Körfubolti

Varnarleikur AkureyrarÞórs ekki í neinum takti við tilefnið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórsarar frá Akureyri eru komnir í sumarfrí.
Þórsarar frá Akureyri eru komnir í sumarfrí. vísir/bára

Mikill munur var á varnarleik Þórsliðanna í leiknum á Akureyri í gær. Á meðan Adomas Drungilas bætti vörn ÞorlákshafnarÞórsara til muna var vörn AkureyrarÞórsara eins og vængjahurð.

Þór Þ. tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deildarinnar með öruggum sigri á Þór Ak., 66-98, í gær. Þorlákshafnarbúar unnu einvígið, 3-1.

Kjartan Atli Kjartansson fór yfir leikinn með Benedikt Guðmundssyni og Kristni Friðrikssyni í Domino's Körfuboltakvöldi í gær, meðal annars yfir þau áhrif sem Drungilas hafði á vörn gestanna. Drungilas var í banni í fyrstu þremur leikjunum í einvíginu.

„Þeir spiluðu flotta vörn í þessum leik. Þórsarar frá Akureyri fengu ekkert auðvelt og Drungilas varði hringinn og truflaði skot. Hann reyndi ekkert að verja skot upp í fimmtu sætaröð í stúkunni en truflaði þau og gerði þetta erfiðara og það var nóg til þess að heimamenn hittu ekki neitt,“ sagði Benedikt.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Munurinn á varnarleik Þórsliðanna

Vörn heimamanna var ekki jafn sterk og gestirnir áttu greiða leið upp að körfu þeirra.

„Þeir gerðu bara það sem þeir vildu og gestirnir hegðuðu sér nákvæmlega eins og þeir vildu,“ sagði Kristinn. „Þetta var skelfilegt og ekki í neinum takti við tilefnið sem þessi leikur var.“


Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.