Viðskipti innlent

Gera tíma­bundið hlé á prent­út­gáfu DV

Atli Ísleifsson skrifar
Á vef DV segir að aukinn kraftur verði settur í vefútgáfuna.
Á vef DV segir að aukinn kraftur verði settur í vefútgáfuna. Vísir/Vilhelm

Ákveðið hefur verið að gera tímabundið hlé á prentútgáfu DV. Ástæðan er sögð vera áhrif heimsfaraldursins á auglýsingasölu og hvernig hann hafi hamlað útgáfu með ýmsum hætti.

Greint er frá þessu á dv.is. Þar segir ennfremur að á meðan útgáfuhléinu standi verði settur aukinn kraftur í vefútgáfu dv.is.

Tobba Marinósdóttir, ritstjóri DV, sagði starfi sínu lausu í lok febrúarmánaðar, en hún sagðist þá ætla að snúa sér alfarið að matvælarekstri með móður sinni. Nú segir að hún muni strarfa áfram hjá Torgi og muni fylgja fyrirhuguðum breytingum úr hlaði og tryggja að aukinn krafur verði settur í DV.is.

Tobba var ráðin ritstjóri DV fyrir tæpu ári en hún tók við starfinu af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur.


Tengdar fréttir

Tobba Marínós hættir sem ritstjóri DV

Tobba Marínósdóttir er hætt sem ritstjóri DV. Hún greindi samstarfsfólki sínu hjá Torgi frá því upp úr hádegi í dag. Hringbraut greinir frá. Hún ætlar að snúa sér alfarið að matvælarekstri með móður sinni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×