Handbolti

Kría einum sigri frá sæti í Olísdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kría vann öruggann sjö marka sigur gegn Víking í fyrsta leik liðanna um sæti í Olísdeildinni næsta vetur. Vinna þarf tvo leiki til að sigra einvígið.
Kría vann öruggann sjö marka sigur gegn Víking í fyrsta leik liðanna um sæti í Olísdeildinni næsta vetur. Vinna þarf tvo leiki til að sigra einvígið. Mynd/Kría Handbolti

Víkingur tók á móti Kríu í fyrsta leik liðanna í umspili um laust sæti í Olísdeild karla næsta haust. Gestirnir voru ívið sterkari aðilinn í leiknum og unnu að lokum sjö marka sigur, 32-25.

Daði Laxdal Gautason var markahæsti maður vallarins í dag með níu mörk fyrir gestina. Guðjón Ágústsson og Hjalti Már Hjaltason voru atkvæðamestir í liði Víkinga með fjögur mörk hvor.

Vinna þarf tvo leiki til að sigra einvígið, en liðin mætast öðru sinni á þriðjudaginn í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Kría getur því tryggt sæti sitt í Olísdeildinni á heimavelli, en Víkingar eru með bakið upp við vegg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×