Gagnsæi og heiðurslistamenn Brynjar Níelsson skrifar 26. apríl 2021 15:26 Ég hef stundum fjallað um þá tilhneigingu vinstri manna að stofna félög með göfug markmið í pólitískum tilgangi. Mörg þeirra eiga það sammerkt að tala helst niður land og þjóð og skaða með því hagsmuni okkar allra. Svo sem ekki ólíkt mörgum kjörnum fulltrúum á vinstri vængnum sem helst tala fyrir hagsmunum annarra en Íslendinga og þeirra sem búa og starfa hér á landi. Skýrasta birtingamyndin nú um stundir um félag af þessu tagi er Íslandsdeild Transparency International sem kallar sig Gagnsæi. Það félag hefur verið óþreytandi að segja heiminum frá því að við séum spilltari en aðrir þótt öllum sé ljóst sem kynna sér málin að svo er ekki. Nú hefur stjórn þessa gagnmerka félags sent frá sér harðorða ályktun um óeðlilega framgöngu Samherja sem hún telur vera í langvarandi stríðsrekstri gegn samfélaginu í krafti arð vegna sérstaks aðgangs sem félagið hefur að nýtingu auðlinda þjóðarinnar. Hér er öllu snúið á haus og þessi ályktun segir okkur það að stjórn Gagnsæis er á allt annarri vegferð en að berjast gegn spillingu. Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að rifja upp fyrir stjórnarmeðlimum Gagnsæis, og kannski mörgum öðrum, stríð Samherja og Seðlabankans og stríðsreksturinn almennt. Allir viðrast vera búnir að gleyma sögunni og staðreyndum málsins. Sneypuför. Þetta „stríð“ hófst með því að Seðlabankinn óð inn i fyrirtækið með lögregluvaldi í mars 2012 og hóf rannsókn á meintum brotum Samherja. Virðist sem grundvöllur hennar hafi verið samsæriskenningar frá fréttamönnum Ríkisútvarpsins, sem hafa ekki reynst hingað til traustir uppljóstrarar. Til að gera langa sögu stutta reyndist þetta vera sneypuför hin mesta samkvæmt niðurstöðu dómstóla og umboðsmanns Alþingis. Eftir stendur að þetta misheppnaða ferðalag olli verulegu fjárhagstjóni fyrir Samherja, auk þess sem átökin sköðuðu mjög ímynd félagsins að ósekju. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að þessi málsmeðferð hafi verið knúin áfram af illum hug starfsmanna Seðlabankans. Mér er nær að halda að starfsmönnum bankans hafi verið falið meðferð opinbers valds sem þeir höfðu hvorki reynslu né þekkingu til að höndla. Það hafi leitt til ótal mistaka í málsmeðferðinni með tilheyrandi tjóni fyrir þá sem fyrir verða. Aðgangur að dómstólum Embættismenn ríkisins eru oft ekki í öfundsverðu hlutverki. Þeim er falið vandasamt og mikilvægt vald og eðli málsins samkvæmt eru ekki allir sáttir. Það er vegið að þeim með ósanngjörnum hætti og þeim oftast ómögulegt að verjast. Slík aðför er einna algengust hjá þjóðkjörnum fulltrúum, eins og fjölmörg dæmi eru um. Eftir að hafa setið á þingi í átta ár og átt mikil samskipti við embættismenn er það mín upplifun að þeir séu almennt mjög öflugir, vandaðir og með góða þekkingu. En eins og öllum í vandasömum störfum getur þeim orðið á. Mikilvægt er engu að síður að þeir beri ábyrgð á störfum sínum og í mínum huga fráleitt að fella ábyrgðina niður eða takmarka sérstaklega í lögum. Opinbert vald er vandmeðfarið og beiting þess getur haft mikil áhrif á líf okkar allra. Þess vegna þarf að fara varlega og gæta meðalhófs. Mikilvægt er að þeir sem fyrir verða og telja að stjórnvöld hafi misfarið með vald geti leitað réttar síns. Það er ein að grundvallarreglum réttarríkisins og afar mikilvæg í baráttu gegn hvers kyns spillingu. Því kemur á óvart að stjórn Gagnsæis, af öllum, telji það stríðsrekstur gegn samfélaginu. Hér gleyma stjórnarmenn alveg tilgangi og markmiðum félagsins og pólitíkin og lýðskrumið nær yfirhöndinni. Allir jafnir fyrir lögum Stjórn Gagnsæis mætti hafa það í huga að Samherjamenn byrjuðu svo að segja með tvær hendur tómar og kepptu á markaði með aflaheimildir eftir reglum sem ríkisvaldið, sem fer með yfirráð allra auðlinda landsins, setti. Menn sem hafa með dugnaði og áræðni byggt upp öflugt alþjóðlegt fyrirtæki sem sannanlega hefur skapað mikil verðmæti fyrir þessa þjóð. Sé hins vegar grunur um að Samherji eða eigendur félagsins hafi farið á svig við eða brotið lög og reglur, eins og margir halda fram, á að rannsaka það og viðkomandi að bera ábyrgð ef rétt reynist. Fegurðin við réttarríkið er að allir eru jafnir fyrir lögunum, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, stórir eða litlir, frægir sem óþekktir og fallegir eða ófríðir. Ef allir eiga ekki sama rétt þá erum við ekki bara spillt samfélag heldur að hruni komið. Að lokum vil ég segja við poppstjörnur í eldri kantinum, sem hafa áhyggjur af þögn þingmanna um Samherja, að það þarf öflug fyrirtæki, sem geta gert mikil verðmæti úr auðlindum okkar, til að greiða ykkur um hálfa milljón á mánuði í heiðursskyni til æviloka. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Samherjaskjölin Mest lesið Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég hef stundum fjallað um þá tilhneigingu vinstri manna að stofna félög með göfug markmið í pólitískum tilgangi. Mörg þeirra eiga það sammerkt að tala helst niður land og þjóð og skaða með því hagsmuni okkar allra. Svo sem ekki ólíkt mörgum kjörnum fulltrúum á vinstri vængnum sem helst tala fyrir hagsmunum annarra en Íslendinga og þeirra sem búa og starfa hér á landi. Skýrasta birtingamyndin nú um stundir um félag af þessu tagi er Íslandsdeild Transparency International sem kallar sig Gagnsæi. Það félag hefur verið óþreytandi að segja heiminum frá því að við séum spilltari en aðrir þótt öllum sé ljóst sem kynna sér málin að svo er ekki. Nú hefur stjórn þessa gagnmerka félags sent frá sér harðorða ályktun um óeðlilega framgöngu Samherja sem hún telur vera í langvarandi stríðsrekstri gegn samfélaginu í krafti arð vegna sérstaks aðgangs sem félagið hefur að nýtingu auðlinda þjóðarinnar. Hér er öllu snúið á haus og þessi ályktun segir okkur það að stjórn Gagnsæis er á allt annarri vegferð en að berjast gegn spillingu. Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að rifja upp fyrir stjórnarmeðlimum Gagnsæis, og kannski mörgum öðrum, stríð Samherja og Seðlabankans og stríðsreksturinn almennt. Allir viðrast vera búnir að gleyma sögunni og staðreyndum málsins. Sneypuför. Þetta „stríð“ hófst með því að Seðlabankinn óð inn i fyrirtækið með lögregluvaldi í mars 2012 og hóf rannsókn á meintum brotum Samherja. Virðist sem grundvöllur hennar hafi verið samsæriskenningar frá fréttamönnum Ríkisútvarpsins, sem hafa ekki reynst hingað til traustir uppljóstrarar. Til að gera langa sögu stutta reyndist þetta vera sneypuför hin mesta samkvæmt niðurstöðu dómstóla og umboðsmanns Alþingis. Eftir stendur að þetta misheppnaða ferðalag olli verulegu fjárhagstjóni fyrir Samherja, auk þess sem átökin sköðuðu mjög ímynd félagsins að ósekju. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að þessi málsmeðferð hafi verið knúin áfram af illum hug starfsmanna Seðlabankans. Mér er nær að halda að starfsmönnum bankans hafi verið falið meðferð opinbers valds sem þeir höfðu hvorki reynslu né þekkingu til að höndla. Það hafi leitt til ótal mistaka í málsmeðferðinni með tilheyrandi tjóni fyrir þá sem fyrir verða. Aðgangur að dómstólum Embættismenn ríkisins eru oft ekki í öfundsverðu hlutverki. Þeim er falið vandasamt og mikilvægt vald og eðli málsins samkvæmt eru ekki allir sáttir. Það er vegið að þeim með ósanngjörnum hætti og þeim oftast ómögulegt að verjast. Slík aðför er einna algengust hjá þjóðkjörnum fulltrúum, eins og fjölmörg dæmi eru um. Eftir að hafa setið á þingi í átta ár og átt mikil samskipti við embættismenn er það mín upplifun að þeir séu almennt mjög öflugir, vandaðir og með góða þekkingu. En eins og öllum í vandasömum störfum getur þeim orðið á. Mikilvægt er engu að síður að þeir beri ábyrgð á störfum sínum og í mínum huga fráleitt að fella ábyrgðina niður eða takmarka sérstaklega í lögum. Opinbert vald er vandmeðfarið og beiting þess getur haft mikil áhrif á líf okkar allra. Þess vegna þarf að fara varlega og gæta meðalhófs. Mikilvægt er að þeir sem fyrir verða og telja að stjórnvöld hafi misfarið með vald geti leitað réttar síns. Það er ein að grundvallarreglum réttarríkisins og afar mikilvæg í baráttu gegn hvers kyns spillingu. Því kemur á óvart að stjórn Gagnsæis, af öllum, telji það stríðsrekstur gegn samfélaginu. Hér gleyma stjórnarmenn alveg tilgangi og markmiðum félagsins og pólitíkin og lýðskrumið nær yfirhöndinni. Allir jafnir fyrir lögum Stjórn Gagnsæis mætti hafa það í huga að Samherjamenn byrjuðu svo að segja með tvær hendur tómar og kepptu á markaði með aflaheimildir eftir reglum sem ríkisvaldið, sem fer með yfirráð allra auðlinda landsins, setti. Menn sem hafa með dugnaði og áræðni byggt upp öflugt alþjóðlegt fyrirtæki sem sannanlega hefur skapað mikil verðmæti fyrir þessa þjóð. Sé hins vegar grunur um að Samherji eða eigendur félagsins hafi farið á svig við eða brotið lög og reglur, eins og margir halda fram, á að rannsaka það og viðkomandi að bera ábyrgð ef rétt reynist. Fegurðin við réttarríkið er að allir eru jafnir fyrir lögunum, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, stórir eða litlir, frægir sem óþekktir og fallegir eða ófríðir. Ef allir eiga ekki sama rétt þá erum við ekki bara spillt samfélag heldur að hruni komið. Að lokum vil ég segja við poppstjörnur í eldri kantinum, sem hafa áhyggjur af þögn þingmanna um Samherja, að það þarf öflug fyrirtæki, sem geta gert mikil verðmæti úr auðlindum okkar, til að greiða ykkur um hálfa milljón á mánuði í heiðursskyni til æviloka. Höfundur er alþingismaður.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun