Rafíþróttir

Fyrsta tap RNG á MSI og mikilvægur fyrsti sigur Cloud9

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
PSG Talon varð í dag fyrsta liðið til að vinna RNG á MSI 2021.
PSG Talon varð í dag fyrsta liðið til að vinna RNG á MSI 2021. Colin Young-Wolff/Riot Games, Inc. via Getty Images

Cloud9 náði loksins í sinn fyrsta sigur í milliriðli MSI þegar þeir mættu Pentanet.GG í uppgjöri botnliðanna. PSG Talon tókst það sem engum öðrum hefur tekist á MSI þegar þeir unnu RNG.

Cloud9 og Pentanet.GG mættust í fyrsta leik dagsins, og þó að bæði lið væru án sigurs bjuggust flestir við sigri Cloud9.

Pentanet.GG byrjaði leikinn ágætlega, en fljótt kom í ljós að Cloud9 myndi loksins vinna sinn fyrsta sigur í milliriðli MSI. Að lokum kláruðu þeir leikinn nokkuð örugglega eftir 25 mínútna leik.

Í öðrum leik dagsins mættust taplausir RNG og PSG Talon. Þeir síðarnefndu mættu af miklum krafti til leiks og sýndu RNG enga virðingu.

PSG Talon náði góðu forskoti snemma leiks og gerðu vel í að halda því. Flestir héldu að RNG myndu snúa leiknum sér í hag, en snjóbolti PSG Talon hélt áfram að rúlla og stækka.

Eftir 27 mínnútur af League of Legends varð PSG Talon fyrsta liðið til að fagna sigri gegn kínversku risunum í RNG.

Þriðji leikur dagsins var viðureign MAD Lions og DWG KIA. Mikil eftirvænting hafði verið fyrir þessum leik, en þetta varð einn rólegasti leikur mótsins hingað til.

DWG KIA spilaði sinn leik vel og byggðu upp gott forskot hægt og bítandi. Þegar forskotið var orðið nægilega mikið tóku þeir í gikkinn og kláruðu leikinn eftir rúmlega hálftíma leik.

Það er í rauninni lítið sem hægt er að segja um fjórða leik dagsins. RNG mætti þá neðsta liði riðilsins og átti ekki í neinum vandræðum með að valta yfir þá á 18 mínútum, sem er stysti leikur mótsins hingað til.

Cloud9 og DWG KIA mættust í næst seinasta leik dagsins þar sem DWG KIA gat tryggt sig áfram í undanúrslitin með sigri ásamt RNG. Cloud9 stal sigri af þeim í riðlakeppninni og þurfti virkilega á öðrum sigri að halda.

DWG KIA voru með ágæta stjórn á leiknum, en Cloud9 voru þó aldrei langt undan. Eftir rúmlega hálftíma leik virtust Cloud9 ætla að snúa leiknum sér í hag. Það gekk þó ekki eftir og DWG KIA tryggði sæti sitt í undanúrslitum.

Í lokaleik dagsins mættust MAD Lions og PSG Talon í baráttunni um þriðja sæti riðilsins, en bæði lið höfðu þrjá sigra og tvö töp fyrir leikinn.

Leikurinn var fjörugur frá upphafi, en það voru liðsmenn PSG Talon sem tóku forystuna snemma. Þeir litu aldrei um öxl og unnu að lokum öruggan sigur eftir rúmlega 25 mínútna leik.

Næst seinasti dagur milliriðilsins fer fram á morgun og verður sem fyrr hægt að fylgjast með honum á Stöð 2 eSport frá klukkan 12:30.


Tengdar fréttir

Cloud9 í erfiðri stöðu eftir annan dag milliriðilsins á MSI

Cloud9 tapaði báðum leikjunum sínum á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag og eru enn án sigurs í milliriðlinum. RNG heldur sigrugöngu sinni áfram og eru ósigraðir í öllum 12 leikjum sínum.

RNG enn ósigraðir á MSI

Fyrsti dagur milliriðilsins fór fram á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. RNG sigraði báða leiki sína, og eru því ósigraðir í tíu leikjum.

RNG taplausir og í fyrsta skipti sem ástralskt lið fer upp úr riðli á alþjóðlegu móti

Það var nóg um að vera á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll um helgina. Keppni í A-riðli er lokið, en Royal Never Give Up, eða RNG, kláruðu sinn riðil með átta sigrum í jafn mörgum leikjum. Með þeim upp úr riðlinum fara Pentanet.GG, en þetta er í fyrsta sinn sem ástralskt lið kemst áfram á alþjóðlegu móti.

Allt eftir bókinni á fyrsta degi MSI

Það urðu engin óvænt úrslit þegar Mid Season Invitational í League of Legends fór af stað í Laugardalshöllinni í dag. Ríkjandi heimsmeistarar opnuðu mótið með sannfærandi sigri gegn fulltrúum LCS, Cloud 9.

MSI hefst á morgun: Heimsmeistararnir ríða á vaðið

MSI, eða Mid Season Invitational mótið í League of Legends hefst á morgun, en mótið er haldið í Laugardalshöll hér í Reykjavík. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið og hingað til lands eru mætt nokkur af bestu liðum heims.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.