Handbolti

Öruggt hjá Ála­borg og Óðinn Þór átti góðan leik í sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óðinn Þór átti góðan leik í dag.
Óðinn Þór átti góðan leik í dag. Holstebro

Álaborg vann öruggan níu marka sigur á Skjern í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lokatölur 41-32. Þá vann Holstebro 34-29 sigur á Skanderborg.

Elvar Örn Jónsson átti fínan leik í liði Skjern en því miður dugði það ekki til gegn sterku liði Álaborgar. Heimamenn unnu mjög sannfærandi níu marka sigur, lokatölur leiksins 41-32.

Óðinn Þór átti eins og áður sagði góðan leik sigri Holstebro í dag. Hann skoraði fjögur mörk í fimm marka sigri liðsins, lokatölur 34-29.

Holstebro er með fimm stig í efsta sæti 2. riðils úrslitakeppninnar. Þar á eftir kemur Álaborg með fjögur stig. Tvö efstu liðin komast áfram í undanúrslit úrslitakeppninnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.