Við hvað geta allir unnið? eða Hvar nýtist allt nám? Anna Sif Jónsdóttir skrifar 25. maí 2021 11:30 Það er áhugavert að velta fyrir sér hvernig nám og reynsla nýtist á mismunandi máta. Sum störf eru þannig að þú þarft að klára ákveðið nám til að geta sinnt starfinu, ég væri til dæmis ekki til í að fara til tannlæknis sem hefði klárað bókmenntafræðina! Önnur störf eru hins vegar þess eðlis að margs konar nám nýtist í starfinu og í sumum störfum er fjölbreyttur bakgrunnur mikill kostur. Innan einnar starfsstéttar má finna fólk sem menntað er sem verkfræðingar, stjórnmálafræðingar, viðskiptafræðingar og tölvunarfræðingar auk þess sem lögfræðimenntað fólk vinnur innan starfstéttarinnar. Ýmiss konar annað nám nýtist einnig innan starfsstéttarinnar, háskólanám í japönsku og sagnfræði getur komið sér vel auk kerfisstjóranáms, sálfræðináms og náms í alþjóðasamskiptum. Margir innan stéttarinnar hafa ekki látið sér grunnnám í háskóla nægja heldur einnig nælt sér í mastersgráður ýmiss konar. Nokkrir hafa lokið mastersnámi í stjórnsýslufræði og einhverjir verkefnastjórnun auk þess sem margir hafa klárað viðskiptatengt mastersnám, til dæmis í fjárfestingastjórnun, alþjóðaviðskiptum, fjármálum auk MBA náms. Í stéttinni má líka finna einstakling með mastersnám í stjórnun og rekstri félagasamtaka. Nú eru örugglega flestir komnir með þetta á hreint, ég hlýt að vera að fjalla um kennarastéttina enda getur kennsla verið á mörgum skólastigum og tengist, eðli málsins samkvæmt, öllum fögum. Svo er hins vegar ekki, þessi stétt er mun fámennari en fagfélag hennar telur innan við 100 manns. Auk breiðs grunns í námi hafa margir innan stéttarinnar náð sér í alls konar vottanir, löggildingar og faggildingar. Innan stéttarinnar má finna verðbréfamiðlara, viðurkennda stjórnarmenn, verkefnastjórnunargráður auk þess sem finna má löggilta (þó ekki löggilda) endurskoðendur innan stéttarinnar. Að því er ég best veit er ekki löggiltur skjalaþýðandi innan stéttarinnar en það hreinlega hlýtur að standa til bóta. Nám er eitt og reynsla er annað, innan stéttarinnar er greinilega fjölbreyttur hópur með alls konar nám að baki en nú er spurning hvaða reynslu þessi hópur hefur, hvað ætli fólkið í þessari stétt hafi verið að gera í sínum fyrri störfum? Í ljós hefur komið að fyrri störf þessarar stéttar eru ansi fjölbreytt, starf í utanríkisþjónustu, hjá olíufélagi og flugfélagi eru á blaði og einnig störf hjá eftirlitsgeirum eins og fjármálaeftirliti, tölvuendurskoðun, á endurskoðunarstofu auk starfa við hulduheimsóknir í þjónustufyrirtæki. Verslunarstörf koma við sögu, tískuverslanir, vörukynningar í matvöruverslunum auk þess sem einn innan stéttar var verslunarstjóri í videóleigu þar sem VHS spólur runnu út á tvennutilboði. Ritstjórn og blaðamennska er í reynslubanka stéttarinnar auk lögfræðistarfa og, eins og í öllum góðum starfsstéttum, þá er reynsla frá geðdeild kostur. Það hafa ekki allar stéttir innan sinna vébanda aðila sem hefur verið framkvæmdastjóri Landsambands ungmennafélaga eða verið rannsóknamaður á Hafrannsóknastofnun en þessi reynsla er til staðar innan stéttarinnar. Við erum semsagt að tala um stétt þar sem saman er komið alls konar fólk með alls konar menntun og alls konar bakgrunn en þessi stétt er innri endurskoðendur. Þýðir það ekki að þessi stétt vinnur verkefni sín með mismunandi og alls konar hætti? Svo er ekki því vinnu innri endurskoðenda er settur rammi í hugmyndafræði og fagstöðlum. Þannig verða verkefni og vinnubrögð stéttarinnar samræmd auk þess sem margir sem vinna við innri endurskoðun hafa aflað sér alþjóðlegar faggildingar sem innri endurskoðendur. Á þennan máta eru gæði vinnu stéttarinnar tryggð í gegnum verklag sem allir innan stéttar tileinka sér. Stéttin er einnig ein af fáum fagstéttum sem þarf að sinna endurmenntun árlega svo innri endurskoðendur séu ávallt með á nótunum hvað varðar strauma og stefnur í faginu. Innri endurskoðunardagurinn verður haldinn þann 28. apríl næstkomandi. Dagurinn verður haldinn í formi fjarráðstefnu vegna gildandi samkomutakmarkanna. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og skráningarform má finna á vefsíðu Félags Innri endurskoðenda www.fie.is. Höfundur er innri endurskoðandi Kviku banka, er með BA próf í sagnfræði, cand oecon í viðskiptafræði, löggiltur endurskoðandi og með próf í verðbréfamiðlun. Áframhaldandi nám er á döfinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að velta fyrir sér hvernig nám og reynsla nýtist á mismunandi máta. Sum störf eru þannig að þú þarft að klára ákveðið nám til að geta sinnt starfinu, ég væri til dæmis ekki til í að fara til tannlæknis sem hefði klárað bókmenntafræðina! Önnur störf eru hins vegar þess eðlis að margs konar nám nýtist í starfinu og í sumum störfum er fjölbreyttur bakgrunnur mikill kostur. Innan einnar starfsstéttar má finna fólk sem menntað er sem verkfræðingar, stjórnmálafræðingar, viðskiptafræðingar og tölvunarfræðingar auk þess sem lögfræðimenntað fólk vinnur innan starfstéttarinnar. Ýmiss konar annað nám nýtist einnig innan starfsstéttarinnar, háskólanám í japönsku og sagnfræði getur komið sér vel auk kerfisstjóranáms, sálfræðináms og náms í alþjóðasamskiptum. Margir innan stéttarinnar hafa ekki látið sér grunnnám í háskóla nægja heldur einnig nælt sér í mastersgráður ýmiss konar. Nokkrir hafa lokið mastersnámi í stjórnsýslufræði og einhverjir verkefnastjórnun auk þess sem margir hafa klárað viðskiptatengt mastersnám, til dæmis í fjárfestingastjórnun, alþjóðaviðskiptum, fjármálum auk MBA náms. Í stéttinni má líka finna einstakling með mastersnám í stjórnun og rekstri félagasamtaka. Nú eru örugglega flestir komnir með þetta á hreint, ég hlýt að vera að fjalla um kennarastéttina enda getur kennsla verið á mörgum skólastigum og tengist, eðli málsins samkvæmt, öllum fögum. Svo er hins vegar ekki, þessi stétt er mun fámennari en fagfélag hennar telur innan við 100 manns. Auk breiðs grunns í námi hafa margir innan stéttarinnar náð sér í alls konar vottanir, löggildingar og faggildingar. Innan stéttarinnar má finna verðbréfamiðlara, viðurkennda stjórnarmenn, verkefnastjórnunargráður auk þess sem finna má löggilta (þó ekki löggilda) endurskoðendur innan stéttarinnar. Að því er ég best veit er ekki löggiltur skjalaþýðandi innan stéttarinnar en það hreinlega hlýtur að standa til bóta. Nám er eitt og reynsla er annað, innan stéttarinnar er greinilega fjölbreyttur hópur með alls konar nám að baki en nú er spurning hvaða reynslu þessi hópur hefur, hvað ætli fólkið í þessari stétt hafi verið að gera í sínum fyrri störfum? Í ljós hefur komið að fyrri störf þessarar stéttar eru ansi fjölbreytt, starf í utanríkisþjónustu, hjá olíufélagi og flugfélagi eru á blaði og einnig störf hjá eftirlitsgeirum eins og fjármálaeftirliti, tölvuendurskoðun, á endurskoðunarstofu auk starfa við hulduheimsóknir í þjónustufyrirtæki. Verslunarstörf koma við sögu, tískuverslanir, vörukynningar í matvöruverslunum auk þess sem einn innan stéttar var verslunarstjóri í videóleigu þar sem VHS spólur runnu út á tvennutilboði. Ritstjórn og blaðamennska er í reynslubanka stéttarinnar auk lögfræðistarfa og, eins og í öllum góðum starfsstéttum, þá er reynsla frá geðdeild kostur. Það hafa ekki allar stéttir innan sinna vébanda aðila sem hefur verið framkvæmdastjóri Landsambands ungmennafélaga eða verið rannsóknamaður á Hafrannsóknastofnun en þessi reynsla er til staðar innan stéttarinnar. Við erum semsagt að tala um stétt þar sem saman er komið alls konar fólk með alls konar menntun og alls konar bakgrunn en þessi stétt er innri endurskoðendur. Þýðir það ekki að þessi stétt vinnur verkefni sín með mismunandi og alls konar hætti? Svo er ekki því vinnu innri endurskoðenda er settur rammi í hugmyndafræði og fagstöðlum. Þannig verða verkefni og vinnubrögð stéttarinnar samræmd auk þess sem margir sem vinna við innri endurskoðun hafa aflað sér alþjóðlegar faggildingar sem innri endurskoðendur. Á þennan máta eru gæði vinnu stéttarinnar tryggð í gegnum verklag sem allir innan stéttar tileinka sér. Stéttin er einnig ein af fáum fagstéttum sem þarf að sinna endurmenntun árlega svo innri endurskoðendur séu ávallt með á nótunum hvað varðar strauma og stefnur í faginu. Innri endurskoðunardagurinn verður haldinn þann 28. apríl næstkomandi. Dagurinn verður haldinn í formi fjarráðstefnu vegna gildandi samkomutakmarkanna. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og skráningarform má finna á vefsíðu Félags Innri endurskoðenda www.fie.is. Höfundur er innri endurskoðandi Kviku banka, er með BA próf í sagnfræði, cand oecon í viðskiptafræði, löggiltur endurskoðandi og með próf í verðbréfamiðlun. Áframhaldandi nám er á döfinni.
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun