Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 21:21 Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum eftir að breytingar þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. Þau voru til að mynda um 1,8 milljarði lægri í fyrra en árið á undan. Árið 2019 greiddu 934 útgerðir samtals um 6,6 milljarða í veiðigjöld og af þeim greiddu fimm stærstu útgerðirnar samtals um einn komma þrjá milljarða króna. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum.Stöð 2/Hafsteinn Ársreikningar fyrir síðasta ár eru ekki komnir fram en í ársreikningum sjö stærstu útgerðanna fyrir 2019 kemur fram að Samherji á Íslandi var með tæpa sjö milljarða í rekstrarhagnað og greiddi um helming í arð og um 450 milljónir í veiðigjöld. Brim var með 6 milljarða hagnað, greiddi einn þriðja í arð og 630 milljónir í veiðigjöld. Síldarvinnslan var með 5,7 milljarða í rekstrarhagnað, greiddi 1,3 milljarða í arð og 280 milljónir í veiðigjöld. Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækjanna sjö er um 26,5 milljarða en arðgreiðslur voru um 7,2 milljarða. Veiðigjöldin nema þannig einum tíunda af hagnaði og þriðjungi af arðgreiðslum. Samherji var með mestan rekstrarhagnað íslenskra útgerða árið 2019 samkvæmt ársreikningum.Stöð 2/Hafsteinn Segir hlutfallið vera óeðlilega lágt Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, segir allt benda til að þetta hlutfall hafi lækkað á síðasta ári ef horft sé á þróunina í tekjum útgerðarinnar. Hann telur hlutfallið vera óeðlilega lágt. „Ég held að við verðum að viðurkenna að þetta er mjög lágur aðgöngumiði miðað við þann hagnað sem útgerðin hefur skapað og þetta er hlutfallsega mun minna en útgerðin hefur greitt á undanförnum árum.“ Hvað veldur því að þetta er svona lágt? „Þetta er reiknuð stærð og að hluta til er þetta vegna þess að afkoma ársins 2018 var ekkert sérstaklega góð og það er hún sem er lögð til grundvallar við mat á gjaldinu. Svo þetta gæti átt eftir að breytast á komandi árum en fyrst og fremst þá held ég að þessi aðferð að meta þetta með þessum hætti sé einfaldlega ekki góð,“ segir Daði. Nú eru lagðar til breytingar á stjórnarskránni varðandi auðlindaákvæðið, verður tekið á þessu þar? „Nei, því miður. Það leit nú út fyrir á tímabili að það yrði samstaða um þessar tillögur um breytingar að stjórnarskránni sem forsætisráðherra er að leggja fram en það ákvæði sem hún endaði með gengur ekki lengra en fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða sem hefur skapað þetta ástand sem við erum með í dag. Það var krafa meðal annars Viðreisnar að það yrði sett inn í stjórnarskránna ákvæði um tímabindingu þessara réttinda og ef að það hefði verið þarna inni hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði. Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum eftir að breytingar þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. Þau voru til að mynda um 1,8 milljarði lægri í fyrra en árið á undan. Árið 2019 greiddu 934 útgerðir samtals um 6,6 milljarða í veiðigjöld og af þeim greiddu fimm stærstu útgerðirnar samtals um einn komma þrjá milljarða króna. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum.Stöð 2/Hafsteinn Ársreikningar fyrir síðasta ár eru ekki komnir fram en í ársreikningum sjö stærstu útgerðanna fyrir 2019 kemur fram að Samherji á Íslandi var með tæpa sjö milljarða í rekstrarhagnað og greiddi um helming í arð og um 450 milljónir í veiðigjöld. Brim var með 6 milljarða hagnað, greiddi einn þriðja í arð og 630 milljónir í veiðigjöld. Síldarvinnslan var með 5,7 milljarða í rekstrarhagnað, greiddi 1,3 milljarða í arð og 280 milljónir í veiðigjöld. Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækjanna sjö er um 26,5 milljarða en arðgreiðslur voru um 7,2 milljarða. Veiðigjöldin nema þannig einum tíunda af hagnaði og þriðjungi af arðgreiðslum. Samherji var með mestan rekstrarhagnað íslenskra útgerða árið 2019 samkvæmt ársreikningum.Stöð 2/Hafsteinn Segir hlutfallið vera óeðlilega lágt Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, segir allt benda til að þetta hlutfall hafi lækkað á síðasta ári ef horft sé á þróunina í tekjum útgerðarinnar. Hann telur hlutfallið vera óeðlilega lágt. „Ég held að við verðum að viðurkenna að þetta er mjög lágur aðgöngumiði miðað við þann hagnað sem útgerðin hefur skapað og þetta er hlutfallsega mun minna en útgerðin hefur greitt á undanförnum árum.“ Hvað veldur því að þetta er svona lágt? „Þetta er reiknuð stærð og að hluta til er þetta vegna þess að afkoma ársins 2018 var ekkert sérstaklega góð og það er hún sem er lögð til grundvallar við mat á gjaldinu. Svo þetta gæti átt eftir að breytast á komandi árum en fyrst og fremst þá held ég að þessi aðferð að meta þetta með þessum hætti sé einfaldlega ekki góð,“ segir Daði. Nú eru lagðar til breytingar á stjórnarskránni varðandi auðlindaákvæðið, verður tekið á þessu þar? „Nei, því miður. Það leit nú út fyrir á tímabili að það yrði samstaða um þessar tillögur um breytingar að stjórnarskránni sem forsætisráðherra er að leggja fram en það ákvæði sem hún endaði með gengur ekki lengra en fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða sem hefur skapað þetta ástand sem við erum með í dag. Það var krafa meðal annars Viðreisnar að það yrði sett inn í stjórnarskránna ákvæði um tímabindingu þessara réttinda og ef að það hefði verið þarna inni hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði.
Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira