Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 21:21 Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum eftir að breytingar þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. Þau voru til að mynda um 1,8 milljarði lægri í fyrra en árið á undan. Árið 2019 greiddu 934 útgerðir samtals um 6,6 milljarða í veiðigjöld og af þeim greiddu fimm stærstu útgerðirnar samtals um einn komma þrjá milljarða króna. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum.Stöð 2/Hafsteinn Ársreikningar fyrir síðasta ár eru ekki komnir fram en í ársreikningum sjö stærstu útgerðanna fyrir 2019 kemur fram að Samherji á Íslandi var með tæpa sjö milljarða í rekstrarhagnað og greiddi um helming í arð og um 450 milljónir í veiðigjöld. Brim var með 6 milljarða hagnað, greiddi einn þriðja í arð og 630 milljónir í veiðigjöld. Síldarvinnslan var með 5,7 milljarða í rekstrarhagnað, greiddi 1,3 milljarða í arð og 280 milljónir í veiðigjöld. Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækjanna sjö er um 26,5 milljarða en arðgreiðslur voru um 7,2 milljarða. Veiðigjöldin nema þannig einum tíunda af hagnaði og þriðjungi af arðgreiðslum. Samherji var með mestan rekstrarhagnað íslenskra útgerða árið 2019 samkvæmt ársreikningum.Stöð 2/Hafsteinn Segir hlutfallið vera óeðlilega lágt Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, segir allt benda til að þetta hlutfall hafi lækkað á síðasta ári ef horft sé á þróunina í tekjum útgerðarinnar. Hann telur hlutfallið vera óeðlilega lágt. „Ég held að við verðum að viðurkenna að þetta er mjög lágur aðgöngumiði miðað við þann hagnað sem útgerðin hefur skapað og þetta er hlutfallsega mun minna en útgerðin hefur greitt á undanförnum árum.“ Hvað veldur því að þetta er svona lágt? „Þetta er reiknuð stærð og að hluta til er þetta vegna þess að afkoma ársins 2018 var ekkert sérstaklega góð og það er hún sem er lögð til grundvallar við mat á gjaldinu. Svo þetta gæti átt eftir að breytast á komandi árum en fyrst og fremst þá held ég að þessi aðferð að meta þetta með þessum hætti sé einfaldlega ekki góð,“ segir Daði. Nú eru lagðar til breytingar á stjórnarskránni varðandi auðlindaákvæðið, verður tekið á þessu þar? „Nei, því miður. Það leit nú út fyrir á tímabili að það yrði samstaða um þessar tillögur um breytingar að stjórnarskránni sem forsætisráðherra er að leggja fram en það ákvæði sem hún endaði með gengur ekki lengra en fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða sem hefur skapað þetta ástand sem við erum með í dag. Það var krafa meðal annars Viðreisnar að það yrði sett inn í stjórnarskránna ákvæði um tímabindingu þessara réttinda og ef að það hefði verið þarna inni hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði. Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum eftir að breytingar þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. Þau voru til að mynda um 1,8 milljarði lægri í fyrra en árið á undan. Árið 2019 greiddu 934 útgerðir samtals um 6,6 milljarða í veiðigjöld og af þeim greiddu fimm stærstu útgerðirnar samtals um einn komma þrjá milljarða króna. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum.Stöð 2/Hafsteinn Ársreikningar fyrir síðasta ár eru ekki komnir fram en í ársreikningum sjö stærstu útgerðanna fyrir 2019 kemur fram að Samherji á Íslandi var með tæpa sjö milljarða í rekstrarhagnað og greiddi um helming í arð og um 450 milljónir í veiðigjöld. Brim var með 6 milljarða hagnað, greiddi einn þriðja í arð og 630 milljónir í veiðigjöld. Síldarvinnslan var með 5,7 milljarða í rekstrarhagnað, greiddi 1,3 milljarða í arð og 280 milljónir í veiðigjöld. Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækjanna sjö er um 26,5 milljarða en arðgreiðslur voru um 7,2 milljarða. Veiðigjöldin nema þannig einum tíunda af hagnaði og þriðjungi af arðgreiðslum. Samherji var með mestan rekstrarhagnað íslenskra útgerða árið 2019 samkvæmt ársreikningum.Stöð 2/Hafsteinn Segir hlutfallið vera óeðlilega lágt Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, segir allt benda til að þetta hlutfall hafi lækkað á síðasta ári ef horft sé á þróunina í tekjum útgerðarinnar. Hann telur hlutfallið vera óeðlilega lágt. „Ég held að við verðum að viðurkenna að þetta er mjög lágur aðgöngumiði miðað við þann hagnað sem útgerðin hefur skapað og þetta er hlutfallsega mun minna en útgerðin hefur greitt á undanförnum árum.“ Hvað veldur því að þetta er svona lágt? „Þetta er reiknuð stærð og að hluta til er þetta vegna þess að afkoma ársins 2018 var ekkert sérstaklega góð og það er hún sem er lögð til grundvallar við mat á gjaldinu. Svo þetta gæti átt eftir að breytast á komandi árum en fyrst og fremst þá held ég að þessi aðferð að meta þetta með þessum hætti sé einfaldlega ekki góð,“ segir Daði. Nú eru lagðar til breytingar á stjórnarskránni varðandi auðlindaákvæðið, verður tekið á þessu þar? „Nei, því miður. Það leit nú út fyrir á tímabili að það yrði samstaða um þessar tillögur um breytingar að stjórnarskránni sem forsætisráðherra er að leggja fram en það ákvæði sem hún endaði með gengur ekki lengra en fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða sem hefur skapað þetta ástand sem við erum með í dag. Það var krafa meðal annars Viðreisnar að það yrði sett inn í stjórnarskránna ákvæði um tímabindingu þessara réttinda og ef að það hefði verið þarna inni hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði.
Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira