Viðskipti innlent

Björn Þorfinnsson nýr ritstjóri DV

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björn Þorfinnsson er nýr ritstjóri DV.
Björn Þorfinnsson er nýr ritstjóri DV.

Björn Þorfinnsson hefur verið ráðinn ritstjóri DV. Hann tekur við starfinu af Tobbu Marinós sem lét nýlega af störfum.

Greint er frá ráðningunni á vef DV þar sem Björn segist hlakka til verkefnisins. Hann hafi alist upp sem blaðamaður á DV og hlakki til að móta stefnu og ásýnd DV til framtíðar.

„Mitt helsta markmið að freista þess að styrkja fréttahluta miðilsins enn frekar og bjóða lesendum upp á góða blöndu af fréttum og afþreyingarefni,“ segir Björn.

Björn er á meðal færustu skákmanna landsins. Hann var á meðal þeirra tíu sem kepptu á Íslandsmótinu í skák á dögunum og skrifaði samhliða því pistla á fróðlegum en skemmtilegum nótum á Vísi.

Björn hætti sem blaðamaður á Fréttablaðinu í upphafi árs en snýr nú aftur undir hatt Torgs sem gefur út Fréttablaðið, DV og Hringbraut.


Tengdar fréttir

Tobba Marínós hættir sem ritstjóri DV

Tobba Marínósdóttir er hætt sem ritstjóri DV. Hún greindi samstarfsfólki sínu hjá Torgi frá því upp úr hádegi í dag. Hringbraut greinir frá. Hún ætlar að snúa sér alfarið að matvælarekstri með móður sinni.

Gera tíma­bundið hlé á prent­út­gáfu DV

Ákveðið hefur verið að gera tímabundið hlé á prentútgáfu DV. Ástæðan er sögð vera áhrif heimsfaraldursins á auglýsingasölu og hvernig hann hafi hamlað útgáfu með ýmsum hætti.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×