Handbolti

Viktor Gísli hafði betur í uppgjöri landsliðsmarkvarðanna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson

Þrír íslenskir handboltamenn voru í eldlínunni í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

GOG vann þriggja marka sigur á Kolding, 32-29, í Íslendingaslag en landsliðsmarkverðirnir Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson eru á mála hjá liðunum.

Viktor Gísli varði sex skot í marki GOG en Ágúst Elí varði níu skot í marki Kolding.

GOG komið í undanúrslitin en Kolding á ekki möguleika á því.

Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark og hjálpaði liði sínu, Sonderjyske að innbyrða sigur á Bjerringbro-Silkeborg, 27-29

Sonderjyske þarf sigur í lokaumferð úrslitakeppninnar og að treysta á önnur úrslit til að fá sæti í undanúrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×