Hagsmunir og skoðanir íbúa lítils virði Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skrifar 30. apríl 2021 10:30 Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að fyrirhugaðar eru stórframkvæmdir á Hamraborgarsvæðinu í Kópavogi. Áætlað er að á næstu árum verði byggðar þar 550 íbúðir auk verslunar- og þjónustusvæðis. Sveitarfélag ætti meðal annars að stuðla að góðu fjölskyldulífi, umönnun aldraðs fólks, Íþróttaiðkun og vellíðan bæjarbúa. Frá þeim tíma er Gunnar I Birgisson þáverandi bæjarstjóri mælti hin frægu orð „Það er gott að búa í Kópavogi“ hefur bærinn verið í mikilli uppbyggingu. Kópavogur hefur stækkað mikið og er svo komið að nú er farið að þrengjast um byggingaland. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, eigendur lóða eða lands geta lagt fram tillögur að nýtingu en endanleg ákvörðun er alltaf á ábyrgð kjörinna fulltrúa. Ákvarðanir um breytingu á skipulagi t.d. deiliskipulagi geta haft mikil áhrif á umhverfið og íbúa þess. Langur framkvæmdatími hefur óþægindi í för með sér sem sjaldan er metinn til fjár. Aðrir þættir eins og aðgengi, skuggavarp og aukinn umferðarniður hefur mikil áhrif. Mikill kostnaður og fyrirhöfn getur fylgt því að leita réttar síns og flestir veigra sér við slíku. Núgildandi skipulagslög 2010 nr. 123 tiltaka rétt fasteignaeiganda til bóta en þar segir: 51. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulagsáætlana því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún rýrnar svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða ríkissjóði eftir atvikum vegna landsskipulagsstefnu eða að sveitarsjóður leysi fasteignina til sín. Eldri lög voru að þessu leyti skýrari en í þeim stóð eftirfarandi. 33. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulags því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún muni rýrna svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða að hann leysi fasteignina til sín. Öllum ætti að vera ljóst að ábyrgð þeirra sem taka ákvörðun um skipulagsbreytingar er mikil. Hvenær kemur að þér? Framkvæmdir í Hamraborg hafa verið í umræðunni síðustu mánuði og eðlilega hafa íbúarnir áhyggjur. Svo virðist sem hagsmunir verktaka ráði og lítið hlustað á mótbárur. Miðflokkurinn í Kópavogi tekur undir þau sjónarmið enda má aldrei ganga á rétt borgaranna. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs telur ákvarðanir bæjarins hvorki skynsamlegar né sanngjarnar. Við óttumst að hér sé komið fordæmi fyrir óvönduðum vinnubrögðum sem gætu endurtekið sig á öðrum svæðum í bænum. Sátt við íbúa verður að vera til staðar áður en ákvarðanir eru teknar um breytingar á skipulagi. Hagsmunir íbúa eiga að vera í forgangi Hamraborg er einn af miðpunktum höfuðborgarsvæðisins. Hamraborg hefur upp á mikið að bjóða. Þar er kaffihús, bókasafn, tónlistarskóli, banki og fleira. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs er þeirrar skoðunar að svæðið þurfi andlitslyftingu. Sú andlitslyfting má ekki verða of dýru verði keypt. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu sennilega ekki borga sig nema borgarlína verði lögð. Þar liggur hundurinn grafinn. Kostnaður við borgarlínu verði hún að veruleika leggst á landsmenn alla en gagnast fáum. Aðgengi að svæðinu er best tryggður með bílastæðahúsi og greiðum leiðum auk almenningssamgangna. Hvað sem gert verður má ekki brjóta á rétti borgara. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að fyrirhugaðar eru stórframkvæmdir á Hamraborgarsvæðinu í Kópavogi. Áætlað er að á næstu árum verði byggðar þar 550 íbúðir auk verslunar- og þjónustusvæðis. Sveitarfélag ætti meðal annars að stuðla að góðu fjölskyldulífi, umönnun aldraðs fólks, Íþróttaiðkun og vellíðan bæjarbúa. Frá þeim tíma er Gunnar I Birgisson þáverandi bæjarstjóri mælti hin frægu orð „Það er gott að búa í Kópavogi“ hefur bærinn verið í mikilli uppbyggingu. Kópavogur hefur stækkað mikið og er svo komið að nú er farið að þrengjast um byggingaland. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, eigendur lóða eða lands geta lagt fram tillögur að nýtingu en endanleg ákvörðun er alltaf á ábyrgð kjörinna fulltrúa. Ákvarðanir um breytingu á skipulagi t.d. deiliskipulagi geta haft mikil áhrif á umhverfið og íbúa þess. Langur framkvæmdatími hefur óþægindi í för með sér sem sjaldan er metinn til fjár. Aðrir þættir eins og aðgengi, skuggavarp og aukinn umferðarniður hefur mikil áhrif. Mikill kostnaður og fyrirhöfn getur fylgt því að leita réttar síns og flestir veigra sér við slíku. Núgildandi skipulagslög 2010 nr. 123 tiltaka rétt fasteignaeiganda til bóta en þar segir: 51. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulagsáætlana því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún rýrnar svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða ríkissjóði eftir atvikum vegna landsskipulagsstefnu eða að sveitarsjóður leysi fasteignina til sín. Eldri lög voru að þessu leyti skýrari en í þeim stóð eftirfarandi. 33. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulags því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún muni rýrna svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða að hann leysi fasteignina til sín. Öllum ætti að vera ljóst að ábyrgð þeirra sem taka ákvörðun um skipulagsbreytingar er mikil. Hvenær kemur að þér? Framkvæmdir í Hamraborg hafa verið í umræðunni síðustu mánuði og eðlilega hafa íbúarnir áhyggjur. Svo virðist sem hagsmunir verktaka ráði og lítið hlustað á mótbárur. Miðflokkurinn í Kópavogi tekur undir þau sjónarmið enda má aldrei ganga á rétt borgaranna. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs telur ákvarðanir bæjarins hvorki skynsamlegar né sanngjarnar. Við óttumst að hér sé komið fordæmi fyrir óvönduðum vinnubrögðum sem gætu endurtekið sig á öðrum svæðum í bænum. Sátt við íbúa verður að vera til staðar áður en ákvarðanir eru teknar um breytingar á skipulagi. Hagsmunir íbúa eiga að vera í forgangi Hamraborg er einn af miðpunktum höfuðborgarsvæðisins. Hamraborg hefur upp á mikið að bjóða. Þar er kaffihús, bókasafn, tónlistarskóli, banki og fleira. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs er þeirrar skoðunar að svæðið þurfi andlitslyftingu. Sú andlitslyfting má ekki verða of dýru verði keypt. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu sennilega ekki borga sig nema borgarlína verði lögð. Þar liggur hundurinn grafinn. Kostnaður við borgarlínu verði hún að veruleika leggst á landsmenn alla en gagnast fáum. Aðgengi að svæðinu er best tryggður með bílastæðahúsi og greiðum leiðum auk almenningssamgangna. Hvað sem gert verður má ekki brjóta á rétti borgara. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar í Kópavogi.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun