Viðskipti innlent

Tobba Marínós hættir sem ritstjóri DV

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tobba Marinós lýkur störfum á næstunni hjá DV en þá mun hún hafa gegnt ritstjórastarfinu í rúmt ár.
Tobba Marinós lýkur störfum á næstunni hjá DV en þá mun hún hafa gegnt ritstjórastarfinu í rúmt ár.

Tobba Marínósdóttir er hætt sem ritstjóri DV. Hún greindi samstarfsfólki sínu hjá Torgi frá því upp úr hádegi í dag. Hringbraut greinir frá. Hún ætlar að snúa sér alfarið að matvælarekstri með móður sinni.

Tobba var ráðin ritstjóri DV fyrir tæpu ári en hún tók við starfinu af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur.

„Það ár er búið að vera ótrúlega skemmtilegt eins og þið hafið líklega heyrt á hlátursköstunum. Ritstjórnarstarfið er krefjandi starf en um leið svo gefandi og ekki síst vegna þess hve mikið af hæfileikaríku og metnaðarfullu starfsfólki starfar hjá DV og hjá Torgi öllu,“ segir Tobba í bréfinu sem Hringbraut vísar til.

Tobba hefur undanfarin ár framleitt granóla án viðbætts sykurs og hefur undir merkjum Náttúrulega gott handgert granóla.

„Nú er svo komið að ég get ekki lengur sinnt því aðeins á kvöldin. Ég mun hella mér alfarið út í rekstur á Náttúrulega Gott og Granólabarnum sem opnar vonandi í næsta mánuði,“ segir hún meðal annars.

Hún verður þó á ritstjórninni næstu vikur áður en hún hverfur á braut.

Tobba var gestur Stefáns Árna Pálssonar í Einkalífinu í fyrra.


Tengdar fréttir

Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“

Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn.

Tobba Marinós nýr ritstjóri DV

Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, hefur verið ráðinn ritstjóri DV og DV.is. Hún tekur við starfinu af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem lét af störfum í gær.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×