Hagsmunir og skoðanir íbúa lítils virði Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skrifar 30. apríl 2021 10:30 Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að fyrirhugaðar eru stórframkvæmdir á Hamraborgarsvæðinu í Kópavogi. Áætlað er að á næstu árum verði byggðar þar 550 íbúðir auk verslunar- og þjónustusvæðis. Sveitarfélag ætti meðal annars að stuðla að góðu fjölskyldulífi, umönnun aldraðs fólks, Íþróttaiðkun og vellíðan bæjarbúa. Frá þeim tíma er Gunnar I Birgisson þáverandi bæjarstjóri mælti hin frægu orð „Það er gott að búa í Kópavogi“ hefur bærinn verið í mikilli uppbyggingu. Kópavogur hefur stækkað mikið og er svo komið að nú er farið að þrengjast um byggingaland. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, eigendur lóða eða lands geta lagt fram tillögur að nýtingu en endanleg ákvörðun er alltaf á ábyrgð kjörinna fulltrúa. Ákvarðanir um breytingu á skipulagi t.d. deiliskipulagi geta haft mikil áhrif á umhverfið og íbúa þess. Langur framkvæmdatími hefur óþægindi í för með sér sem sjaldan er metinn til fjár. Aðrir þættir eins og aðgengi, skuggavarp og aukinn umferðarniður hefur mikil áhrif. Mikill kostnaður og fyrirhöfn getur fylgt því að leita réttar síns og flestir veigra sér við slíku. Núgildandi skipulagslög 2010 nr. 123 tiltaka rétt fasteignaeiganda til bóta en þar segir: 51. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulagsáætlana því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún rýrnar svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða ríkissjóði eftir atvikum vegna landsskipulagsstefnu eða að sveitarsjóður leysi fasteignina til sín. Eldri lög voru að þessu leyti skýrari en í þeim stóð eftirfarandi. 33. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulags því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún muni rýrna svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða að hann leysi fasteignina til sín. Öllum ætti að vera ljóst að ábyrgð þeirra sem taka ákvörðun um skipulagsbreytingar er mikil. Hvenær kemur að þér? Framkvæmdir í Hamraborg hafa verið í umræðunni síðustu mánuði og eðlilega hafa íbúarnir áhyggjur. Svo virðist sem hagsmunir verktaka ráði og lítið hlustað á mótbárur. Miðflokkurinn í Kópavogi tekur undir þau sjónarmið enda má aldrei ganga á rétt borgaranna. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs telur ákvarðanir bæjarins hvorki skynsamlegar né sanngjarnar. Við óttumst að hér sé komið fordæmi fyrir óvönduðum vinnubrögðum sem gætu endurtekið sig á öðrum svæðum í bænum. Sátt við íbúa verður að vera til staðar áður en ákvarðanir eru teknar um breytingar á skipulagi. Hagsmunir íbúa eiga að vera í forgangi Hamraborg er einn af miðpunktum höfuðborgarsvæðisins. Hamraborg hefur upp á mikið að bjóða. Þar er kaffihús, bókasafn, tónlistarskóli, banki og fleira. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs er þeirrar skoðunar að svæðið þurfi andlitslyftingu. Sú andlitslyfting má ekki verða of dýru verði keypt. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu sennilega ekki borga sig nema borgarlína verði lögð. Þar liggur hundurinn grafinn. Kostnaður við borgarlínu verði hún að veruleika leggst á landsmenn alla en gagnast fáum. Aðgengi að svæðinu er best tryggður með bílastæðahúsi og greiðum leiðum auk almenningssamgangna. Hvað sem gert verður má ekki brjóta á rétti borgara. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að fyrirhugaðar eru stórframkvæmdir á Hamraborgarsvæðinu í Kópavogi. Áætlað er að á næstu árum verði byggðar þar 550 íbúðir auk verslunar- og þjónustusvæðis. Sveitarfélag ætti meðal annars að stuðla að góðu fjölskyldulífi, umönnun aldraðs fólks, Íþróttaiðkun og vellíðan bæjarbúa. Frá þeim tíma er Gunnar I Birgisson þáverandi bæjarstjóri mælti hin frægu orð „Það er gott að búa í Kópavogi“ hefur bærinn verið í mikilli uppbyggingu. Kópavogur hefur stækkað mikið og er svo komið að nú er farið að þrengjast um byggingaland. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, eigendur lóða eða lands geta lagt fram tillögur að nýtingu en endanleg ákvörðun er alltaf á ábyrgð kjörinna fulltrúa. Ákvarðanir um breytingu á skipulagi t.d. deiliskipulagi geta haft mikil áhrif á umhverfið og íbúa þess. Langur framkvæmdatími hefur óþægindi í för með sér sem sjaldan er metinn til fjár. Aðrir þættir eins og aðgengi, skuggavarp og aukinn umferðarniður hefur mikil áhrif. Mikill kostnaður og fyrirhöfn getur fylgt því að leita réttar síns og flestir veigra sér við slíku. Núgildandi skipulagslög 2010 nr. 123 tiltaka rétt fasteignaeiganda til bóta en þar segir: 51. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulagsáætlana því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún rýrnar svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða ríkissjóði eftir atvikum vegna landsskipulagsstefnu eða að sveitarsjóður leysi fasteignina til sín. Eldri lög voru að þessu leyti skýrari en í þeim stóð eftirfarandi. 33. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulags því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún muni rýrna svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða að hann leysi fasteignina til sín. Öllum ætti að vera ljóst að ábyrgð þeirra sem taka ákvörðun um skipulagsbreytingar er mikil. Hvenær kemur að þér? Framkvæmdir í Hamraborg hafa verið í umræðunni síðustu mánuði og eðlilega hafa íbúarnir áhyggjur. Svo virðist sem hagsmunir verktaka ráði og lítið hlustað á mótbárur. Miðflokkurinn í Kópavogi tekur undir þau sjónarmið enda má aldrei ganga á rétt borgaranna. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs telur ákvarðanir bæjarins hvorki skynsamlegar né sanngjarnar. Við óttumst að hér sé komið fordæmi fyrir óvönduðum vinnubrögðum sem gætu endurtekið sig á öðrum svæðum í bænum. Sátt við íbúa verður að vera til staðar áður en ákvarðanir eru teknar um breytingar á skipulagi. Hagsmunir íbúa eiga að vera í forgangi Hamraborg er einn af miðpunktum höfuðborgarsvæðisins. Hamraborg hefur upp á mikið að bjóða. Þar er kaffihús, bókasafn, tónlistarskóli, banki og fleira. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs er þeirrar skoðunar að svæðið þurfi andlitslyftingu. Sú andlitslyfting má ekki verða of dýru verði keypt. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu sennilega ekki borga sig nema borgarlína verði lögð. Þar liggur hundurinn grafinn. Kostnaður við borgarlínu verði hún að veruleika leggst á landsmenn alla en gagnast fáum. Aðgengi að svæðinu er best tryggður með bílastæðahúsi og greiðum leiðum auk almenningssamgangna. Hvað sem gert verður má ekki brjóta á rétti borgara. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar í Kópavogi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun