Klárum leikinn: Framsókn í stuðningi á vinnumarkaði Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 6. maí 2021 15:00 Síðastliðinn föstudag kynnti ríkisstjórnin frekari aðgerðir til að mæta afleiðingum Covid-19 í samfélaginu. Þetta er í takt við fyrri störf ríkisstjórnarinnar, en hún hefur sýnt kjark og ítrekað lagt fram metnaðarfullar aðgerðir með jákvæðum og áþreifanlegum niðurstöðum mörgum til hagsbóta. Hér er engin undantekning. Eins og allir vita, þá hefur Covid-19 veiran haft töluverð áhrif á vinnumarkaði hér á landi. Mikill fjöldi hefur misst sína atvinnu og heilar starfsstéttir hafa lamast. Þó svo að þessi staða er tímabundin þá getum við ekki einungis beðið eftir því að hlutirnir komast aftur á/í réttan kjöl. Mikill fjöldi landsmanna þarfnast aðgerða strax, og þeirri þörf er ríkisstjórnin að svara. Við þurfum að klára leikinn og undirbúa viðspyrnu framtíðarinnar, sem hefst strax að loknum bólusetningum. Meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur lagt á laggirnar er átak Ásmundar Einars, félags- og barnamálaráðherra, „Hefjum störf“. Átakinu er ætlað að styðja fyrirtæki, sveitarfélög og félagasamtök við að ráða til sín starfsmenn og með því fjölga störfum á vinnumarkaði. Þetta átak hefur gengið vonum framar og mikill fjöldi atvinnuleitenda hefur nýtt það til að stíga aftur inn á vinnumarkað. Í ljósi velgengninnar hefur verið ákveðið að víkka átakið með eftirfarandi úrræðum: Fyrirtæki með starfsmann í ráðningarsambandi sem fær greiddar hlutabætur geta fengið styrk til endurráðningar hans í fyrra starfshlutfall. Sá styrkur miðast við hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta í hlutfalli við hækkun starfshlutfalls viðkomandi einstaklings, auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að fjóra mánuði. Styrkur að hámarki 100.000 kr. verður greiddur til atvinnuleitenda sem hafa verið án atvinnu frá því fyrir tíma Covid-19 og hefur ekki notið lengingar á tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta. Styrkurinn verður greiddur í hlutfalli við bótarétt til þeirra atvinnuleitenda sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur vegna aprílmánaðar og höfðu fengið greiddar atvinnuleysisbætur samfellt í fjórtán mánuði eða lengur þann 1. maí 2021. Tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verður framlengt til 1. febrúar 2022. Réttur til greiðslu tekjutengdra atvinnuleysisbóta var lengdur tímabundið úr þremur mánuðum í sex til að mæta tekjufalli vegna Covid-19 og upprunalega var gert ráð fyrir að heimilt yrði að nýta réttinn til 1. október 2021. Þetta tímabil verður nú framlengt til 1. febrúar 2022. Þetta er allt gert til að laga stöðuna á vinnumarkaði og styðja við atvinnuleitendur. Til þess er leikurinn gerður. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og frambjóðandi til Alþingis fyrir sama flokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Vinnumarkaður Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag kynnti ríkisstjórnin frekari aðgerðir til að mæta afleiðingum Covid-19 í samfélaginu. Þetta er í takt við fyrri störf ríkisstjórnarinnar, en hún hefur sýnt kjark og ítrekað lagt fram metnaðarfullar aðgerðir með jákvæðum og áþreifanlegum niðurstöðum mörgum til hagsbóta. Hér er engin undantekning. Eins og allir vita, þá hefur Covid-19 veiran haft töluverð áhrif á vinnumarkaði hér á landi. Mikill fjöldi hefur misst sína atvinnu og heilar starfsstéttir hafa lamast. Þó svo að þessi staða er tímabundin þá getum við ekki einungis beðið eftir því að hlutirnir komast aftur á/í réttan kjöl. Mikill fjöldi landsmanna þarfnast aðgerða strax, og þeirri þörf er ríkisstjórnin að svara. Við þurfum að klára leikinn og undirbúa viðspyrnu framtíðarinnar, sem hefst strax að loknum bólusetningum. Meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur lagt á laggirnar er átak Ásmundar Einars, félags- og barnamálaráðherra, „Hefjum störf“. Átakinu er ætlað að styðja fyrirtæki, sveitarfélög og félagasamtök við að ráða til sín starfsmenn og með því fjölga störfum á vinnumarkaði. Þetta átak hefur gengið vonum framar og mikill fjöldi atvinnuleitenda hefur nýtt það til að stíga aftur inn á vinnumarkað. Í ljósi velgengninnar hefur verið ákveðið að víkka átakið með eftirfarandi úrræðum: Fyrirtæki með starfsmann í ráðningarsambandi sem fær greiddar hlutabætur geta fengið styrk til endurráðningar hans í fyrra starfshlutfall. Sá styrkur miðast við hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta í hlutfalli við hækkun starfshlutfalls viðkomandi einstaklings, auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að fjóra mánuði. Styrkur að hámarki 100.000 kr. verður greiddur til atvinnuleitenda sem hafa verið án atvinnu frá því fyrir tíma Covid-19 og hefur ekki notið lengingar á tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta. Styrkurinn verður greiddur í hlutfalli við bótarétt til þeirra atvinnuleitenda sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur vegna aprílmánaðar og höfðu fengið greiddar atvinnuleysisbætur samfellt í fjórtán mánuði eða lengur þann 1. maí 2021. Tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verður framlengt til 1. febrúar 2022. Réttur til greiðslu tekjutengdra atvinnuleysisbóta var lengdur tímabundið úr þremur mánuðum í sex til að mæta tekjufalli vegna Covid-19 og upprunalega var gert ráð fyrir að heimilt yrði að nýta réttinn til 1. október 2021. Þetta tímabil verður nú framlengt til 1. febrúar 2022. Þetta er allt gert til að laga stöðuna á vinnumarkaði og styðja við atvinnuleitendur. Til þess er leikurinn gerður. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og frambjóðandi til Alþingis fyrir sama flokk.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun