Högnuðust um 2,52 milljarða á metári hjá Bónus og Hagkaup Eiður Þór Árnason skrifar 10. maí 2021 21:33 Að sögn Haga fjölgaði seldum stykkjum í matvöruverslunum á árinu en heimsóknum viðskiptavina fækkaði. Meðalkarfa hvers viðskiptavinar stækkaði um ríflega 20%. Vísir/Vilhelm Vöxtur var í veltu hjá Bónus, Hagkaup, Útilíf og Zara síðastliðið ár og áttu matvörukeðjurnar sín stærstu rekstrarár frá upphafi. Smásölukeðjan Hagar hagnaðist um 2,52 milljarða króna á síðasta rekstrarári en félagið hagnaðist um 3,05 milljarða króna rekstrarárið á undan. Heildartekjur jukust um 3% og námu tæpum 120 milljörðum króna á rekstrarárinu sem stóð frá mars 2020 út febrúar 2021. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri félagsins en heimsfaraldur kórónuveiru hafði mikil áhrif á rekstur samstæðunnar. Söluaukning í matvöru og sérvöru er að hluta til sögð skýrast af því að fleiri landsmenn voru á landinu en í venjulegu árferði. Á móti kemur að tekjur Olís drógust töluvert saman á tímabilinu samhliða samdrætti í ferðalögum Íslendinga og erlendra ferðamanna. Framlegð Haga styrktist á fjórða ársfjórðungi, var 22,2% fyrir árið og er sú sama og árið á undan. Fækkað hefur verið um 72 stöðugildi hjá Olís frá upphafi faraldursins sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Ögrandi rekstrarár Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir í tilkynningu að rekstur Haga á síðasta fjórðungi rekstrarársins hafi gengið vel. Tekjur námu 30,6 milljörðum króna og jukust um 7% miðað við sama tímabil fyrir ári. Þá nam rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) 2,54 milljörðum króna sem er sagt vera vel umfram áætlanir og 18% yfir sama fjórðungi í fyrra. EBITDA rekstrarársins í heild var 8,81 milljarður króna sem er nánast óbreytt milli ára. „Við erum því ánægð með rekstur Haga á þessum síðasta ársfjórðungi ögrandi rekstrarárs. Árið hófst í mars 2020, á sama tíma og áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins gætti fyrst, þannig að faraldurinn hefur sett mark sitt á starfsemina alla 12 mánuði rekstrarársins. Í því ljósi, og sér í lagi vegna þess hve erfiður fyrsti fjórðungur reyndist okkur, erum við ánægð með niðurstöðu ársins,“ segir Finnur í tilkynningunni. „Þessi góði árangur endurspeglar styrk félagsins, vörumerkja þess og okkar frábæra starfsfólks, til að takast á við snúnar aðstæður, en halda áfram að veita viðskiptavinum góða þjónustu og skila ágætri rekstrarniðurstöðu.“ Samhliða því fylgdi aukinn kostnaður vegna nauðsynlegra sóttvarnaaðgerða. Reyndist þessi tilfallandi kostnaður vera á bilinu 300 til 350 milljónir króna fyrir árið í heild að sögn Finns. Verslun Tengdar fréttir Hagar töpuðu 96 milljónum á Covid-lituðum ársfjórðungi Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 29. júní 2020 18:35 Keypti í Högum fyrir 5,75 milljónir þegar hann byrjaði í nýju vinnunni Magnús Magnússon, sem hóf í dag störf sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir 5,75 milljónir króna. 1. febrúar 2021 16:50 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Heildartekjur jukust um 3% og námu tæpum 120 milljörðum króna á rekstrarárinu sem stóð frá mars 2020 út febrúar 2021. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri félagsins en heimsfaraldur kórónuveiru hafði mikil áhrif á rekstur samstæðunnar. Söluaukning í matvöru og sérvöru er að hluta til sögð skýrast af því að fleiri landsmenn voru á landinu en í venjulegu árferði. Á móti kemur að tekjur Olís drógust töluvert saman á tímabilinu samhliða samdrætti í ferðalögum Íslendinga og erlendra ferðamanna. Framlegð Haga styrktist á fjórða ársfjórðungi, var 22,2% fyrir árið og er sú sama og árið á undan. Fækkað hefur verið um 72 stöðugildi hjá Olís frá upphafi faraldursins sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Ögrandi rekstrarár Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir í tilkynningu að rekstur Haga á síðasta fjórðungi rekstrarársins hafi gengið vel. Tekjur námu 30,6 milljörðum króna og jukust um 7% miðað við sama tímabil fyrir ári. Þá nam rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) 2,54 milljörðum króna sem er sagt vera vel umfram áætlanir og 18% yfir sama fjórðungi í fyrra. EBITDA rekstrarársins í heild var 8,81 milljarður króna sem er nánast óbreytt milli ára. „Við erum því ánægð með rekstur Haga á þessum síðasta ársfjórðungi ögrandi rekstrarárs. Árið hófst í mars 2020, á sama tíma og áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins gætti fyrst, þannig að faraldurinn hefur sett mark sitt á starfsemina alla 12 mánuði rekstrarársins. Í því ljósi, og sér í lagi vegna þess hve erfiður fyrsti fjórðungur reyndist okkur, erum við ánægð með niðurstöðu ársins,“ segir Finnur í tilkynningunni. „Þessi góði árangur endurspeglar styrk félagsins, vörumerkja þess og okkar frábæra starfsfólks, til að takast á við snúnar aðstæður, en halda áfram að veita viðskiptavinum góða þjónustu og skila ágætri rekstrarniðurstöðu.“ Samhliða því fylgdi aukinn kostnaður vegna nauðsynlegra sóttvarnaaðgerða. Reyndist þessi tilfallandi kostnaður vera á bilinu 300 til 350 milljónir króna fyrir árið í heild að sögn Finns.
Verslun Tengdar fréttir Hagar töpuðu 96 milljónum á Covid-lituðum ársfjórðungi Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 29. júní 2020 18:35 Keypti í Högum fyrir 5,75 milljónir þegar hann byrjaði í nýju vinnunni Magnús Magnússon, sem hóf í dag störf sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir 5,75 milljónir króna. 1. febrúar 2021 16:50 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Hagar töpuðu 96 milljónum á Covid-lituðum ársfjórðungi Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 29. júní 2020 18:35
Keypti í Högum fyrir 5,75 milljónir þegar hann byrjaði í nýju vinnunni Magnús Magnússon, sem hóf í dag störf sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir 5,75 milljónir króna. 1. febrúar 2021 16:50