Nei, ráðherra Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifa 12. maí 2021 08:00 Með hverjum deginum verður erfiðara að vinda ofan af afleiðingum ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að flytja rannsóknir leghálssýna til Danmerkur. Það verður erfiðara hvað varðar tækjabúnað, hvað varðar húsnæði og hvað varðar sérhæft starfsfólk. Í þessu máli hefur skort á samráð við þá aðila sem gátu komið með faglegar ráðleggingar og áttu að koma að málinu innan heilbrigðiskerfisins. Raunar virðist staðan í grunninn vera sú að flestir fagaðilar vildu færa rannsóknirnar á Landspítala en skoðun þeirra var algjörlega hunsuð. Þótt málið sé komið í ógöngur virðast stjórnvöld staðráðin í því að halda óbreyttri stefnu, þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem ætti að leiða til hinnar augljósu niðurstöðu: að bakka með málið. Allir þeir sérfræðingar sem komu fyrir velferðarnefnd Alþingis áttu það sameiginlegt að lýsa yfir áhyggjum af stöðu skimunar fyrir leghálskrabbameini. Áhyggjurnar snúast meðal annars um tíma, óvissu og óöryggi. Um samskiptaleysi og upplýsingaskort. Sérfræðingarnir hafa með öðrum orðum áhyggjur af heilbrigðisþjónustu sem varðar heilsu og velferð kvenna. Erfitt er að sjá hvernig þessi staða þjónar hagsmunum kvenna sem eiga að geta treyst því að þær njóti tryggrar heilbrigðisþjónustu. Vegna þessarar þungu gagnrýni lagði Viðreisn fram skýrslubeiðni á Alþingi ásamt 21 öðrum þingmanni. Markmiðið var að kynnt yrði skýrsla fyrir þinginu sem væri unnin af óháðum aðila um forsendur að baki þessari stefnu stjórnvalda um grundvallarheilbrigðisþjónustu kvenna og hvaða áhrif þessar breytingar hefðu. Nú þegar ljóst er að heilbrigðisráðherra ætlar ekki að kynna niðurstöður skýrslunnar fyrr en í blálok þingsins eða jafnvel eftir þinglok er um leið ljóst að nauðsynlegt samtal um málið mun ekki fara fram á Alþingi, fyrr en jafnvel í haust. Konur eiga ekki að gjalda fyrir þessar tafir. Stjórnvöld verða að viðurkenna mistökin og snúa til baka. Það er hið eina rétta í stöðunni. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Viðreisn Mest lesið Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Með hverjum deginum verður erfiðara að vinda ofan af afleiðingum ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að flytja rannsóknir leghálssýna til Danmerkur. Það verður erfiðara hvað varðar tækjabúnað, hvað varðar húsnæði og hvað varðar sérhæft starfsfólk. Í þessu máli hefur skort á samráð við þá aðila sem gátu komið með faglegar ráðleggingar og áttu að koma að málinu innan heilbrigðiskerfisins. Raunar virðist staðan í grunninn vera sú að flestir fagaðilar vildu færa rannsóknirnar á Landspítala en skoðun þeirra var algjörlega hunsuð. Þótt málið sé komið í ógöngur virðast stjórnvöld staðráðin í því að halda óbreyttri stefnu, þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem ætti að leiða til hinnar augljósu niðurstöðu: að bakka með málið. Allir þeir sérfræðingar sem komu fyrir velferðarnefnd Alþingis áttu það sameiginlegt að lýsa yfir áhyggjum af stöðu skimunar fyrir leghálskrabbameini. Áhyggjurnar snúast meðal annars um tíma, óvissu og óöryggi. Um samskiptaleysi og upplýsingaskort. Sérfræðingarnir hafa með öðrum orðum áhyggjur af heilbrigðisþjónustu sem varðar heilsu og velferð kvenna. Erfitt er að sjá hvernig þessi staða þjónar hagsmunum kvenna sem eiga að geta treyst því að þær njóti tryggrar heilbrigðisþjónustu. Vegna þessarar þungu gagnrýni lagði Viðreisn fram skýrslubeiðni á Alþingi ásamt 21 öðrum þingmanni. Markmiðið var að kynnt yrði skýrsla fyrir þinginu sem væri unnin af óháðum aðila um forsendur að baki þessari stefnu stjórnvalda um grundvallarheilbrigðisþjónustu kvenna og hvaða áhrif þessar breytingar hefðu. Nú þegar ljóst er að heilbrigðisráðherra ætlar ekki að kynna niðurstöður skýrslunnar fyrr en í blálok þingsins eða jafnvel eftir þinglok er um leið ljóst að nauðsynlegt samtal um málið mun ekki fara fram á Alþingi, fyrr en jafnvel í haust. Konur eiga ekki að gjalda fyrir þessar tafir. Stjórnvöld verða að viðurkenna mistökin og snúa til baka. Það er hið eina rétta í stöðunni. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun