Viðskipti innlent

Bein út­sending: Ný skýrsla frá Kjara­töl­fræði­nefnd

Atli Ísleifsson skrifar
Kynningin verður í formi fjarfundar sem hefst núna klukkan 10.
Kynningin verður í formi fjarfundar sem hefst núna klukkan 10. Vísir/Vilhelm

Kjaratölfræðinefnd kynnir í dag aðra skýrslu sína, Kjaratölfræði – Vorskýrsla 2021. Í skýrslunni er fjallað um kjarasamningalotuna sem hófst árið 2019 og stendur enn, þróun efnahagsmála og launa.

Kynningin verður í formi fjarfundar sem hefst núna klukkan 10.

Í tilkynningu segir í að skýrslan skiptist í þrjá meginkafla sem fjalli um efnahagsmál, gerða kjarasamninga í yfirstandandi kjaralotu og mælingar Hagstofu Íslands á launaþróun.

„Edda Rós Karlsdóttir, formaður nefndarinnar, kynnir skýrsluna og gerir grein fyrir helstu atriðum hennar og niðurstöðum. Þá mun Margrét K. Indriðadóttir frá Hagstofu Íslands fjalla um áhrif vinnutímastyttingar á laun. Meðal nýjunga í skýrslunni er samanburður á launaþróun karla og kvenna, og á launaþróun innflytjenda og annarra.“

Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×