Viðskipti erlent

Bólusettum Bandaríkjamönnum hleypt í frí til Evrópu á næstunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjölmargir ferðamenn sækja París heim á hverju ári, við hefðbundnar kringumstæður, og er útlit fyrir að Bandaríkjamenn geti gert það á nýjan leik á næstunni.
Fjölmargir ferðamenn sækja París heim á hverju ári, við hefðbundnar kringumstæður, og er útlit fyrir að Bandaríkjamenn geti gert það á nýjan leik á næstunni. EPA/Mohammed Badra

Bólusettir Bandaríkjamenn munu geta heimsótt aðildarríki Evrópusambandsins í sumar. Forseti framkvæmdaráðs ESB tilkynnti í gær að sambandið myndi líklega breyta stefnu sinni eftir viðræður við ráðamenn í Washington um fyrirkomulag svokallaðra bólusetningar-vegabréfa.

Úrsula von der Leyen, forseti framkvæmdaráðsins, sagði í viðtali við New York Times í gær að hún sæi ekki betur en Lyfjastofnun ESB hefði samþykkt öll bóluefnin sem notuð væru í Bandaríkjunum. Því væri ekkert til fyrirstöðu og hægt að hleypa Bandaríkjamönnum til Evrópu.

Framkvæmdaráðið mun þó eingöngu leggja til aðgerðir og það er svo hvers aðildarríkis fyrir sig að taka ákvörðun um fyrirkomulagið þar. Þjóðir Evrópu hafa takmarkað ferðalög frá Bandaríkjunum í rúmt ár en Grikkir hafa til að mynda riðið á vaðið og þegar tilkynnt að bandarískir ferðamenn sem hafi farið í skimun megi ferðast þangað.

Samkvæmt frétt BBC er viðmið ESB að 70 prósent fullorðna í þeim ríkjum sem um ræðir þurfi að hafa fengið minnst einn skammt bóluefnis, svo hægt verði að opna á ferðamenn frá þeim ríkjum

Í Bandaríkjunum er stefnt á að því markmiði verði náð um miðjan júní og í Bretlandi hafa þegar um 65 prósent fullorðinna fengið minnst einn skammt.

Von der Leyen sagði ekki nákvæmlega hvenær hægt yrði að hleypa bandarískum ferðamönnum sem hafa verið bólusettir til Evrópu. Þeim er þegar hleypt til Ísland.

Eins og segir í frétt Túrista er Ísland í dag eitt fárra Evrópuríkja sem er opið ferðamönnum frá Bandaríkjunum. Þá segir einnig að bandarísk flugfélög hafi fjölgað ferðum sínum hingað í sumar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,15
11
38.105
HAGA
2,41
10
263.415
REGINN
1,58
7
459.461
SJOVA
1,4
11
121.916
LEQ
1,33
2
518

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,94
10
182.919
SKEL
-1,92
1
306
MAREL
-1,12
17
251.703
SIMINN
-0,78
4
68.241
ARION
-0,19
29
918.872
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.