Ótímabært að fagna árangri í loftslagsmálum - Loftslagsstefna ríkisstjórnarinnar dugir ekki Auður Önnu Magnúsdóttir, Árni Finnsson og Tinna Hallgrímsdóttir skrifa 12. maí 2021 08:30 Opið bréf frá forsvarsfólki þriggja náttúruverndarsamtaka til: Forsætisráðherra, Katrínar JakobsdóttirUmhverfis- og auðlindaráðherra Guðmundar Inga GuðbrandssonarFjármála- og efnahagsráðherra, Bjarna BenediktssonarSamgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar Tvö prósent samdráttur varð í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands milli áranna 2018 og 2019. Þetta er löngu tímabær breyting frá sífelldum vexti í losun undanfarin ár og áratugi. Því miður er ljóst að þessi samdráttur er að litlu leyti árangur markvissra aðgerða stjórnvalda, heldur fyrst og fremst vegna fækkunar ferðamanna og minni fiskveiða. Sú grundvallarbreyting sem kallað hefur verið eftir lætur því bíða eftir sér. Ef ekki verður gagnger breyting á er ólíklegt að þessi, þó jákvæða, þróun á árinu 2019 verði varanleg. Við teljum því fullyrðingu forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar um að ,,kyrrstaðan hafi verið rofin” algjörlega ótímabæra. Stjórnvöld verða að grípa til skilvirkari aðgerða en fram til þessa. Ekki einungis til að viðhalda samdrætti, heldur líka til að auka samdrátt. Til þess að ná markmiði Parísarsáttmálans um að takmarka hlýnun Jarðar við 1,5°C þarf heimslosun að helmingast fyrir árið 2030. Íslendingar eru rík þjóð og hefur því bæði getu og ber siðferðislega skyldu til að taka á sig aukna ábyrgð. Stjórnvöld hafa sent frá sér óljós skilaboð um að ný markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda miðist við 55% samdrátt, í samfloti við aðildarríki ESB og Noreg, fyrir árið 2030. Samtökin krefjast þess að Ísland setji sér og lögfesti sjálfstætt, metnaðarfullt markmið líkt og önnur Norðurlönd hafa gert. Einnig þarf að setja magnbundna og tímasetta stefnu og aðgerðaáætlun um hvernig er hægt að ná því fyrir árið 2030. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað lýst því yfir að neyðarástand ríki í heiminum vegna loftslagsbreytinga og vegna eyðingar vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni, hinni raunverulegu undirstöðu lífs á Jörðinni. Löngu tímabært er að Ísland lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bregðist við í samræmi við það. Stjórnvöldum ber að tryggja viðunandi upplýsingamiðlun varðandi frammistöðu Íslands í loftslagsmálum og gagnsæi um ákvarðanatöku og markmið í málaflokknum. Samtökin krefjast þess að ríkisstjórnin leggi minni áherslu á að hampa eigin ágæti og meiri á að tryggja lýðræðislegt aðhald og þátttöku. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri LandverndarÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka ÍslandsTinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Árni Finnsson Auður Önnu Magnúsdóttir Tinna Hallgrímsdóttir Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Opið bréf frá forsvarsfólki þriggja náttúruverndarsamtaka til: Forsætisráðherra, Katrínar JakobsdóttirUmhverfis- og auðlindaráðherra Guðmundar Inga GuðbrandssonarFjármála- og efnahagsráðherra, Bjarna BenediktssonarSamgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar Tvö prósent samdráttur varð í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands milli áranna 2018 og 2019. Þetta er löngu tímabær breyting frá sífelldum vexti í losun undanfarin ár og áratugi. Því miður er ljóst að þessi samdráttur er að litlu leyti árangur markvissra aðgerða stjórnvalda, heldur fyrst og fremst vegna fækkunar ferðamanna og minni fiskveiða. Sú grundvallarbreyting sem kallað hefur verið eftir lætur því bíða eftir sér. Ef ekki verður gagnger breyting á er ólíklegt að þessi, þó jákvæða, þróun á árinu 2019 verði varanleg. Við teljum því fullyrðingu forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar um að ,,kyrrstaðan hafi verið rofin” algjörlega ótímabæra. Stjórnvöld verða að grípa til skilvirkari aðgerða en fram til þessa. Ekki einungis til að viðhalda samdrætti, heldur líka til að auka samdrátt. Til þess að ná markmiði Parísarsáttmálans um að takmarka hlýnun Jarðar við 1,5°C þarf heimslosun að helmingast fyrir árið 2030. Íslendingar eru rík þjóð og hefur því bæði getu og ber siðferðislega skyldu til að taka á sig aukna ábyrgð. Stjórnvöld hafa sent frá sér óljós skilaboð um að ný markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda miðist við 55% samdrátt, í samfloti við aðildarríki ESB og Noreg, fyrir árið 2030. Samtökin krefjast þess að Ísland setji sér og lögfesti sjálfstætt, metnaðarfullt markmið líkt og önnur Norðurlönd hafa gert. Einnig þarf að setja magnbundna og tímasetta stefnu og aðgerðaáætlun um hvernig er hægt að ná því fyrir árið 2030. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað lýst því yfir að neyðarástand ríki í heiminum vegna loftslagsbreytinga og vegna eyðingar vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni, hinni raunverulegu undirstöðu lífs á Jörðinni. Löngu tímabært er að Ísland lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bregðist við í samræmi við það. Stjórnvöldum ber að tryggja viðunandi upplýsingamiðlun varðandi frammistöðu Íslands í loftslagsmálum og gagnsæi um ákvarðanatöku og markmið í málaflokknum. Samtökin krefjast þess að ríkisstjórnin leggi minni áherslu á að hampa eigin ágæti og meiri á að tryggja lýðræðislegt aðhald og þátttöku. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri LandverndarÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka ÍslandsTinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun