Er eðlilegt að útgerðarmenn geti einhliða ráðið verði til sjómanna? Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 5. maí 2021 10:31 Laugardaginn 1. maí síðastliðinn birti VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kom fram samanburður á loðnuverði til Íslendinga annarsvegar og Norðmanna hinsvegar á ný afstaðinni vertíð. Í auglýsingunni bentum við á að á ný afstaðinni loðnuvertíð fengu íslenskir sjómenn greiddar að meðaltali 110 kr. á kíló frá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir loðnuna. Á sömu loðnuvertíð borguðu sömu íslensku sjávarútvegsfyrirtæki norskum sjómönnum hins vegar að meðaltali 224 kr. á kíló fyrir loðnuna. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að langflestir sem vinna í íslenskum sjávarútvegi viti að loðnan sem íslensku sjómennirnir veiddu var mun verðmætari útflutningsvara á þeim tíma sem þeir veiddu loðnuna heldur en þegar norsku sjómennirnir máttu veiða hana. Í kjarasamningum sjómanna stendur að sjómönnum „skal tryggt hæsta gangverð alls sem aflað er og aldrei lægra en útgerðarmaður fær fyrir sinn hlut.“ Vissulega greiddu útgerðarmenn sjómönnum hlut úr því verði sem þeir greiddu til skipa sinna, en var þeim tryggt hæsta gangverð? Það stingur í augu að sömu útgerðir treystu sér að kaupa afla af norskum skipum á tvisvar sinnum hærra verði en þær borguðu íslenskum sjómönnum. Ég vil taka fram að það voru ekki allar íslenskar útgerðir sem keyptu afla af norskum skipum. En engu að síður vaknar sú spurning hvort verið er að borga sanngjarnt verð til íslenskra skipa? Ef íslenskir sjómenn hefðu fengið að minnsta kosti sama verð fyrir loðnuna og norskir sjómenn hefðu rétt tæpir átta milljarðar komið til skipta til viðbótar á þessari litlu vertíð. Hverjir tapa á því? Það er auðvitað öll íslenska þjóðin sem tapar. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélögin tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Sameiginlegir sjóðir okkar verða af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Fiskurinn í sjónum er þjóðarauðlind og við eigum öll rétt á að fá okkar hlut úr henni Spurning um verðlagningu á uppsjávarfiski vaknar á hverri vertíð Við höfum áður vakið athygli á því að íslenskar útgerðir virðast greiða hærra verð til norskra skipa en íslenskra. Í mars 2019 keypti bræðsla á Íslandi kolmuna af bæði íslensku skipi og norsku skipi og greiddi bræðslan skipinu rúmlega 43% hærra verð. Við höfum einnig bent á skýrslur frá Verðlagsstofu Skiptaverðs. Þar má sjá samanburð á verði á makríl og síld á milli Íslands og Noregs frá 2012 til 2019, og er sá munur sláandi svo ekki sé meira sagt. Útgerðarmenn segja að það sé ekkert óeðlilegt við þetta. Það sem er hins vegar sérstakt og vekur upp spurningar er að þegar erlend skip landa á Íslandi þá er hægt að borga langt um hærra verð til þeirra en til íslenskra sjómanna og þegar íslensk skip landa erlendis þá virðast sjómenn okkar fá miklu betra verð þar en þegar þeir landa á Íslandi. Það er ekki furða að við teljum að verið sé að brjóta kjarasamninga þegar þetta birtist okkur svona. Við höfum reynt að vekja athygli á þessu meðal þingmanna, því miður virðist lítill pólitískur vilji til að skoða málið og láta útgerðarmenn gera upp á réttum verðum. Hitti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kannski naglann á höfuðið þegar hann benti á að hagsmunasamtök hafi of mikil áhrif á Íslandi? Þessu verðum við að breyta – fyrir okkur öll. Við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna höfum spurt áður og spyrjum enn: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Laugardaginn 1. maí síðastliðinn birti VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kom fram samanburður á loðnuverði til Íslendinga annarsvegar og Norðmanna hinsvegar á ný afstaðinni vertíð. Í auglýsingunni bentum við á að á ný afstaðinni loðnuvertíð fengu íslenskir sjómenn greiddar að meðaltali 110 kr. á kíló frá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir loðnuna. Á sömu loðnuvertíð borguðu sömu íslensku sjávarútvegsfyrirtæki norskum sjómönnum hins vegar að meðaltali 224 kr. á kíló fyrir loðnuna. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að langflestir sem vinna í íslenskum sjávarútvegi viti að loðnan sem íslensku sjómennirnir veiddu var mun verðmætari útflutningsvara á þeim tíma sem þeir veiddu loðnuna heldur en þegar norsku sjómennirnir máttu veiða hana. Í kjarasamningum sjómanna stendur að sjómönnum „skal tryggt hæsta gangverð alls sem aflað er og aldrei lægra en útgerðarmaður fær fyrir sinn hlut.“ Vissulega greiddu útgerðarmenn sjómönnum hlut úr því verði sem þeir greiddu til skipa sinna, en var þeim tryggt hæsta gangverð? Það stingur í augu að sömu útgerðir treystu sér að kaupa afla af norskum skipum á tvisvar sinnum hærra verði en þær borguðu íslenskum sjómönnum. Ég vil taka fram að það voru ekki allar íslenskar útgerðir sem keyptu afla af norskum skipum. En engu að síður vaknar sú spurning hvort verið er að borga sanngjarnt verð til íslenskra skipa? Ef íslenskir sjómenn hefðu fengið að minnsta kosti sama verð fyrir loðnuna og norskir sjómenn hefðu rétt tæpir átta milljarðar komið til skipta til viðbótar á þessari litlu vertíð. Hverjir tapa á því? Það er auðvitað öll íslenska þjóðin sem tapar. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélögin tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Sameiginlegir sjóðir okkar verða af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Fiskurinn í sjónum er þjóðarauðlind og við eigum öll rétt á að fá okkar hlut úr henni Spurning um verðlagningu á uppsjávarfiski vaknar á hverri vertíð Við höfum áður vakið athygli á því að íslenskar útgerðir virðast greiða hærra verð til norskra skipa en íslenskra. Í mars 2019 keypti bræðsla á Íslandi kolmuna af bæði íslensku skipi og norsku skipi og greiddi bræðslan skipinu rúmlega 43% hærra verð. Við höfum einnig bent á skýrslur frá Verðlagsstofu Skiptaverðs. Þar má sjá samanburð á verði á makríl og síld á milli Íslands og Noregs frá 2012 til 2019, og er sá munur sláandi svo ekki sé meira sagt. Útgerðarmenn segja að það sé ekkert óeðlilegt við þetta. Það sem er hins vegar sérstakt og vekur upp spurningar er að þegar erlend skip landa á Íslandi þá er hægt að borga langt um hærra verð til þeirra en til íslenskra sjómanna og þegar íslensk skip landa erlendis þá virðast sjómenn okkar fá miklu betra verð þar en þegar þeir landa á Íslandi. Það er ekki furða að við teljum að verið sé að brjóta kjarasamninga þegar þetta birtist okkur svona. Við höfum reynt að vekja athygli á þessu meðal þingmanna, því miður virðist lítill pólitískur vilji til að skoða málið og láta útgerðarmenn gera upp á réttum verðum. Hitti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kannski naglann á höfuðið þegar hann benti á að hagsmunasamtök hafi of mikil áhrif á Íslandi? Þessu verðum við að breyta – fyrir okkur öll. Við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna höfum spurt áður og spyrjum enn: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun