Langþreyta þjóðar útskýrð fyrir Heiðrúnu Lind Haukur Viður Alfreðsson skrifar 3. maí 2021 07:30 Heiðrún Lind skrifaði pistil þar sem hún segist ekki kannast við neina „harkalega hagsmunagæslu“ kvótagreifa (stór útgerðanna). Raunar gengur hún svo langt að ýja að því að núverandi kerfi gefi ríkulega til baka til samfélagsins og sé til þess fallið að hámarka verðmæti sjávarauðlinda. Þannig reynir Heiðrún að réttlæta núverandi kerfi og snúa áliti almennings með villandi framsetningu. Hér ætla ég að fara á einfaldan máta yfir af hverju þessi framsetning er villandi, hver vandinn er og hvað það er sem íslenska þjóðin er orðin langþreytt á. Tangarhald á kerfinu Það vill oft gerast að harðir kapítalistar eins og Heiðrún vilji bara kapítalisma fyrir sig en ekki fyrir aðra. Hér eru auðlindir í eigu aðila A en annar aðili, B, leigir af þeim afnotarétt. Aðili A hefur fjöldann allan af aðilum sem væru til í að leigja afnotaréttinn og í versta falli gæti aðili A ráðist í að nýta hann sjálfur. B er hinsvegar í þeirri stöðu að ef hann leigir ekki afnotaréttinn af A þá hefur hann ekkert annað að fara. Það þarf ekki að hugsa djúpt til að sjá að samningsstaða A er gríðarlega sterk en samningsstaða B er veik. B ætti því að fá afnotaréttinn á slíku verði að hann myndi geta haldist í viðskiptum en ætti ekki að geta myndað stórfelldan hagnað. A ætti því að fá stærsta hlut ágóðans til sín, enda eigandi auðlindanna. Hér skiptir engu hvað B hefur marga í vinnu, hvað B borgar mikið í skatt af sínum ágóða eða álíka. Allir þessar greiðslur sem B borgar og starfsfólkið sem hann hefur í vinnu mun haldast eins eða jafnvel aukast hvort sem það er B, C, D eða E sem hefur afnotaréttinn. Það veit A sem á að vera hugsa um eigin hagsmuni en ekki hagsmuni B. Ef að íslenska ríkið, aðili A í dæminu, myndi sannanlega huga að hagsmunum borgara sinna myndi það nýta þessa samningsstöðu. Hver einasti einkaaðili myndi sannanlega gera það, við vitum það öll. Á Íslandi er aðili B, kvótagreifarnir, hinsvegar með slíkt tangarhald á kerfinu að aðili A nýtir ekki samningsstöðu sínu og vísvitandi leyfir B að sópa til sín nær öllum ágóða auðlinda sinna. Það þarf ekki að kafa í nein email samskipti eða gera rannsóknir til að sjá að þarna er sérhagsmunagæsla á ferðinni og verið er að gefa vildarvinum sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Rökhyggjan sannar það á mjög einfaldan máta svo að allir geta skilið það. Hlunnfara sem flesta En það er ekki allt. A virðist ekki einu sinni fært að innheimta gjald af auðlindinni þannig að hann geti sinnt eftirliti og haldið uppi sanngjörnu kerfi. Nei A virðist líka horfa framhjá því að B selji fyrirtækjum í eigin eigu aflann sinn á óeðlilega lágu verði (dæmi). Það er gert til þess að hlunnfara ekki bara A í gegnum veiðigjöldin heldur einnig að hlunnfara sjómennina sem starfa hjá B um laun og sveitarfélög um hafnargjöld þar sem hvortveggja ræðst af aflaverðmæti. Þannig selur B sjálfum sér fiskinn á lágu verði, greiðir sjómönnunum og sveitarfélögum þannig minna, en selur fiskinn svo áfram á markaðsverði og hagnast þannig aukalega um kostnaðinn sem sparast. Þá er ónefnt að sé félag B sem kaupir fiskinn starfrækt erlendis þá lækkar skattbyrgði B á Íslandi þar sem íslenska félagið (sem veiddi fiskinn) seldi hann ódýrar úr landi en það hefði gert til óháðs erlends aðila. Langþreyta á milljarða gjöfum Íslendingar eru langþreyttir á því að íslenska ríkið eigi sérstaka vildarvini. Íslendingar eru langþreyttir á því að heilbrigðiskerfið okkar sé fjársvelt til þess að það nokkrar fjölskyldur fái gefins sameiginleg auðæfi okkar. Íslendingar eru langþreyttir á því að ekki sé tekið fast á þessum málum, að regluverkið sé viljandi illa smíðað og því sé ekki fylgt eftir. Það er einnig óþolandi að heyra varðhunda þessara stærstu bótaþega þjóðarsögunnar gelta þegar þeir telja vegið að húsbónda sínum. Ekki að það komi á óvart, varðhundum er haldið vel við, og það skiptir þá litlu þó fóðrið sé keypt með illa fengnu fé. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Sjávarútvegur Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind skrifaði pistil þar sem hún segist ekki kannast við neina „harkalega hagsmunagæslu“ kvótagreifa (stór útgerðanna). Raunar gengur hún svo langt að ýja að því að núverandi kerfi gefi ríkulega til baka til samfélagsins og sé til þess fallið að hámarka verðmæti sjávarauðlinda. Þannig reynir Heiðrún að réttlæta núverandi kerfi og snúa áliti almennings með villandi framsetningu. Hér ætla ég að fara á einfaldan máta yfir af hverju þessi framsetning er villandi, hver vandinn er og hvað það er sem íslenska þjóðin er orðin langþreytt á. Tangarhald á kerfinu Það vill oft gerast að harðir kapítalistar eins og Heiðrún vilji bara kapítalisma fyrir sig en ekki fyrir aðra. Hér eru auðlindir í eigu aðila A en annar aðili, B, leigir af þeim afnotarétt. Aðili A hefur fjöldann allan af aðilum sem væru til í að leigja afnotaréttinn og í versta falli gæti aðili A ráðist í að nýta hann sjálfur. B er hinsvegar í þeirri stöðu að ef hann leigir ekki afnotaréttinn af A þá hefur hann ekkert annað að fara. Það þarf ekki að hugsa djúpt til að sjá að samningsstaða A er gríðarlega sterk en samningsstaða B er veik. B ætti því að fá afnotaréttinn á slíku verði að hann myndi geta haldist í viðskiptum en ætti ekki að geta myndað stórfelldan hagnað. A ætti því að fá stærsta hlut ágóðans til sín, enda eigandi auðlindanna. Hér skiptir engu hvað B hefur marga í vinnu, hvað B borgar mikið í skatt af sínum ágóða eða álíka. Allir þessar greiðslur sem B borgar og starfsfólkið sem hann hefur í vinnu mun haldast eins eða jafnvel aukast hvort sem það er B, C, D eða E sem hefur afnotaréttinn. Það veit A sem á að vera hugsa um eigin hagsmuni en ekki hagsmuni B. Ef að íslenska ríkið, aðili A í dæminu, myndi sannanlega huga að hagsmunum borgara sinna myndi það nýta þessa samningsstöðu. Hver einasti einkaaðili myndi sannanlega gera það, við vitum það öll. Á Íslandi er aðili B, kvótagreifarnir, hinsvegar með slíkt tangarhald á kerfinu að aðili A nýtir ekki samningsstöðu sínu og vísvitandi leyfir B að sópa til sín nær öllum ágóða auðlinda sinna. Það þarf ekki að kafa í nein email samskipti eða gera rannsóknir til að sjá að þarna er sérhagsmunagæsla á ferðinni og verið er að gefa vildarvinum sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Rökhyggjan sannar það á mjög einfaldan máta svo að allir geta skilið það. Hlunnfara sem flesta En það er ekki allt. A virðist ekki einu sinni fært að innheimta gjald af auðlindinni þannig að hann geti sinnt eftirliti og haldið uppi sanngjörnu kerfi. Nei A virðist líka horfa framhjá því að B selji fyrirtækjum í eigin eigu aflann sinn á óeðlilega lágu verði (dæmi). Það er gert til þess að hlunnfara ekki bara A í gegnum veiðigjöldin heldur einnig að hlunnfara sjómennina sem starfa hjá B um laun og sveitarfélög um hafnargjöld þar sem hvortveggja ræðst af aflaverðmæti. Þannig selur B sjálfum sér fiskinn á lágu verði, greiðir sjómönnunum og sveitarfélögum þannig minna, en selur fiskinn svo áfram á markaðsverði og hagnast þannig aukalega um kostnaðinn sem sparast. Þá er ónefnt að sé félag B sem kaupir fiskinn starfrækt erlendis þá lækkar skattbyrgði B á Íslandi þar sem íslenska félagið (sem veiddi fiskinn) seldi hann ódýrar úr landi en það hefði gert til óháðs erlends aðila. Langþreyta á milljarða gjöfum Íslendingar eru langþreyttir á því að íslenska ríkið eigi sérstaka vildarvini. Íslendingar eru langþreyttir á því að heilbrigðiskerfið okkar sé fjársvelt til þess að það nokkrar fjölskyldur fái gefins sameiginleg auðæfi okkar. Íslendingar eru langþreyttir á því að ekki sé tekið fast á þessum málum, að regluverkið sé viljandi illa smíðað og því sé ekki fylgt eftir. Það er einnig óþolandi að heyra varðhunda þessara stærstu bótaþega þjóðarsögunnar gelta þegar þeir telja vegið að húsbónda sínum. Ekki að það komi á óvart, varðhundum er haldið vel við, og það skiptir þá litlu þó fóðrið sé keypt með illa fengnu fé. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun