Kórónukeisarinn og hvað svo? Benjamín Hrafn Böðvarsson skrifar 22. apríl 2021 12:30 Gleðilegt sumar kæru vinir! Það er svo sannarlega gott að vita til þess að sumarið kemur þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Það er vissulega áhugavert að heimsfaraldurinn skuli bera nafnið kórónuveiran. En þessi óvelkomna pest er búin að setja sig í keisarasæti heimssamfélagsins og krefst þess að heimsbyggðin sýni sér lotningu. Í frelsisbaráttu mannkyns gagnvart þessum óboðna keisara hefur mannfólkið sýnt fordæmalausa samstöðu og það lítur út fyrir það að von bráðar munum við sjá keisarann sviptan öllum völdum og látinn dúsa í vel einangraðri dýflissu. En sigurinn er enn ekki í höfn og frelsisbaráttan er enn í fullum gangi og er því uppgjöf ekki valkostur. Keisarinn er klókur andstæðingur og ef við vanmetum hann þá fer hann að sækja í sig veðrið. Því skulum við setja á okkur brynjuna (andlitsgrímurnar), brýna sverðin (persónulegu sóttvarnirnar) og ganga út á vígvöllinn tilbúin að fylgja fyrirmælum herforingjana (sóttvarnarlæknis og almannavarna). U.þ.b. þrjár milljónir manns hafa fallið í þessu stríði og margir eru særðir. Einnig er margir sem eru við það að gefast upp vegna þess að þeir upplifa vonleysi, tilgangsleysi og eirðarleysi. Sumir kvíða þess að við munum aldrei geta lifað eðlilegu lífi aftur. En hvað er eðlilegt líf? Er það eitthvað sem við viljum aftur? Er það eitthvað sem við getum leyft okkur aftur? Þurfum við kannski að fara endurskoða hvernig við skilgreinum eðlilegt líf? Hvað gerist þegar kórónukeisarinn hefur verið lagður af velli? Tekur þá neysluhyggjan, umhverfisspjöllin og mannréttindabrotin við? Verður lífið bara ,,business as usual“? Bensínbíllinn á fulla ferð, offramleiðslufæribandið fer í gang, tvær utanlandsferðir á ári, kolefnissporið krúttlega og bilið á milli ríkra og fátækra fær vaxtakipp? Eða munum við læra af þessari samstöðu sem heimsbyggðin hefur nú þegar sýnt að getur gert kraftaverk? Ég er hræddur um það að þegar kórónukeisarinn verður lagður af velli þá tekur enn alvarlegri keisari við, sem hefur reyndar verið við völd í langan tíma, við bara vildum ekki sjá hann. Þessi nýji keisari er loftslagsváin og verður mun skæðari ,,vírus“ en COVID19. Loftslagsváin á sér tvo valdamikla stuðningsmenn, hagkerfið og neysluhyggjuna. Þessa andsæðinga verður töluvert erfiðara að eiga við en ástæðan fyrir því er að þessir tveir eru svo miklir vinir okkar. Okkur líkar svo ,,fjandi“ vel við þá, ,,ágætis kauðar báðir tveir“! Hagkerfið þjónar okkur ágætlega, við fáum smá ,,monní inn ðe pokket“ svo er neysluhyggjan bara svo þægilegt fyrirkomulag, það er alltaf nóg af drasli til að taka hugan af raunveruleikanum. Við viljum ekki sjá okkar hlut í þessum vanda sem loftslagsváin er. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem er farið að vakna yfir þessum vonda draumi sem virtist þó voða ljúfur á meðan honum stóð. Það er kannski hægt að ímynda sér að svona hafi Neo liðið, sögupersónunnni í ,,The Matrix“, þegar hann áttaði sig á því að hann hafi lifað í fölskum heimi, en hann sá það ekki fyrr en hann sá hvernig heimurinn var í raun og veru. Ég sé fyrir mér nýja tíma, nýja tegund samfélags, eitthvað nýtt fyrirkomulag sem við munum kalla eðlilegt líf, líf sem við getum verið sátt með. En ég held að það sé ekki það líf sem við nú þráðum að fá aftur, ekki að öllu leyti. Við þráum öll, að geta verið óhrædd innan um fjölda fólks, átt samfélag með fólki sem deilir ástríðum manns og áhugamálum. Við þráum að halda hátíðir, sjómannadaginn, 17. júní, verslunnarmannahelgi, jól og páska o.s.frv. Við þráum að knúsast, gefa og þiggja kærleik, við þráum að eiga góð, heilbrigð og regluleg tengsl við annað fólk. En þráum við sama hagkerfið, neysluhyggjulífið og umhverfisspjöllin? Ég held ekki. Ég trúi því að það sé eitthvað nýtt í vændum, eitthvað fyrirkomulag sem við getum verið stolt af en það krefst þess að við þurfum að halda þessari samstöðu sem við þegar höfum sýnt. Við þurfum annars konar brynjur og vopn en við sýnum í stríðinu við kórónukeisarann. Við þurfum nýtt plan, þegar þessu stríði líkur, til þess að takast á við nýjan andstæðing. Þessi grein mín átti upphaflega að vera ósk um gleðilegt sumar, þar sem ég ætlaði að tala um sólina, fuglana og græna grasið og ég vil raunverulega óska ykkur gleðilegs sumars. Ég vona þess innilega að þið njótið sumarsins sem er í vændum. En það er ekki bara ,,sunshine and lollypops“ á leiðinni heldur raunveruleg verkefni. Fyrst er að klára þetta núverandi verkefni að sigra kórónukeisarann en ég vil líka benda á að þá tekur við næsta verkefni, styrjöldin við loftslagsvánna, sem verður töluvert erfiðara verkefni, að mínu mati. En eins og ég byrjaði á þá er ekkert sem stoppar sumarið í að koma, þrátt fyrir heimsfaraldur. Árstíðirnar hafa sinn gang, enda ráðum við ekkert við þá reglu sem Guð hefur skapað í heiminum. Vetur, sumar, vor og haust munu halda áfram, þrátt fyrir það sem er að gerast í mannlegu samfélagi. Það er því við hæfi að minnast þess að Guð hefur einnig áætlun um betri tíma, nýjan heim og það er einmitt í þeim anda sem ég skrifa. Ég skrifa með von um að eitthvað nýtt og betra sé á leiðinni, sjálfbært lífsmunstur og sanngjarnara hagkerfi og þurfum við því að búa okkur undir það að þurfa að breyta því sem við köllum í dag ,,eðlilegt líf“. Höfundur er prestur í Austfjarðaprestakalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Gleðilegt sumar kæru vinir! Það er svo sannarlega gott að vita til þess að sumarið kemur þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Það er vissulega áhugavert að heimsfaraldurinn skuli bera nafnið kórónuveiran. En þessi óvelkomna pest er búin að setja sig í keisarasæti heimssamfélagsins og krefst þess að heimsbyggðin sýni sér lotningu. Í frelsisbaráttu mannkyns gagnvart þessum óboðna keisara hefur mannfólkið sýnt fordæmalausa samstöðu og það lítur út fyrir það að von bráðar munum við sjá keisarann sviptan öllum völdum og látinn dúsa í vel einangraðri dýflissu. En sigurinn er enn ekki í höfn og frelsisbaráttan er enn í fullum gangi og er því uppgjöf ekki valkostur. Keisarinn er klókur andstæðingur og ef við vanmetum hann þá fer hann að sækja í sig veðrið. Því skulum við setja á okkur brynjuna (andlitsgrímurnar), brýna sverðin (persónulegu sóttvarnirnar) og ganga út á vígvöllinn tilbúin að fylgja fyrirmælum herforingjana (sóttvarnarlæknis og almannavarna). U.þ.b. þrjár milljónir manns hafa fallið í þessu stríði og margir eru særðir. Einnig er margir sem eru við það að gefast upp vegna þess að þeir upplifa vonleysi, tilgangsleysi og eirðarleysi. Sumir kvíða þess að við munum aldrei geta lifað eðlilegu lífi aftur. En hvað er eðlilegt líf? Er það eitthvað sem við viljum aftur? Er það eitthvað sem við getum leyft okkur aftur? Þurfum við kannski að fara endurskoða hvernig við skilgreinum eðlilegt líf? Hvað gerist þegar kórónukeisarinn hefur verið lagður af velli? Tekur þá neysluhyggjan, umhverfisspjöllin og mannréttindabrotin við? Verður lífið bara ,,business as usual“? Bensínbíllinn á fulla ferð, offramleiðslufæribandið fer í gang, tvær utanlandsferðir á ári, kolefnissporið krúttlega og bilið á milli ríkra og fátækra fær vaxtakipp? Eða munum við læra af þessari samstöðu sem heimsbyggðin hefur nú þegar sýnt að getur gert kraftaverk? Ég er hræddur um það að þegar kórónukeisarinn verður lagður af velli þá tekur enn alvarlegri keisari við, sem hefur reyndar verið við völd í langan tíma, við bara vildum ekki sjá hann. Þessi nýji keisari er loftslagsváin og verður mun skæðari ,,vírus“ en COVID19. Loftslagsváin á sér tvo valdamikla stuðningsmenn, hagkerfið og neysluhyggjuna. Þessa andsæðinga verður töluvert erfiðara að eiga við en ástæðan fyrir því er að þessir tveir eru svo miklir vinir okkar. Okkur líkar svo ,,fjandi“ vel við þá, ,,ágætis kauðar báðir tveir“! Hagkerfið þjónar okkur ágætlega, við fáum smá ,,monní inn ðe pokket“ svo er neysluhyggjan bara svo þægilegt fyrirkomulag, það er alltaf nóg af drasli til að taka hugan af raunveruleikanum. Við viljum ekki sjá okkar hlut í þessum vanda sem loftslagsváin er. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem er farið að vakna yfir þessum vonda draumi sem virtist þó voða ljúfur á meðan honum stóð. Það er kannski hægt að ímynda sér að svona hafi Neo liðið, sögupersónunnni í ,,The Matrix“, þegar hann áttaði sig á því að hann hafi lifað í fölskum heimi, en hann sá það ekki fyrr en hann sá hvernig heimurinn var í raun og veru. Ég sé fyrir mér nýja tíma, nýja tegund samfélags, eitthvað nýtt fyrirkomulag sem við munum kalla eðlilegt líf, líf sem við getum verið sátt með. En ég held að það sé ekki það líf sem við nú þráðum að fá aftur, ekki að öllu leyti. Við þráum öll, að geta verið óhrædd innan um fjölda fólks, átt samfélag með fólki sem deilir ástríðum manns og áhugamálum. Við þráum að halda hátíðir, sjómannadaginn, 17. júní, verslunnarmannahelgi, jól og páska o.s.frv. Við þráum að knúsast, gefa og þiggja kærleik, við þráum að eiga góð, heilbrigð og regluleg tengsl við annað fólk. En þráum við sama hagkerfið, neysluhyggjulífið og umhverfisspjöllin? Ég held ekki. Ég trúi því að það sé eitthvað nýtt í vændum, eitthvað fyrirkomulag sem við getum verið stolt af en það krefst þess að við þurfum að halda þessari samstöðu sem við þegar höfum sýnt. Við þurfum annars konar brynjur og vopn en við sýnum í stríðinu við kórónukeisarann. Við þurfum nýtt plan, þegar þessu stríði líkur, til þess að takast á við nýjan andstæðing. Þessi grein mín átti upphaflega að vera ósk um gleðilegt sumar, þar sem ég ætlaði að tala um sólina, fuglana og græna grasið og ég vil raunverulega óska ykkur gleðilegs sumars. Ég vona þess innilega að þið njótið sumarsins sem er í vændum. En það er ekki bara ,,sunshine and lollypops“ á leiðinni heldur raunveruleg verkefni. Fyrst er að klára þetta núverandi verkefni að sigra kórónukeisarann en ég vil líka benda á að þá tekur við næsta verkefni, styrjöldin við loftslagsvánna, sem verður töluvert erfiðara verkefni, að mínu mati. En eins og ég byrjaði á þá er ekkert sem stoppar sumarið í að koma, þrátt fyrir heimsfaraldur. Árstíðirnar hafa sinn gang, enda ráðum við ekkert við þá reglu sem Guð hefur skapað í heiminum. Vetur, sumar, vor og haust munu halda áfram, þrátt fyrir það sem er að gerast í mannlegu samfélagi. Það er því við hæfi að minnast þess að Guð hefur einnig áætlun um betri tíma, nýjan heim og það er einmitt í þeim anda sem ég skrifa. Ég skrifa með von um að eitthvað nýtt og betra sé á leiðinni, sjálfbært lífsmunstur og sanngjarnara hagkerfi og þurfum við því að búa okkur undir það að þurfa að breyta því sem við köllum í dag ,,eðlilegt líf“. Höfundur er prestur í Austfjarðaprestakalli.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun