Reykjavíkurborg upplýsti ekki strax um myglu Valgerður Sigurðardóttir skrifar 30. apríl 2021 11:30 Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur verið duglegur við að taka ákvarðanir um milljarða verkefni. Verkefni líkt og að hressa upp á Grófarhúsið, kostnaður er áætlaður fjórir til fimm milljarðar. Tíu milljarðar eiga að fara í stafræna umbyltingu. Það er gert án þess að úttekt hafi farið fram um það hverju þessi umbylting eigi að skila og því hefur raunveruleg fjárhagsþörf stafrænnar umbyltingar ekki verið metin. Það sem er þó ótrúlegast í öllum þessum ákvörðunum er að stöðugt er að finnast mygla í bæði leik- og grunnskólum og ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvernig koma má í veg fyrir það. Innriendurskoðun varaði við Innriendurskoðun Reykjavíkurborgar varaði árið 2019 í skýrslu sinni við að tryggja þurfi viðhald. Í skýrslunni segir „Frá árinu 2008 hafa fjárheimildir til viðhalds verið langt undir þeim viðmiðum sem gert er ráð fyrir í innri leigu (1,5%). Innheimt viðhald umfram unnið er nú 3 ma.kr. Auknar fjárheimildir til viðhalds hafa ekki fengist.“ Núna eru því miður afleiðingarnar að koma í ljós skólahúsnæði er ekki allt heilnæmt lengur, Leikskólinn Kvistaborg er nýjasta dæmið. Kvistaborg Árið 2017 kom fyrst upp mygla í Kvistaborg. Eftir að mygla fannst 2017 var farið í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er síðan árið 2020 að stjórnendur fara að biðja aftur um sýnatökur vegna myglu hjá Reykjavíkurborg í því rými þar sem framkvæmdir hefðu verið í árið 2017, því erindi var ekki svarað. Leikskólastjóri hafi því sjálfur samband við verkfræðistofu og óskaði eftir sýnatökum. Um mitt sumar 2020 greinist mygla eftir sýnatöku sem leikskólastjórinn óskaði eftir. Hins vegar þar sem niðurstöðurnar voru sendar beint til Reykjavíkurborgar var leikskólastjórinn ekki upplýstur um niðurstöðurnar fyrr en í mars 2021. Starfsfólk og börn hafa því verið í óheilnæmu húsnæði á meðan Reykjavíkurborg upplýsti ekki um málið. Málið er því svona, Reykjavíkurborg hlustaði ekki á stjórnenda þegar beðið er um sýnatöku. Mygla finnst og ekki er upplýst strax um málið. Síðast kom upp mygla í þessum sama leikskóla 2017, þá var farið í framkvæmdir. Árið 2020 finnst svo aftur mygla í skólanum. Hvar er sú mygla, jú í rýminu sem var lagað 2017. Þetta er með ólíkindum. Maður spyr sig Nú spyr ég sömu spurninga og ég spurði eftir að mygla kom aftur upp í Fossvogsskóla eftir miklar lagfæringar þar, hvernig má það vera að ekki sé betur haldið utanum framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar. Hvers vegna er tekur Reykjavíkurborg aftur við húsnæði eftir viðgerðir án þess að fullvissa sig um það að ekki sé lengur að finna myglu í húsnæðinu og að viðgerðir hafi verið fullnægjandi. Það alvarlegasta er svo, hvers vegna er líkt og í Fossvogsskóla er ekki upplýst strax um það þegar finnst mygla. Í Kvistaborg hafa núna verið börn og starfsfólk í húsnæði sem er óheilnæmt síðan síðasta sumar þegar þessi mygla fannst eftir sýnatöku. Það virðist vera að svona vinnubrögð séu dæmigerð fyrir þann meirihluta sem stýrir Reykjavíkurborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur verið duglegur við að taka ákvarðanir um milljarða verkefni. Verkefni líkt og að hressa upp á Grófarhúsið, kostnaður er áætlaður fjórir til fimm milljarðar. Tíu milljarðar eiga að fara í stafræna umbyltingu. Það er gert án þess að úttekt hafi farið fram um það hverju þessi umbylting eigi að skila og því hefur raunveruleg fjárhagsþörf stafrænnar umbyltingar ekki verið metin. Það sem er þó ótrúlegast í öllum þessum ákvörðunum er að stöðugt er að finnast mygla í bæði leik- og grunnskólum og ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvernig koma má í veg fyrir það. Innriendurskoðun varaði við Innriendurskoðun Reykjavíkurborgar varaði árið 2019 í skýrslu sinni við að tryggja þurfi viðhald. Í skýrslunni segir „Frá árinu 2008 hafa fjárheimildir til viðhalds verið langt undir þeim viðmiðum sem gert er ráð fyrir í innri leigu (1,5%). Innheimt viðhald umfram unnið er nú 3 ma.kr. Auknar fjárheimildir til viðhalds hafa ekki fengist.“ Núna eru því miður afleiðingarnar að koma í ljós skólahúsnæði er ekki allt heilnæmt lengur, Leikskólinn Kvistaborg er nýjasta dæmið. Kvistaborg Árið 2017 kom fyrst upp mygla í Kvistaborg. Eftir að mygla fannst 2017 var farið í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er síðan árið 2020 að stjórnendur fara að biðja aftur um sýnatökur vegna myglu hjá Reykjavíkurborg í því rými þar sem framkvæmdir hefðu verið í árið 2017, því erindi var ekki svarað. Leikskólastjóri hafi því sjálfur samband við verkfræðistofu og óskaði eftir sýnatökum. Um mitt sumar 2020 greinist mygla eftir sýnatöku sem leikskólastjórinn óskaði eftir. Hins vegar þar sem niðurstöðurnar voru sendar beint til Reykjavíkurborgar var leikskólastjórinn ekki upplýstur um niðurstöðurnar fyrr en í mars 2021. Starfsfólk og börn hafa því verið í óheilnæmu húsnæði á meðan Reykjavíkurborg upplýsti ekki um málið. Málið er því svona, Reykjavíkurborg hlustaði ekki á stjórnenda þegar beðið er um sýnatöku. Mygla finnst og ekki er upplýst strax um málið. Síðast kom upp mygla í þessum sama leikskóla 2017, þá var farið í framkvæmdir. Árið 2020 finnst svo aftur mygla í skólanum. Hvar er sú mygla, jú í rýminu sem var lagað 2017. Þetta er með ólíkindum. Maður spyr sig Nú spyr ég sömu spurninga og ég spurði eftir að mygla kom aftur upp í Fossvogsskóla eftir miklar lagfæringar þar, hvernig má það vera að ekki sé betur haldið utanum framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar. Hvers vegna er tekur Reykjavíkurborg aftur við húsnæði eftir viðgerðir án þess að fullvissa sig um það að ekki sé lengur að finna myglu í húsnæðinu og að viðgerðir hafi verið fullnægjandi. Það alvarlegasta er svo, hvers vegna er líkt og í Fossvogsskóla er ekki upplýst strax um það þegar finnst mygla. Í Kvistaborg hafa núna verið börn og starfsfólk í húsnæði sem er óheilnæmt síðan síðasta sumar þegar þessi mygla fannst eftir sýnatöku. Það virðist vera að svona vinnubrögð séu dæmigerð fyrir þann meirihluta sem stýrir Reykjavíkurborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun