Opið bréf til sveitarfélaga um framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum Björk Gunnarsdóttir og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir skrifa 11. maí 2021 13:00 Berist til sveitarstjórnar. Samtök grænkera á Íslandi sendu í desember síðastliðnum áskorun til sveitarfélaga landsins varðandi framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum. Undirtektir við henni voru dræmar og er það miður. Fjöldi grænkera á Íslandi fer sívaxandi, einkum á meðal fólks á barneignaaldri. Það má því ætla að sá hópur barna sem elst upp á grænkerafæði heima við fari hratt stækkandi. Þrátt fyrir þetta er enn erfitt fyrir mörg börn að fá grænkerafæði í leik- og grunnskólum landsins. Margir skólar fara til að mynda fram á læknisvottorð um að börnin þoli ekki dýraafurðir. Sumir foreldrar bregða á það ráð að fá vistun fyrir börn sín fjarri heimili sínu til þess að þau geti fengið grænkerafæði í skólanum. Aðrir foreldrar nesta börn sín alla daga og kallar það á gríðarlegt aukaálag af hálfu foreldra. Aukin eftirspurn eftir grænkerafæði kemur vel fram í tölum Skólamatar ehf. sem þjónustar marga leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum (1). Fyrirtækið hefur frá árinu 2017 boðið upp á grænkerarétt samhliða kjötrétti. Til að byrja með voru grænkeraréttir um 5% af heildarmat sem það sendi frá sér en hlutfallið var komið upp í 14% í byrjun árs 2021. Embætti landlæknis gaf nýverið út handbók fyrir grunnskólamötuneyti (2). Handbókin er ætluð þeim sem útbúa mat fyrir nemendur í grunnskólum eða hafa áhrif á hvaða matur er þar í boði. Þar kemur eftirfarandi fram: „Ef eingöngu er um grænkerafæði (e. vegan) að ræða þýðir það að allar vörur úr dýraríkinu eru útilokaðar, það er að segja kjöt, fiskur, skeldýr, fuglakjöt, egg, mjólk og mjólkurvörur. Skólinn ætti að koma til móts við þarfir barnanna þannig að þau geti fylgt sömu áherslum í sínu fæði og heima eins og kostur er.“ Samtök grænkera á Íslandi telja ólíðandi með öllu að einungis lítill hluti barna á Íslandi hafi val um grænkerarétt í skólum sínum. Við köllum eftir því að frá og með hausti 2021 verði hægt að velja um grænkerarétt samhliða kjötrétti í öllum leik- og grunnskólum landsins. F.h. Samtaka grænkera á Íslandi, Björk Gunnarsdóttir og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir Samtök grænkera á Íslandi standa nú fyrir söfnun á undirskriftum vegna þessa. Heimildir: Lovísa Arnardóttir. (2021, 9. janúar). Einn af sjö nemendum velur vegan skólamat. Sótt af https://www.frettabladid.is/frettir/einn-af-sjo-nemendum-velur-vegan-skolamat/ Embætti landlæknis. (2020). Handbók fyrir grunnskólamötuneyti (5. útgáfa) [bæklingur]. Reykjavík: Höfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Börn og uppeldi Vegan Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Berist til sveitarstjórnar. Samtök grænkera á Íslandi sendu í desember síðastliðnum áskorun til sveitarfélaga landsins varðandi framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum. Undirtektir við henni voru dræmar og er það miður. Fjöldi grænkera á Íslandi fer sívaxandi, einkum á meðal fólks á barneignaaldri. Það má því ætla að sá hópur barna sem elst upp á grænkerafæði heima við fari hratt stækkandi. Þrátt fyrir þetta er enn erfitt fyrir mörg börn að fá grænkerafæði í leik- og grunnskólum landsins. Margir skólar fara til að mynda fram á læknisvottorð um að börnin þoli ekki dýraafurðir. Sumir foreldrar bregða á það ráð að fá vistun fyrir börn sín fjarri heimili sínu til þess að þau geti fengið grænkerafæði í skólanum. Aðrir foreldrar nesta börn sín alla daga og kallar það á gríðarlegt aukaálag af hálfu foreldra. Aukin eftirspurn eftir grænkerafæði kemur vel fram í tölum Skólamatar ehf. sem þjónustar marga leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum (1). Fyrirtækið hefur frá árinu 2017 boðið upp á grænkerarétt samhliða kjötrétti. Til að byrja með voru grænkeraréttir um 5% af heildarmat sem það sendi frá sér en hlutfallið var komið upp í 14% í byrjun árs 2021. Embætti landlæknis gaf nýverið út handbók fyrir grunnskólamötuneyti (2). Handbókin er ætluð þeim sem útbúa mat fyrir nemendur í grunnskólum eða hafa áhrif á hvaða matur er þar í boði. Þar kemur eftirfarandi fram: „Ef eingöngu er um grænkerafæði (e. vegan) að ræða þýðir það að allar vörur úr dýraríkinu eru útilokaðar, það er að segja kjöt, fiskur, skeldýr, fuglakjöt, egg, mjólk og mjólkurvörur. Skólinn ætti að koma til móts við þarfir barnanna þannig að þau geti fylgt sömu áherslum í sínu fæði og heima eins og kostur er.“ Samtök grænkera á Íslandi telja ólíðandi með öllu að einungis lítill hluti barna á Íslandi hafi val um grænkerarétt í skólum sínum. Við köllum eftir því að frá og með hausti 2021 verði hægt að velja um grænkerarétt samhliða kjötrétti í öllum leik- og grunnskólum landsins. F.h. Samtaka grænkera á Íslandi, Björk Gunnarsdóttir og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir Samtök grænkera á Íslandi standa nú fyrir söfnun á undirskriftum vegna þessa. Heimildir: Lovísa Arnardóttir. (2021, 9. janúar). Einn af sjö nemendum velur vegan skólamat. Sótt af https://www.frettabladid.is/frettir/einn-af-sjo-nemendum-velur-vegan-skolamat/ Embætti landlæknis. (2020). Handbók fyrir grunnskólamötuneyti (5. útgáfa) [bæklingur]. Reykjavík: Höfundur.
Heimildir: Lovísa Arnardóttir. (2021, 9. janúar). Einn af sjö nemendum velur vegan skólamat. Sótt af https://www.frettabladid.is/frettir/einn-af-sjo-nemendum-velur-vegan-skolamat/ Embætti landlæknis. (2020). Handbók fyrir grunnskólamötuneyti (5. útgáfa) [bæklingur]. Reykjavík: Höfundur.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar