Þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. maí 2021 18:00 Halldór Jóhann var ekki sáttur með sína menn í dag. Vísir/Bára Dröfn Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfyssinga var gríðarlega ósáttur við spilamennsku sinna manna þegar liðið tók á móti Haukum í Olísdeild karla í dag. Lokatölur 24-35 í mikilvægum leik fyrir hans menn sem eru í harðri baráttu um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Við vorum bara virkilega slakir í dag, það verður bara að viðurkennast,“ sagði Halldór eftir leikinn. „Það er ekki hægt að segja að við verðum eftir þennan leik á fimmtudaginn. Við getum ekki skýlt okkur á bakvið það.“ „Þetta var bara mjög slakt í raun og veru alveg frá byrjun. Jú, jú, við jöfnum í 3-3 og eitthvað þarna eftir tíu mínútur en svo mjatla Haukarnir bara á sínum 16 leikmönnum og við vorum með mjög unga stráka í dag sem stóðu sig reyndar frábærlega þegar þeir komu inn á.“ „En þetta var bara erfitt og við höfðum ekki gæðin í dag til þess að ýta meira við Haukunum, það verðu bara að segjast alveg eins og er.“ Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en Haukarnir tóku öll völd eftir það. Halldór segir að slæm skotnýting og of margir tapaðir boltar séu ástæða þess að sínir menn gátu ekki hangið lengur í gestunum. „Við erum bara með í kringum 40% skotnýtingu í leiknum, það er bara það sem fer með okkar leik. Það og allt of margir einfaldir tapaðir boltar í hendurnar á þeim sem þeir eru ekki að gera hinumegin. Það er stóri munurinn.“ „Við missum svolítið kjarkinn í fyrri hálfleik og erum kannski að sækja meira til hliðana heldur en beint á. Það var svolítið eins og við hefðum ekki kjark til að fara almennilega í færin.“ Selfyssingar heimsækja Gróttu í seinasta leik tímabilsins á fimmtudaginn og Halldór segir að liðið þurfi að gera miklu betur þar ef þeir ætla sér að vinna þann leik. „Með þessari framistöðu þá skíttöpum við líka fyrir Gróttu, það er alveg ljóst. Við þurfum að spila miklu betri leik.“ „Við spiluðum mjög góðan leik á móti Fram fyrir ekkert svo löngu síðan og fínar 45 mínútur á móti Haukum í bikarnum um daginn.“ „En þessi leikur, þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli. Með þessum leik þá hefðum við tapað fyrir hvaða liði sem er í deildinni. Sennilega líka ÍR.“ „Ég er bara hrikalega ósáttur því að við höfðum auðvitað tækifæri til þess að sækjast eftir öðru sætinu og við vissum að Haukarnir myndu ekki spila á sínu sterkasta liði í dag. Þess vegna er ég mjög svekktur að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik. Vegna þess að með hagstæðum úrslitum annars staðar höfðum við tækifæri á að gera alvöru atlögu að öðru sæti. Við höfðum bara ekki kjark í það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 24-35 | Deildarmeistararnir keyrðu yfir Selfyssinga Haukar eru búnir að vinna níu leiki í röð í Olís-deild karla og eru nýbúnir að henda Selfossi út úr Coca Cola-bikarnum. 24. maí 2021 15:15 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Lokatölur 24-35 í mikilvægum leik fyrir hans menn sem eru í harðri baráttu um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Við vorum bara virkilega slakir í dag, það verður bara að viðurkennast,“ sagði Halldór eftir leikinn. „Það er ekki hægt að segja að við verðum eftir þennan leik á fimmtudaginn. Við getum ekki skýlt okkur á bakvið það.“ „Þetta var bara mjög slakt í raun og veru alveg frá byrjun. Jú, jú, við jöfnum í 3-3 og eitthvað þarna eftir tíu mínútur en svo mjatla Haukarnir bara á sínum 16 leikmönnum og við vorum með mjög unga stráka í dag sem stóðu sig reyndar frábærlega þegar þeir komu inn á.“ „En þetta var bara erfitt og við höfðum ekki gæðin í dag til þess að ýta meira við Haukunum, það verðu bara að segjast alveg eins og er.“ Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en Haukarnir tóku öll völd eftir það. Halldór segir að slæm skotnýting og of margir tapaðir boltar séu ástæða þess að sínir menn gátu ekki hangið lengur í gestunum. „Við erum bara með í kringum 40% skotnýtingu í leiknum, það er bara það sem fer með okkar leik. Það og allt of margir einfaldir tapaðir boltar í hendurnar á þeim sem þeir eru ekki að gera hinumegin. Það er stóri munurinn.“ „Við missum svolítið kjarkinn í fyrri hálfleik og erum kannski að sækja meira til hliðana heldur en beint á. Það var svolítið eins og við hefðum ekki kjark til að fara almennilega í færin.“ Selfyssingar heimsækja Gróttu í seinasta leik tímabilsins á fimmtudaginn og Halldór segir að liðið þurfi að gera miklu betur þar ef þeir ætla sér að vinna þann leik. „Með þessari framistöðu þá skíttöpum við líka fyrir Gróttu, það er alveg ljóst. Við þurfum að spila miklu betri leik.“ „Við spiluðum mjög góðan leik á móti Fram fyrir ekkert svo löngu síðan og fínar 45 mínútur á móti Haukum í bikarnum um daginn.“ „En þessi leikur, þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli. Með þessum leik þá hefðum við tapað fyrir hvaða liði sem er í deildinni. Sennilega líka ÍR.“ „Ég er bara hrikalega ósáttur því að við höfðum auðvitað tækifæri til þess að sækjast eftir öðru sætinu og við vissum að Haukarnir myndu ekki spila á sínu sterkasta liði í dag. Þess vegna er ég mjög svekktur að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik. Vegna þess að með hagstæðum úrslitum annars staðar höfðum við tækifæri á að gera alvöru atlögu að öðru sæti. Við höfðum bara ekki kjark í það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 24-35 | Deildarmeistararnir keyrðu yfir Selfyssinga Haukar eru búnir að vinna níu leiki í röð í Olís-deild karla og eru nýbúnir að henda Selfossi út úr Coca Cola-bikarnum. 24. maí 2021 15:15 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Haukar 24-35 | Deildarmeistararnir keyrðu yfir Selfyssinga Haukar eru búnir að vinna níu leiki í röð í Olís-deild karla og eru nýbúnir að henda Selfossi út úr Coca Cola-bikarnum. 24. maí 2021 15:15