Körfubolti

Martin næststigahæstur í sigri á Real Madrid - Jón Axel allt í öllu í Þýskalandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Martin Hermannsson
Martin Hermannsson vísir/getty

Martin Hermannsson og félagar í Valencia gerðu sér lítið fyrir og skelltu Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Á sama tíma spilaði Jón Axel Guðmundsson afar vel í sigri Fraport Skyliners í þýsku úrvalsdeildinni.

Martin var í lykilhlutverki í liði Valencia og endaði leikinn sem næststigahæsti maður liðsins með ellefu stig en Mike Tobey var stigahæstur Valencia manna með sautján stig.

Valencia lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrsta leikhluta sem þeir unnu 12-27 en leiknum lauk með tíu stiga sigri Valencia, 69-79.

Valencia í 4.sæti deildarinnar.

Í Þýskalandi var Jón Axel Guðmundsson allt í öllu í sóknarleik Fraport Skyliners sem lagði Hamburg Towers að velli, 96-89.

Jón Axel var stigahæstur sinna manna með 24 stig á 24 mínútum auk þess að gefa þrjár stoðsendingar og taka fjögur fráköst.

Um var að ræða lokaumferðina í þýsku úrvalsdeildinni og ljúka Jón Axel og félagar keppni í 12.sæti af átján liðum en efstu átta liðin fara í úrslitakeppni deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×