Körfubolti

Enn ein fjöðrin í hatt Elvars

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Már Friðriksson hefur sankað að sér viðurkenningum í vetur.
Elvar Már Friðriksson hefur sankað að sér viðurkenningum í vetur. vísir/daníel

Elvar Már Friðriksson var valinn í lið ársins í litháísku úrvalsdeildinni í körfubolta. Hann átti frábært tímabil með Siauliai.

Valið í liðsins er enn ein fjöðrin í hatt Elvars. Hann var stoðsendinga- og framlagshæstur í litháísku deildinni og valinn verðmætasti leikmaður hennar (MVP).

Í vetur var Elvar með 15,3 stig, 2,9 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Njarðvíkingurinn var með 54,6 prósent nýtingu í tveggja stiga skotum og 37 prósent nýtingu í þriggja stigum skotum. Vítanýtingin var 77,6 prósent.

Siauliai endaði í 7. sæti deildarinnar og féll úr leik fyrir Vilnius Rytas, 2-0, í 1. umferð úrslitakeppninnar.

Á síðasta tímabili lék Elvar með Borås í Svíþjóð og var valinn besti bakvörður sænsku úrvalsdeildarinnar auk þess að vera stoðsendingakóngur hennar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.