Langþreyta þjóðar útskýrð fyrir Heiðrúnu Lind Haukur Viður Alfreðsson skrifar 3. maí 2021 07:30 Heiðrún Lind skrifaði pistil þar sem hún segist ekki kannast við neina „harkalega hagsmunagæslu“ kvótagreifa (stór útgerðanna). Raunar gengur hún svo langt að ýja að því að núverandi kerfi gefi ríkulega til baka til samfélagsins og sé til þess fallið að hámarka verðmæti sjávarauðlinda. Þannig reynir Heiðrún að réttlæta núverandi kerfi og snúa áliti almennings með villandi framsetningu. Hér ætla ég að fara á einfaldan máta yfir af hverju þessi framsetning er villandi, hver vandinn er og hvað það er sem íslenska þjóðin er orðin langþreytt á. Tangarhald á kerfinu Það vill oft gerast að harðir kapítalistar eins og Heiðrún vilji bara kapítalisma fyrir sig en ekki fyrir aðra. Hér eru auðlindir í eigu aðila A en annar aðili, B, leigir af þeim afnotarétt. Aðili A hefur fjöldann allan af aðilum sem væru til í að leigja afnotaréttinn og í versta falli gæti aðili A ráðist í að nýta hann sjálfur. B er hinsvegar í þeirri stöðu að ef hann leigir ekki afnotaréttinn af A þá hefur hann ekkert annað að fara. Það þarf ekki að hugsa djúpt til að sjá að samningsstaða A er gríðarlega sterk en samningsstaða B er veik. B ætti því að fá afnotaréttinn á slíku verði að hann myndi geta haldist í viðskiptum en ætti ekki að geta myndað stórfelldan hagnað. A ætti því að fá stærsta hlut ágóðans til sín, enda eigandi auðlindanna. Hér skiptir engu hvað B hefur marga í vinnu, hvað B borgar mikið í skatt af sínum ágóða eða álíka. Allir þessar greiðslur sem B borgar og starfsfólkið sem hann hefur í vinnu mun haldast eins eða jafnvel aukast hvort sem það er B, C, D eða E sem hefur afnotaréttinn. Það veit A sem á að vera hugsa um eigin hagsmuni en ekki hagsmuni B. Ef að íslenska ríkið, aðili A í dæminu, myndi sannanlega huga að hagsmunum borgara sinna myndi það nýta þessa samningsstöðu. Hver einasti einkaaðili myndi sannanlega gera það, við vitum það öll. Á Íslandi er aðili B, kvótagreifarnir, hinsvegar með slíkt tangarhald á kerfinu að aðili A nýtir ekki samningsstöðu sínu og vísvitandi leyfir B að sópa til sín nær öllum ágóða auðlinda sinna. Það þarf ekki að kafa í nein email samskipti eða gera rannsóknir til að sjá að þarna er sérhagsmunagæsla á ferðinni og verið er að gefa vildarvinum sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Rökhyggjan sannar það á mjög einfaldan máta svo að allir geta skilið það. Hlunnfara sem flesta En það er ekki allt. A virðist ekki einu sinni fært að innheimta gjald af auðlindinni þannig að hann geti sinnt eftirliti og haldið uppi sanngjörnu kerfi. Nei A virðist líka horfa framhjá því að B selji fyrirtækjum í eigin eigu aflann sinn á óeðlilega lágu verði (dæmi). Það er gert til þess að hlunnfara ekki bara A í gegnum veiðigjöldin heldur einnig að hlunnfara sjómennina sem starfa hjá B um laun og sveitarfélög um hafnargjöld þar sem hvortveggja ræðst af aflaverðmæti. Þannig selur B sjálfum sér fiskinn á lágu verði, greiðir sjómönnunum og sveitarfélögum þannig minna, en selur fiskinn svo áfram á markaðsverði og hagnast þannig aukalega um kostnaðinn sem sparast. Þá er ónefnt að sé félag B sem kaupir fiskinn starfrækt erlendis þá lækkar skattbyrgði B á Íslandi þar sem íslenska félagið (sem veiddi fiskinn) seldi hann ódýrar úr landi en það hefði gert til óháðs erlends aðila. Langþreyta á milljarða gjöfum Íslendingar eru langþreyttir á því að íslenska ríkið eigi sérstaka vildarvini. Íslendingar eru langþreyttir á því að heilbrigðiskerfið okkar sé fjársvelt til þess að það nokkrar fjölskyldur fái gefins sameiginleg auðæfi okkar. Íslendingar eru langþreyttir á því að ekki sé tekið fast á þessum málum, að regluverkið sé viljandi illa smíðað og því sé ekki fylgt eftir. Það er einnig óþolandi að heyra varðhunda þessara stærstu bótaþega þjóðarsögunnar gelta þegar þeir telja vegið að húsbónda sínum. Ekki að það komi á óvart, varðhundum er haldið vel við, og það skiptir þá litlu þó fóðrið sé keypt með illa fengnu fé. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Sjávarútvegur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind skrifaði pistil þar sem hún segist ekki kannast við neina „harkalega hagsmunagæslu“ kvótagreifa (stór útgerðanna). Raunar gengur hún svo langt að ýja að því að núverandi kerfi gefi ríkulega til baka til samfélagsins og sé til þess fallið að hámarka verðmæti sjávarauðlinda. Þannig reynir Heiðrún að réttlæta núverandi kerfi og snúa áliti almennings með villandi framsetningu. Hér ætla ég að fara á einfaldan máta yfir af hverju þessi framsetning er villandi, hver vandinn er og hvað það er sem íslenska þjóðin er orðin langþreytt á. Tangarhald á kerfinu Það vill oft gerast að harðir kapítalistar eins og Heiðrún vilji bara kapítalisma fyrir sig en ekki fyrir aðra. Hér eru auðlindir í eigu aðila A en annar aðili, B, leigir af þeim afnotarétt. Aðili A hefur fjöldann allan af aðilum sem væru til í að leigja afnotaréttinn og í versta falli gæti aðili A ráðist í að nýta hann sjálfur. B er hinsvegar í þeirri stöðu að ef hann leigir ekki afnotaréttinn af A þá hefur hann ekkert annað að fara. Það þarf ekki að hugsa djúpt til að sjá að samningsstaða A er gríðarlega sterk en samningsstaða B er veik. B ætti því að fá afnotaréttinn á slíku verði að hann myndi geta haldist í viðskiptum en ætti ekki að geta myndað stórfelldan hagnað. A ætti því að fá stærsta hlut ágóðans til sín, enda eigandi auðlindanna. Hér skiptir engu hvað B hefur marga í vinnu, hvað B borgar mikið í skatt af sínum ágóða eða álíka. Allir þessar greiðslur sem B borgar og starfsfólkið sem hann hefur í vinnu mun haldast eins eða jafnvel aukast hvort sem það er B, C, D eða E sem hefur afnotaréttinn. Það veit A sem á að vera hugsa um eigin hagsmuni en ekki hagsmuni B. Ef að íslenska ríkið, aðili A í dæminu, myndi sannanlega huga að hagsmunum borgara sinna myndi það nýta þessa samningsstöðu. Hver einasti einkaaðili myndi sannanlega gera það, við vitum það öll. Á Íslandi er aðili B, kvótagreifarnir, hinsvegar með slíkt tangarhald á kerfinu að aðili A nýtir ekki samningsstöðu sínu og vísvitandi leyfir B að sópa til sín nær öllum ágóða auðlinda sinna. Það þarf ekki að kafa í nein email samskipti eða gera rannsóknir til að sjá að þarna er sérhagsmunagæsla á ferðinni og verið er að gefa vildarvinum sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Rökhyggjan sannar það á mjög einfaldan máta svo að allir geta skilið það. Hlunnfara sem flesta En það er ekki allt. A virðist ekki einu sinni fært að innheimta gjald af auðlindinni þannig að hann geti sinnt eftirliti og haldið uppi sanngjörnu kerfi. Nei A virðist líka horfa framhjá því að B selji fyrirtækjum í eigin eigu aflann sinn á óeðlilega lágu verði (dæmi). Það er gert til þess að hlunnfara ekki bara A í gegnum veiðigjöldin heldur einnig að hlunnfara sjómennina sem starfa hjá B um laun og sveitarfélög um hafnargjöld þar sem hvortveggja ræðst af aflaverðmæti. Þannig selur B sjálfum sér fiskinn á lágu verði, greiðir sjómönnunum og sveitarfélögum þannig minna, en selur fiskinn svo áfram á markaðsverði og hagnast þannig aukalega um kostnaðinn sem sparast. Þá er ónefnt að sé félag B sem kaupir fiskinn starfrækt erlendis þá lækkar skattbyrgði B á Íslandi þar sem íslenska félagið (sem veiddi fiskinn) seldi hann ódýrar úr landi en það hefði gert til óháðs erlends aðila. Langþreyta á milljarða gjöfum Íslendingar eru langþreyttir á því að íslenska ríkið eigi sérstaka vildarvini. Íslendingar eru langþreyttir á því að heilbrigðiskerfið okkar sé fjársvelt til þess að það nokkrar fjölskyldur fái gefins sameiginleg auðæfi okkar. Íslendingar eru langþreyttir á því að ekki sé tekið fast á þessum málum, að regluverkið sé viljandi illa smíðað og því sé ekki fylgt eftir. Það er einnig óþolandi að heyra varðhunda þessara stærstu bótaþega þjóðarsögunnar gelta þegar þeir telja vegið að húsbónda sínum. Ekki að það komi á óvart, varðhundum er haldið vel við, og það skiptir þá litlu þó fóðrið sé keypt með illa fengnu fé. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun