Körfubolti

Fyrsti leikur í úrslitakeppni í Dalhúsum í meira en fimmtán ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonum tókst að halda Ariel Hearn í aðeins fjórum stigum í fyrsta leiknum en hún skorað tæp 26 stig í leik í deildarkeppninni. Ariel Hearn klikkaði á 7 af 9 skotum sínum og tapaði að auki 8 boltum.
Valskonum tókst að halda Ariel Hearn í aðeins fjórum stigum í fyrsta leiknum en hún skorað tæp 26 stig í leik í deildarkeppninni. Ariel Hearn klikkaði á 7 af 9 skotum sínum og tapaði að auki 8 boltum. Vísir/Elín Björg

Fjölniskonur taka í kvöld á móti deildarmeisturum Vals í Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna í körfubolta.

Nýliðar Fjölnis komu félaginu í úrslitakeppni kvenna í fyrsta sinn á dögunum og leikurinn í kvöld verður fyrsti heimaleikur kvennaliðs félagsins í úrslitakeppni.

Valur vann fyrsta leikinn sannfærandi en Fjölniskonur ætla væntanlega að gera mun betur í kvöld nú þegar mesti skrekkurinn er farinn úr þeim. Fjölnir vann einmitt Val í þessu húsi í byrjun tímabilsins.

Það er líka orðið mjög langt síðan að leikur í úrslitakeppni fór fram í Dalhúsum því karlaliðið var síðast í úrslitakeppninni vorið 2006.

Leikurinn í kvöld er því fyrsti leikurinn í úrslitakeppni í Dalhúsum í meira en fimmtán ár eða síðan 18. mars 2006.

Karlalið Fjölnis tapaði þá 84-87 á móti Keflavík sem hafði þá unnið Íslandsmeistaratitilinn þrjú ár í röð. Í liði Fjölnis í þessum leik voru meðal annars Hjalti Þór Vilhjálmsson (þjálfari Keflavíkur), Hörður Axel Vilhjálmsson (fyrirliði Keflavíkur) og Lárus Jónsson (þjálfari Þórs í Þorlákshöfn).

Báðir leikirnir verða sýndir beint og þá verður Domino´s Körfuboltakvöld sýnt strax á eftir.

Útsending frá leik Fjölnis og Vals hefst klukkan 18.20 á Stöð 2 Sport 4 en leikur Keflavíkur og Hauka verður sýndur frá klukkan 20.25 á sömu Stöð. Domino´s Körfuboltakvöld hefst síðan klukkan 22.30 á Stöð 2 Sport.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.