Gísli Marteinn í bakaríinu Marta Guðjónsdóttir skrifar 28. apríl 2021 08:30 Gísli minn Marteinn! Þú hefur verið óvenju drjúgur með þig þessa dagana, pjakkurinn þinn, og er þá mikið sagt. Þriðjudaginn 20. apríl sl. réðist þú á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á Facebooksíðu þinni með ósannindum og vísbendingum um að þú sért farinn að tapa minni meira en góðu hófi gegni. Ég er nánast hætt að reyna að siða þig til þó þú sért gamall félagi sem mér er ekki alveg sama um. Ég ætlaði því að leiða hjá mér skvaldrið í þér, enda hefur því verið prýðilega svarað af tveimur afbragðs konum á lista okkar sjálfstæðismanna, Þórdísi Pálsdóttur og Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur. Ég hélt að þær hefðu haft af mér ómakið. Skroppið í bakaríið Mér var hins vegar illa brugðið þegar ég heyrði til þín í Bakaríinu á Bylgjunni, laugardaginn 24. apríl. Ég veit ekki hvort er hvimleiðara, stykkin þín á Facebook frá 20. apríl, eða sá Emil í Kattholti sem var mættur í Bakaríið til að afbaka strákapörin. Það kann ekki góðri lukku að stýra, að ljúga upp á gamla pólitíska samstarfsfélaga og grípa síðan aftur til ósanninda þegar þú ert staðinn að verki. En svona er nú háttalagið. Því fer kannski best á því að ég verði þriðja konan á lista Sjálfstæðisflokksins sem tekur þig í bakaríið á fáeinum dögum. Ósannindi út í eitt Á Facebooksíðunni heldur þú því fram að við sjálfstæðismenn séum á móti því að ökuhraði bíla inn í hverfum borgarinnar verði lækkaður. Þetta eru ósannindi. Þar heldur þú því einnig fram að við berjumst fyrir auknum ökuhraða inn í hverfum borgarinnar. Þetta eru einnig ósannindi. Í þriðja lagi heldur þú því fram að við séum á móti þeirri þróun að fólk sitji úti við á bekkjum í boði Reykjavíkurborgar, drekki þar bjór og kaffi í boði Kaffi Vest, borði þar í boði Brauð og Co og Hagavagnsins, spjalli saman, umferðaröryggi aukist, hávaða- og umferðarmengun minnki og að mannlíf verði margfalt meira. Þú segir að það verði að teljast með ólíkindum að stjórnmálaflokkur ákveði að vera á móti slíkri jákvæðri þróun. Þetta eru líka ósannindi. Það veist þú vel, því þú varst í okkar röðum, þegar það hentaði þínum hagsmunum. Allt eru þetta rakalaus og vísvitandi ósannindi, haldið fram í flokkáróðursskyni, ekki óviljandi rangfærslur. Allir geta samglaðst yfir því fagra mannlífi sem þú lýsir svo fjálglega. Meira að segja við sjálfstæðismenn höfum ekkert út á það að setja nema eftirfarandi: Dagur B. Eggertsson ætti ekki að veita þínum veitingarekstri bekki og borð í eigu borgarinnar og veita í það einni og hálfri milljón króna svo Kaffi Vest geti boðið upp á bjór undir berum himni. Slíka ívilnun fá ekki aðrir veitingastaðir. Loks bítur þú hausinn af skömminni þegar þú afneitar því að gerð hafi verið umferðartalning sem bendir til að gegnumumferð um Mela- og Hagahverfið hafi aukist á undanförnum árum. Þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fóru þess á leit að slík könnun yrði gerð. Farið var fram á slíka könnun því það er alltaf hætta á að þrenging á tengibrautum leiði til aukinnar gegnumumferðar um nærliggjandi íbúðahverfi. Könnunin var gerð og hún leiddi í ljós þennan grun. Ég sat sjálf þann skipulagsráðsfund þegar niðurstaðan var lög fram og kynnt. Þeir borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins sem hins vegar báðu um könnunina voru Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Gísli Marteinn Baldursson. Ég segi því nú bara eins og gamlar konur á Austfjörðum: „Beddu gvöð að gleypa þig barn!“ Aftur í Bakaríið Þegar bakararnir í Bakaríinu, þættinum á Bylgjunni, spurðu þig um hvað málið snerist frá 20. apríl, settirðu upp breiða fjölmiðlabrosið, skelltir í góm og sagðist einungis hafa verið að minna á hvað mannlífið sprytti dásamlega við Hofsvallagötu eftir að þar hafði verið plantað blómakerum og smáfuglahúsum. Í Bakaríinu gættir þú þess vandlega að vera ekkert að blanda Sjálfstæðisflokknum um of í málið, enda vilt þú líklega ekki fá fleiri skilaboð af þeim bænum. Nú snerir þú óánægjunni upp á alla stjórnmálaflokka: Allir flokkar séu svo vondir að þú vitir bara ekki hvern þeirra þú átt að kjósa næst. Samt segirðu að til sé gott fólk í öllum flokkum sem vilji sjá til þess að gali gaukar og spretti laukar um allan bæ. Hins vegar séu líka í þessum flokkum vont fólk í grasrótum (kannski grasrætið fólk?) sem vilja að allir í einum flokki séu vondir við alla í öðrum flokkum. Sér er nú hver spekin - eða hreinskilnin! Hvað er slæmt við grasrót? Engum öðrum en þér, hefur dottið í hug þessi frumlega, fráleita kenning, að fólk í grasrót stjórnmálaflokka sé vont og vilji troða illsakir við fólk í öðrum flokkum. Og það sem verra er, Gísli Marteinn, þú ert ekki einu sinni sjálfur þessarar skoðunar. Þú bara spinnur þennan þvætting af því þú heldur að það komi þér vel í fjölmiðli. Þér er í raun bara illa við eina grasrót í einum flokki. Svo hefur ætíð verið og ég skal rifja það upp fyrir þér: Þér er meinilla við grasrót sjálfstæðismanna í Reykjavík. En hvers vegna? Jú. Þú varst ein af prinsessum Sjálfstæðisflokksins og RÚV. En nú ert þú bara prinsessa RÚV. Þú varst frjálshyggjumaður, komst þér í mjúkinn hjá valdamiklum sem og velstæðum sjálfstæðismönnum og vildir verða borgarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, keyptir ómæld gallon af bjór og tonn af pitsum sem þú útdeildir eins og rómverskur keisari - en, en, en þú tapaðir samt í fjölmennasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, fyrr og síðar, fyrir grasrót flokksins í Reykjavík, árið 2006. Þess vegna er þér meinilla við þessa grasrót. Prinsessupólitík En þú ert ekki einn um hituna, Gísli minn. Það verða alltaf til prinsessur í öllum flokkum sem telja sig yfir aðra hafnar, sem sína venjulegu fólki vandlætingu og meta manngildi eftir merkjavörum. Slíkum prinsessum verður auðvitað, rétt eins og þér, alltaf í nöp við grasrót í stjórnmálaflokkum sem þvælist fyrir skjótfengnum, keyptum frama þeirra. Þrátt fyrir breiða brosið þitt, prúðmannlega framkomu sem dáleiðir heilu elliheimilin, brennandi hugsjónir um betra mannlíf og allan þinn vísdóm og visku sem þú öðlaðist í námi í Edinborg á meðan þú varst á sama tíma borgarfulltrúi, - þrátt fyrir alla þessa mannkosti og þennan mannlífskærleika, er enn þá eitthvað sem klæjar undan og veldur þér pirringi frá 2006. Slepptu því bara lausu, Gísli, og farðu alla leið. En láttu það aldrei hvarfla að þér að sjálfstæðismenn í Reykjavík leggi upp laupana. Kynslóðir munu koma og fara, en hugsjón Sjálfstæðisflokksins um frjálsræði og framfarir, öllum til handa, mun ekki líða undir lok. Ekki einu sinni fyrir tilstilli prinsessunnar á bauninni, hvort sem það ert nú þú eða aðrar álíka. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Skoðun Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Gísli minn Marteinn! Þú hefur verið óvenju drjúgur með þig þessa dagana, pjakkurinn þinn, og er þá mikið sagt. Þriðjudaginn 20. apríl sl. réðist þú á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á Facebooksíðu þinni með ósannindum og vísbendingum um að þú sért farinn að tapa minni meira en góðu hófi gegni. Ég er nánast hætt að reyna að siða þig til þó þú sért gamall félagi sem mér er ekki alveg sama um. Ég ætlaði því að leiða hjá mér skvaldrið í þér, enda hefur því verið prýðilega svarað af tveimur afbragðs konum á lista okkar sjálfstæðismanna, Þórdísi Pálsdóttur og Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur. Ég hélt að þær hefðu haft af mér ómakið. Skroppið í bakaríið Mér var hins vegar illa brugðið þegar ég heyrði til þín í Bakaríinu á Bylgjunni, laugardaginn 24. apríl. Ég veit ekki hvort er hvimleiðara, stykkin þín á Facebook frá 20. apríl, eða sá Emil í Kattholti sem var mættur í Bakaríið til að afbaka strákapörin. Það kann ekki góðri lukku að stýra, að ljúga upp á gamla pólitíska samstarfsfélaga og grípa síðan aftur til ósanninda þegar þú ert staðinn að verki. En svona er nú háttalagið. Því fer kannski best á því að ég verði þriðja konan á lista Sjálfstæðisflokksins sem tekur þig í bakaríið á fáeinum dögum. Ósannindi út í eitt Á Facebooksíðunni heldur þú því fram að við sjálfstæðismenn séum á móti því að ökuhraði bíla inn í hverfum borgarinnar verði lækkaður. Þetta eru ósannindi. Þar heldur þú því einnig fram að við berjumst fyrir auknum ökuhraða inn í hverfum borgarinnar. Þetta eru einnig ósannindi. Í þriðja lagi heldur þú því fram að við séum á móti þeirri þróun að fólk sitji úti við á bekkjum í boði Reykjavíkurborgar, drekki þar bjór og kaffi í boði Kaffi Vest, borði þar í boði Brauð og Co og Hagavagnsins, spjalli saman, umferðaröryggi aukist, hávaða- og umferðarmengun minnki og að mannlíf verði margfalt meira. Þú segir að það verði að teljast með ólíkindum að stjórnmálaflokkur ákveði að vera á móti slíkri jákvæðri þróun. Þetta eru líka ósannindi. Það veist þú vel, því þú varst í okkar röðum, þegar það hentaði þínum hagsmunum. Allt eru þetta rakalaus og vísvitandi ósannindi, haldið fram í flokkáróðursskyni, ekki óviljandi rangfærslur. Allir geta samglaðst yfir því fagra mannlífi sem þú lýsir svo fjálglega. Meira að segja við sjálfstæðismenn höfum ekkert út á það að setja nema eftirfarandi: Dagur B. Eggertsson ætti ekki að veita þínum veitingarekstri bekki og borð í eigu borgarinnar og veita í það einni og hálfri milljón króna svo Kaffi Vest geti boðið upp á bjór undir berum himni. Slíka ívilnun fá ekki aðrir veitingastaðir. Loks bítur þú hausinn af skömminni þegar þú afneitar því að gerð hafi verið umferðartalning sem bendir til að gegnumumferð um Mela- og Hagahverfið hafi aukist á undanförnum árum. Þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fóru þess á leit að slík könnun yrði gerð. Farið var fram á slíka könnun því það er alltaf hætta á að þrenging á tengibrautum leiði til aukinnar gegnumumferðar um nærliggjandi íbúðahverfi. Könnunin var gerð og hún leiddi í ljós þennan grun. Ég sat sjálf þann skipulagsráðsfund þegar niðurstaðan var lög fram og kynnt. Þeir borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins sem hins vegar báðu um könnunina voru Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Gísli Marteinn Baldursson. Ég segi því nú bara eins og gamlar konur á Austfjörðum: „Beddu gvöð að gleypa þig barn!“ Aftur í Bakaríið Þegar bakararnir í Bakaríinu, þættinum á Bylgjunni, spurðu þig um hvað málið snerist frá 20. apríl, settirðu upp breiða fjölmiðlabrosið, skelltir í góm og sagðist einungis hafa verið að minna á hvað mannlífið sprytti dásamlega við Hofsvallagötu eftir að þar hafði verið plantað blómakerum og smáfuglahúsum. Í Bakaríinu gættir þú þess vandlega að vera ekkert að blanda Sjálfstæðisflokknum um of í málið, enda vilt þú líklega ekki fá fleiri skilaboð af þeim bænum. Nú snerir þú óánægjunni upp á alla stjórnmálaflokka: Allir flokkar séu svo vondir að þú vitir bara ekki hvern þeirra þú átt að kjósa næst. Samt segirðu að til sé gott fólk í öllum flokkum sem vilji sjá til þess að gali gaukar og spretti laukar um allan bæ. Hins vegar séu líka í þessum flokkum vont fólk í grasrótum (kannski grasrætið fólk?) sem vilja að allir í einum flokki séu vondir við alla í öðrum flokkum. Sér er nú hver spekin - eða hreinskilnin! Hvað er slæmt við grasrót? Engum öðrum en þér, hefur dottið í hug þessi frumlega, fráleita kenning, að fólk í grasrót stjórnmálaflokka sé vont og vilji troða illsakir við fólk í öðrum flokkum. Og það sem verra er, Gísli Marteinn, þú ert ekki einu sinni sjálfur þessarar skoðunar. Þú bara spinnur þennan þvætting af því þú heldur að það komi þér vel í fjölmiðli. Þér er í raun bara illa við eina grasrót í einum flokki. Svo hefur ætíð verið og ég skal rifja það upp fyrir þér: Þér er meinilla við grasrót sjálfstæðismanna í Reykjavík. En hvers vegna? Jú. Þú varst ein af prinsessum Sjálfstæðisflokksins og RÚV. En nú ert þú bara prinsessa RÚV. Þú varst frjálshyggjumaður, komst þér í mjúkinn hjá valdamiklum sem og velstæðum sjálfstæðismönnum og vildir verða borgarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, keyptir ómæld gallon af bjór og tonn af pitsum sem þú útdeildir eins og rómverskur keisari - en, en, en þú tapaðir samt í fjölmennasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, fyrr og síðar, fyrir grasrót flokksins í Reykjavík, árið 2006. Þess vegna er þér meinilla við þessa grasrót. Prinsessupólitík En þú ert ekki einn um hituna, Gísli minn. Það verða alltaf til prinsessur í öllum flokkum sem telja sig yfir aðra hafnar, sem sína venjulegu fólki vandlætingu og meta manngildi eftir merkjavörum. Slíkum prinsessum verður auðvitað, rétt eins og þér, alltaf í nöp við grasrót í stjórnmálaflokkum sem þvælist fyrir skjótfengnum, keyptum frama þeirra. Þrátt fyrir breiða brosið þitt, prúðmannlega framkomu sem dáleiðir heilu elliheimilin, brennandi hugsjónir um betra mannlíf og allan þinn vísdóm og visku sem þú öðlaðist í námi í Edinborg á meðan þú varst á sama tíma borgarfulltrúi, - þrátt fyrir alla þessa mannkosti og þennan mannlífskærleika, er enn þá eitthvað sem klæjar undan og veldur þér pirringi frá 2006. Slepptu því bara lausu, Gísli, og farðu alla leið. En láttu það aldrei hvarfla að þér að sjálfstæðismenn í Reykjavík leggi upp laupana. Kynslóðir munu koma og fara, en hugsjón Sjálfstæðisflokksins um frjálsræði og framfarir, öllum til handa, mun ekki líða undir lok. Ekki einu sinni fyrir tilstilli prinsessunnar á bauninni, hvort sem það ert nú þú eða aðrar álíka. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun