WFP freistar þess að afstýra hungursneyð í Jemen Heimsljós 25. maí 2021 11:27 WFP/Annabel Symington Tæplega fimmtíu þúsund íbúar Jemen búa nú þegar við aðstæður sem eru sambærilegar þeim sem skilgreindar eru sem hungursneyð. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur á síðustu dögum aukið matvælaaðstoð til fólks á svæðum í Jemen þar sem ástandið er verst í þeirri viðleitni að afstýra yfirvofandi hungursneyð. „Stigvaxandi átök, efnahagslægð, hækkandi verð á matvælum og afleiðingar COVID-19 eru allt þættir sem síðustu misserin stuðla að fjölgun þeirra sem líða alvarlegan matarskort,“ segir Laurent Bukera umdæmisstjóri WFP í Jemen. Tæplega fimmtíu þúsund íbúar Jemen búa nú þegar við aðstæður sem eru sambærilegar þeim sem skilgreindar eru sem hungursneyð. Fimm milljónir annarra íbúa eru í bráðri hættu. Barn deyr á tíu mínútna fresti af læknanlegum sjúkdómum eins og niðurgangspestum, vannæringu og sýkingum í öndunarvegi. Talið er að um helmingur allra barna yngri en fimm ára í Jemen – 2,3 milljónir barna – glími við bráða vannæringu á þessu ári. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur síðustu tvo mánuði aukið matvælaaðstoð til tæplega sex milljóna íbúa Jemen á níu svæðum þar sem flestir svelta en alls styður WFP við 12,9 milljónir íbúa þessa stríðshrjáða lands. Stofnuninni eru hins vegar fjárhagsleg takmörk sett og telur óvíst að geta haldið út lífsbjargandi stuðningi út árið. Samkvæmt frétt WFP þarf stofnunin að minnsta kosti 1,9 milljarða bandarískra dala á þessu ári til að koma í veg fyrir hungursneyð í Jemen. WFP er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. Höfuðstöðvar hennar eru í Róm en stofnunin starfar auk þess með svæða- og landaskrifstofur í 83 löndum. Auk kjarnaframlaga til WFP frá íslenskum stjórnvöldum svarar Ísland einnig neyðarköllum frá stofnuninni eftir föngum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur á síðustu dögum aukið matvælaaðstoð til fólks á svæðum í Jemen þar sem ástandið er verst í þeirri viðleitni að afstýra yfirvofandi hungursneyð. „Stigvaxandi átök, efnahagslægð, hækkandi verð á matvælum og afleiðingar COVID-19 eru allt þættir sem síðustu misserin stuðla að fjölgun þeirra sem líða alvarlegan matarskort,“ segir Laurent Bukera umdæmisstjóri WFP í Jemen. Tæplega fimmtíu þúsund íbúar Jemen búa nú þegar við aðstæður sem eru sambærilegar þeim sem skilgreindar eru sem hungursneyð. Fimm milljónir annarra íbúa eru í bráðri hættu. Barn deyr á tíu mínútna fresti af læknanlegum sjúkdómum eins og niðurgangspestum, vannæringu og sýkingum í öndunarvegi. Talið er að um helmingur allra barna yngri en fimm ára í Jemen – 2,3 milljónir barna – glími við bráða vannæringu á þessu ári. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur síðustu tvo mánuði aukið matvælaaðstoð til tæplega sex milljóna íbúa Jemen á níu svæðum þar sem flestir svelta en alls styður WFP við 12,9 milljónir íbúa þessa stríðshrjáða lands. Stofnuninni eru hins vegar fjárhagsleg takmörk sett og telur óvíst að geta haldið út lífsbjargandi stuðningi út árið. Samkvæmt frétt WFP þarf stofnunin að minnsta kosti 1,9 milljarða bandarískra dala á þessu ári til að koma í veg fyrir hungursneyð í Jemen. WFP er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. Höfuðstöðvar hennar eru í Róm en stofnunin starfar auk þess með svæða- og landaskrifstofur í 83 löndum. Auk kjarnaframlaga til WFP frá íslenskum stjórnvöldum svarar Ísland einnig neyðarköllum frá stofnuninni eftir föngum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent