Handbolti

Selfyssingarnir og markverðirnir bestir í sigrinum á Ísrael í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku strákarnir fagna hér flottum sigri á Ísrael en íslenska liðið vann leikinn 30-20.
Íslensku strákarnir fagna hér flottum sigri á Ísrael en íslenska liðið vann leikinn 30-20. HSÍ

Elvar Örn Jónsson var með hæstu einkunnina hjá HB Statz í sigri íslenska karlalandsliðsins á Ísrael í undankeppni EM í gærkvöldi.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fagmannlegan og sannfærandi tíu marka sigur á Ísrael, 30-20, í fyrsta leiknum af þremur sem liðið spilar í undankeppni EM á næstu dögum.

Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson náði að dreifa álaginu vel á leikmenn íslenska liðsins og þeir áttu því ekki möguleika á að ná mjög háum einkunnum. Íslenska liðið er að spila þrjá leiki í þremur löndum á aðeins sex dögum og því er gott að lykilmenn hafi fengið hvíld.

Elvar Örn Jónsson fékk 7,6 í tölfræðieinkunn fyrir frammistöðu sína en hann skorað fimm mörk úr sex skotum og gaf að auki tvær stoðsendingar.

Selfyssingar voru í efstu tveimur sætunum af útileikmönnunum því Ómar Ingi Magnússon fékk 7,1 í einkunn. Ómar Ingi nýtti fimm af sex skotum sínum en fjögur markanna komu af vítalínunni.

Markverðirnir Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson fengu líka báðir 7,1 í einkunn en Ágúst Elí var hins vegar með 9,0 í markmannseinkunn.

Ágúst Elí varði 8 af 13 skotum sem hann reyndi við sem gerir 61,5 prósent markvörslu en Viktor Gísli varði 40 prósent skota sem komu á hann.

Besti varnarmaður íslenska liðsins var Elvar með 7,1 en þeir Arnar Freyr Arnarsson og Gunnar Steinn Jónsson fengu báðir 6,8 í varnareinkunn.

Viggó Kristjánsson var hæstur í sóknarleiknum með einkunn upp á 8,0 en þeir Elvar Örn og Aron Pálmarsson voru báðir með 7,8 í sóknareinkunn.

Hæsta HB Statz einkunn fyrir 30-20 sigur Íslands á Ísrael:

 • 1. Elvar Örn Jónsson 7,6
 • 2. Ómar Ingi Magnússon 7,1
 • 2. Ágúst Elí Björgvinsson 7,1
 • 2. Viktor Gísli Hallgrímsson 7,1
 • 5. Aron Pálmarsson 7,0
 • 5. Viggó Kristjánsson 7,0
 • 7. Sigvaldi Björn Guðjónsson 6,6
 • 8. Arnar Freyr Arnarsson 6,0
 • -
 • Hæsta sóknareinkunn:

  1. Viggó Kristjánsson 8,0
 • 2. Elvar Örn Jónsson 7,8
 • 2. Aron Pálmarsson 7,8
 • 4. Ómar Ingi Magnússon 7,7
 • 5. Sigvaldi Björn Guðjónsson 7,1
 • -
 • Hæsta varnareinkunn:
 • 1. Elvar Örn Jónsson 7,1
 • 2. Arnar Freyr Arnarsson 6,7
 • 2. Gunnar Steinn Jónsson 6,7
 • 4. Ýmir Örn Gíslason 6,6
 • 5. Ómar Ingi Magnússon 6,4
 • 5. Sigvaldi Björn Guðjónsson 6,4Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.