Reykjavíkurborg upplýsti ekki strax um myglu Valgerður Sigurðardóttir skrifar 30. apríl 2021 11:30 Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur verið duglegur við að taka ákvarðanir um milljarða verkefni. Verkefni líkt og að hressa upp á Grófarhúsið, kostnaður er áætlaður fjórir til fimm milljarðar. Tíu milljarðar eiga að fara í stafræna umbyltingu. Það er gert án þess að úttekt hafi farið fram um það hverju þessi umbylting eigi að skila og því hefur raunveruleg fjárhagsþörf stafrænnar umbyltingar ekki verið metin. Það sem er þó ótrúlegast í öllum þessum ákvörðunum er að stöðugt er að finnast mygla í bæði leik- og grunnskólum og ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvernig koma má í veg fyrir það. Innriendurskoðun varaði við Innriendurskoðun Reykjavíkurborgar varaði árið 2019 í skýrslu sinni við að tryggja þurfi viðhald. Í skýrslunni segir „Frá árinu 2008 hafa fjárheimildir til viðhalds verið langt undir þeim viðmiðum sem gert er ráð fyrir í innri leigu (1,5%). Innheimt viðhald umfram unnið er nú 3 ma.kr. Auknar fjárheimildir til viðhalds hafa ekki fengist.“ Núna eru því miður afleiðingarnar að koma í ljós skólahúsnæði er ekki allt heilnæmt lengur, Leikskólinn Kvistaborg er nýjasta dæmið. Kvistaborg Árið 2017 kom fyrst upp mygla í Kvistaborg. Eftir að mygla fannst 2017 var farið í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er síðan árið 2020 að stjórnendur fara að biðja aftur um sýnatökur vegna myglu hjá Reykjavíkurborg í því rými þar sem framkvæmdir hefðu verið í árið 2017, því erindi var ekki svarað. Leikskólastjóri hafi því sjálfur samband við verkfræðistofu og óskaði eftir sýnatökum. Um mitt sumar 2020 greinist mygla eftir sýnatöku sem leikskólastjórinn óskaði eftir. Hins vegar þar sem niðurstöðurnar voru sendar beint til Reykjavíkurborgar var leikskólastjórinn ekki upplýstur um niðurstöðurnar fyrr en í mars 2021. Starfsfólk og börn hafa því verið í óheilnæmu húsnæði á meðan Reykjavíkurborg upplýsti ekki um málið. Málið er því svona, Reykjavíkurborg hlustaði ekki á stjórnenda þegar beðið er um sýnatöku. Mygla finnst og ekki er upplýst strax um málið. Síðast kom upp mygla í þessum sama leikskóla 2017, þá var farið í framkvæmdir. Árið 2020 finnst svo aftur mygla í skólanum. Hvar er sú mygla, jú í rýminu sem var lagað 2017. Þetta er með ólíkindum. Maður spyr sig Nú spyr ég sömu spurninga og ég spurði eftir að mygla kom aftur upp í Fossvogsskóla eftir miklar lagfæringar þar, hvernig má það vera að ekki sé betur haldið utanum framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar. Hvers vegna er tekur Reykjavíkurborg aftur við húsnæði eftir viðgerðir án þess að fullvissa sig um það að ekki sé lengur að finna myglu í húsnæðinu og að viðgerðir hafi verið fullnægjandi. Það alvarlegasta er svo, hvers vegna er líkt og í Fossvogsskóla er ekki upplýst strax um það þegar finnst mygla. Í Kvistaborg hafa núna verið börn og starfsfólk í húsnæði sem er óheilnæmt síðan síðasta sumar þegar þessi mygla fannst eftir sýnatöku. Það virðist vera að svona vinnubrögð séu dæmigerð fyrir þann meirihluta sem stýrir Reykjavíkurborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur verið duglegur við að taka ákvarðanir um milljarða verkefni. Verkefni líkt og að hressa upp á Grófarhúsið, kostnaður er áætlaður fjórir til fimm milljarðar. Tíu milljarðar eiga að fara í stafræna umbyltingu. Það er gert án þess að úttekt hafi farið fram um það hverju þessi umbylting eigi að skila og því hefur raunveruleg fjárhagsþörf stafrænnar umbyltingar ekki verið metin. Það sem er þó ótrúlegast í öllum þessum ákvörðunum er að stöðugt er að finnast mygla í bæði leik- og grunnskólum og ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvernig koma má í veg fyrir það. Innriendurskoðun varaði við Innriendurskoðun Reykjavíkurborgar varaði árið 2019 í skýrslu sinni við að tryggja þurfi viðhald. Í skýrslunni segir „Frá árinu 2008 hafa fjárheimildir til viðhalds verið langt undir þeim viðmiðum sem gert er ráð fyrir í innri leigu (1,5%). Innheimt viðhald umfram unnið er nú 3 ma.kr. Auknar fjárheimildir til viðhalds hafa ekki fengist.“ Núna eru því miður afleiðingarnar að koma í ljós skólahúsnæði er ekki allt heilnæmt lengur, Leikskólinn Kvistaborg er nýjasta dæmið. Kvistaborg Árið 2017 kom fyrst upp mygla í Kvistaborg. Eftir að mygla fannst 2017 var farið í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er síðan árið 2020 að stjórnendur fara að biðja aftur um sýnatökur vegna myglu hjá Reykjavíkurborg í því rými þar sem framkvæmdir hefðu verið í árið 2017, því erindi var ekki svarað. Leikskólastjóri hafi því sjálfur samband við verkfræðistofu og óskaði eftir sýnatökum. Um mitt sumar 2020 greinist mygla eftir sýnatöku sem leikskólastjórinn óskaði eftir. Hins vegar þar sem niðurstöðurnar voru sendar beint til Reykjavíkurborgar var leikskólastjórinn ekki upplýstur um niðurstöðurnar fyrr en í mars 2021. Starfsfólk og börn hafa því verið í óheilnæmu húsnæði á meðan Reykjavíkurborg upplýsti ekki um málið. Málið er því svona, Reykjavíkurborg hlustaði ekki á stjórnenda þegar beðið er um sýnatöku. Mygla finnst og ekki er upplýst strax um málið. Síðast kom upp mygla í þessum sama leikskóla 2017, þá var farið í framkvæmdir. Árið 2020 finnst svo aftur mygla í skólanum. Hvar er sú mygla, jú í rýminu sem var lagað 2017. Þetta er með ólíkindum. Maður spyr sig Nú spyr ég sömu spurninga og ég spurði eftir að mygla kom aftur upp í Fossvogsskóla eftir miklar lagfæringar þar, hvernig má það vera að ekki sé betur haldið utanum framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar. Hvers vegna er tekur Reykjavíkurborg aftur við húsnæði eftir viðgerðir án þess að fullvissa sig um það að ekki sé lengur að finna myglu í húsnæðinu og að viðgerðir hafi verið fullnægjandi. Það alvarlegasta er svo, hvers vegna er líkt og í Fossvogsskóla er ekki upplýst strax um það þegar finnst mygla. Í Kvistaborg hafa núna verið börn og starfsfólk í húsnæði sem er óheilnæmt síðan síðasta sumar þegar þessi mygla fannst eftir sýnatöku. Það virðist vera að svona vinnubrögð séu dæmigerð fyrir þann meirihluta sem stýrir Reykjavíkurborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun