem vildu ekki að öllu leyti fara eftir umsögn dómnefndarinnar. Álíka viðbrögð urðu einnig ofan á þegar margir hæfir umsækjendur sóttu um embætti átta héraðsdómara síðla árs 2017, en þá taldi dómnefndin sig aftur þess umkomin að telja nákvæmlega átta umsækjendur hæfasta til að fá embættin, þegar ætla hefði mátt að mun fleiri umsækjendur væru a.m.k. jafn hæfir. Þögn akademíunnar um þann framgangsmáta fannst mér vera þrúgandi og sem akademískur starfsmaður var það ekki til eftirbreytni af minni hálfu að hafa einnig þagað. Stærsti vandinn Á mínum starfsferli við Háskóla Íslands kynntist ég mörgum frábærum lögfræðingum. Vandanum sem hér hefur verið lýst hefur aldrei falist í einstaka lögfræðingi sem slíkum. Það er samtryggingarkerfi sérfræðinga sem virðist vera vandamálið. Einnig eru áhrif æðstu aðila innan dómskerfisins á starfsemi lagadeildar Háskóla Íslands of mikil. Við það dregur úr líkum á að akademían verði að virkum og gagnrýnum þátttakanda í opinberri umræðu. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Dómstólar Háskólar Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Sjá meira
Tengsl Hæstaréttar Íslands og lagadeildar Háskóla Íslands eru rótgróin. Þessu kynntist ég þegar ég starfaði fyrir lagadeildina um margra ára skeið. Tengsl af þessu tagi geta verið tvíeggjað sverð. Akademían nýtur góðs af þeim vegna þess að hún fær aðgang að mannauð með umtalsverða sérþekkingu og reynslu, t.d. þegar hæstaréttardómarar og aðrir starfsmenn dómstóla landsins koma að kennslu og rannsóknum. Á hinn bóginn er hætta á að sjálfstæði akademíunnar veikist séu tengslin of sterk. Á meðan ég starfaði við lagadeildina fannst mér að tengsl deildarinnar við Hæstarétt Íslands ýttu undir að fræðimenn stæðu jafnan með dómskerfinu fremur en að rýna það með gagnrýnum hætti. Tökum dæmi. Dæmi um áhrif þessara tengsla Allt frá efnahagshruninu árið 2008 hafa vaknað ófá álitaefni á sviði réttarfars, m.a. þegar upplýst var í árslok 2016 að tilteknir dómarar við Hæstarétt Íslands hefðu haft fjárhagslega hagsmuni í ákveðnum fjármálastofnunum en eigi að síður dæmt í sakamálum sem vörðuðu stjórnendur þessar stofnana. Umræða skapaðist í kjölfarið um vanhæfi dómaranna og eðlilegt hefði verið að starfandi sérfræðingur á sviði réttarfars við elstu lagadeildina hér á landi hefði tjáð sig um það með einum eða öðrum hætti. Viðkomandi gerði það hins vegar ekki. Annað dæmi er umræðuhefðin um ýmis innri mál réttarkerfisins og veitingu embætta innan þess. Mest undrandi var ég á því hvernig ýmsir akademískir starfsmenn gátu réttlætt þá umsögn dómnefndar vorið 2017 að nákvæmlega 15 umsækjendur um stöðu dómara við Landsrétt væru hæfastir í að gegna embætti við hinn nýstofnaða dómstól. Vel yfir 30 umsækjendur sóttu um dómaraembættin og augljóst mátti vera að þegar skipað væri í svona mörg embætti á sama tíma ætti að gefa ráðherra kost á að velja milli nokkurra umsækjenda sem teldust jafn hæfir, enda voru mun fleiri umsækjendur vel hæfir til að gegna dómaraembætti en skipa átti. Fáir ef nokkrir innan akademíunnar ræddu þetta atriði á sínum tíma með gagnrýnum hætti. Þvert á móti beindu sérfræðingarnir gagnrýninni fremur að hinum lýðræðislegu kjörnu fulltrúum sem vildu ekki að öllu leyti fara eftir umsögn dómnefndarinnar. Álíka viðbrögð urðu einnig ofan á þegar margir hæfir umsækjendur sóttu um embætti átta héraðsdómara síðla árs 2017, en þá taldi dómnefndin sig aftur þess umkomin að telja nákvæmlega átta umsækjendur hæfasta til að fá embættin, þegar ætla hefði mátt að mun fleiri umsækjendur væru a.m.k. jafn hæfir. Þögn akademíunnar um þann framgangsmáta fannst mér vera þrúgandi og sem akademískur starfsmaður var það ekki til eftirbreytni af minni hálfu að hafa einnig þagað. Stærsti vandinn Á mínum starfsferli við Háskóla Íslands kynntist ég mörgum frábærum lögfræðingum. Vandanum sem hér hefur verið lýst hefur aldrei falist í einstaka lögfræðingi sem slíkum. Það er samtryggingarkerfi sérfræðinga sem virðist vera vandamálið. Einnig eru áhrif æðstu aðila innan dómskerfisins á starfsemi lagadeildar Háskóla Íslands of mikil. Við það dregur úr líkum á að akademían verði að virkum og gagnrýnum þátttakanda í opinberri umræðu. Höfundur er lögfræðingur.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun