Verjið afkomuna Drífa Snædal skrifar 30. apríl 2021 15:01 Í dag kynntu stjórnvöld nýjar og framlengdar aðgerðir vegna Covid-kreppunnar. Faraldurinn hefur sannanlega dregist á langinn og við þessar aðstæður er mikilvægt að sýna úthald. Ef ríkið dregur of snemma úr aðgerðum sínum til stuðnings fólki og fyrirtækjum er hætt við að það dýpki kreppuna. Það er enn langt í land að atvinnuleysistryggingakerfið okkar virki sem skildi í þeim hörmungum sem nú ganga yfir. Enn og aftur þarf að vinda ofan af þeirri hugmynd að hækkun ráðstöfunartekna búi til verðbólgu ein og sér. Þvert á móti eru það tekjur fólks sem halda hagkerfinu hér gangandi eins og hægt er. Þarna hefur orðið viðsnúningur í viðhorfum frá síðustu kreppu og hver alþjóðastofnunin á fætur annarri sendir ríkisstjórnum skýr skilaboð: „Verjið afkomuna!“. Vitandi að það er ekki einungis góð hagfræði heldur rétt, mannúðlegt og sanngjarnt, höfum við lagt ofuráherslu á að hækka bætur og verja afkomu. Það eru því vonbrigði að tekjutengda tímabil atvinnuleysisbóta sé ekki lengt enn frekar og bætur hækkaðar þrátt fyrir að allar spár geri ráð fyrir áframhaldandi atvinnuleysi. Ljósi punkturinn í aðgerðunum er áhersla á að skapa störf og höfum við ekki legið á liði okkar að hvetja stjórnvöld til dáða þar en það þarf að gera þetta jafnhliða; búa til ný störf og styrkja bótakerfið. Á morgun er baráttudagur verkalýðsins og annað árið í röð getum við ekki komið saman í kröfugöngur og hitt félagana í kaffi til að brýna okkur til áframhaldandi verka. Við bregðumst við þessu eins og í fyrra með því að bjóða upp á baráttufund í bland við skemmtidagskrá í samstarfi við RÚV á laugardagskvöld. Yfirskrift dagsins er „Það er nóg til“ og það má til sanns vegar færa. Við erum mjög langt frá því að ná sátt í þessu samfélagi um skiptingu gæðanna og eftir því sem auðfólki vex fiskur um hrygg dýpkar gjáin og við verðum fjær sáttinni. Um þetta fjalla ég í ávarpi í tilefni morgundagsins sem finna má í nýútkomnu vefritinu vinnan.is Góða helgi og gleðilegan baráttudag á morgun, 1. maí. Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Í dag kynntu stjórnvöld nýjar og framlengdar aðgerðir vegna Covid-kreppunnar. Faraldurinn hefur sannanlega dregist á langinn og við þessar aðstæður er mikilvægt að sýna úthald. Ef ríkið dregur of snemma úr aðgerðum sínum til stuðnings fólki og fyrirtækjum er hætt við að það dýpki kreppuna. Það er enn langt í land að atvinnuleysistryggingakerfið okkar virki sem skildi í þeim hörmungum sem nú ganga yfir. Enn og aftur þarf að vinda ofan af þeirri hugmynd að hækkun ráðstöfunartekna búi til verðbólgu ein og sér. Þvert á móti eru það tekjur fólks sem halda hagkerfinu hér gangandi eins og hægt er. Þarna hefur orðið viðsnúningur í viðhorfum frá síðustu kreppu og hver alþjóðastofnunin á fætur annarri sendir ríkisstjórnum skýr skilaboð: „Verjið afkomuna!“. Vitandi að það er ekki einungis góð hagfræði heldur rétt, mannúðlegt og sanngjarnt, höfum við lagt ofuráherslu á að hækka bætur og verja afkomu. Það eru því vonbrigði að tekjutengda tímabil atvinnuleysisbóta sé ekki lengt enn frekar og bætur hækkaðar þrátt fyrir að allar spár geri ráð fyrir áframhaldandi atvinnuleysi. Ljósi punkturinn í aðgerðunum er áhersla á að skapa störf og höfum við ekki legið á liði okkar að hvetja stjórnvöld til dáða þar en það þarf að gera þetta jafnhliða; búa til ný störf og styrkja bótakerfið. Á morgun er baráttudagur verkalýðsins og annað árið í röð getum við ekki komið saman í kröfugöngur og hitt félagana í kaffi til að brýna okkur til áframhaldandi verka. Við bregðumst við þessu eins og í fyrra með því að bjóða upp á baráttufund í bland við skemmtidagskrá í samstarfi við RÚV á laugardagskvöld. Yfirskrift dagsins er „Það er nóg til“ og það má til sanns vegar færa. Við erum mjög langt frá því að ná sátt í þessu samfélagi um skiptingu gæðanna og eftir því sem auðfólki vex fiskur um hrygg dýpkar gjáin og við verðum fjær sáttinni. Um þetta fjalla ég í ávarpi í tilefni morgundagsins sem finna má í nýútkomnu vefritinu vinnan.is Góða helgi og gleðilegan baráttudag á morgun, 1. maí. Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun