Taka leiguflug frá Ísrael til Litáens og spila leikina þrjá á sex dögum Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2021 13:30 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og hans menn þurfa að ljúka undankeppni EM með stífri törn. EPAAnne-Christine Poujoulat Íslenska karlalandsliðið í handbolta neyðist til að spila síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM í þremur löndum á sex dögum. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur nú staðfest þá ákvörðun sína. Ísland mun því mæta Ísrael ytra þriðjudagskvöldið 27. apríl, gegn Litáen í Vilnius tveimur dögum síðar, og loks gegn Ísrael á Ásvöllum sunnudaginn 2. maí. Tveir leikjanna áttu að fara fram fyrr í vetur en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við Vísi að þessi niðurstaða væri svo sannarlega ekki ákjósanleg en að henni yrði að hlíta. „Þýðir ekki að berja hausnum við steininn“ HSÍ tók því þá ákvörðun að kaupa leiguflug frá Ísrael til Litáens, og stytta þannig ferðalagið þar á milli úr 20 klukkustundum í fjórar. Strákarnir okkar ættu því að geta æft í Litáen á miðvikudeginum, degi fyrir þann leik sem ætla má að verði erfiðastur leikjanna þriggja. „Þetta er allt langt frá því að vera ákjósanlegt en það þýðir ekki að berja hausnum við steininn. Þetta er niðurstaðan og við verðum að vinna út frá henni,“ sagði Róbert við Vísi í dag, staddur í Slóveníu þar sem kvennalandsliðið mætir heimakonum í HM-umspili á morgun. Karlalandsliðið er svo til öruggt um sæti í lokakeppni EM en ekkert má út af bregða ætli liðið sér að enda í efsta sæti riðilsins. Til þess þarf liðið væntanlega að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru því annars gæti Ísland tapað kapphlaupinu við Portúgal um efsta sætið. EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir „Með ólíkindum að EHF bjóði okkur upp á þessa umræðu“ „Það er í raun ótrúlegt að leggja þetta til,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um þá tillögu handknattleikssambands Evrópu, EHF, að Ísland spili þrjá leiki, í þremur löndum á aðeins sex dögum. 15. apríl 2021 12:01 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Ísland mun því mæta Ísrael ytra þriðjudagskvöldið 27. apríl, gegn Litáen í Vilnius tveimur dögum síðar, og loks gegn Ísrael á Ásvöllum sunnudaginn 2. maí. Tveir leikjanna áttu að fara fram fyrr í vetur en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við Vísi að þessi niðurstaða væri svo sannarlega ekki ákjósanleg en að henni yrði að hlíta. „Þýðir ekki að berja hausnum við steininn“ HSÍ tók því þá ákvörðun að kaupa leiguflug frá Ísrael til Litáens, og stytta þannig ferðalagið þar á milli úr 20 klukkustundum í fjórar. Strákarnir okkar ættu því að geta æft í Litáen á miðvikudeginum, degi fyrir þann leik sem ætla má að verði erfiðastur leikjanna þriggja. „Þetta er allt langt frá því að vera ákjósanlegt en það þýðir ekki að berja hausnum við steininn. Þetta er niðurstaðan og við verðum að vinna út frá henni,“ sagði Róbert við Vísi í dag, staddur í Slóveníu þar sem kvennalandsliðið mætir heimakonum í HM-umspili á morgun. Karlalandsliðið er svo til öruggt um sæti í lokakeppni EM en ekkert má út af bregða ætli liðið sér að enda í efsta sæti riðilsins. Til þess þarf liðið væntanlega að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru því annars gæti Ísland tapað kapphlaupinu við Portúgal um efsta sætið.
EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir „Með ólíkindum að EHF bjóði okkur upp á þessa umræðu“ „Það er í raun ótrúlegt að leggja þetta til,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um þá tillögu handknattleikssambands Evrópu, EHF, að Ísland spili þrjá leiki, í þremur löndum á aðeins sex dögum. 15. apríl 2021 12:01 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
„Með ólíkindum að EHF bjóði okkur upp á þessa umræðu“ „Það er í raun ótrúlegt að leggja þetta til,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um þá tillögu handknattleikssambands Evrópu, EHF, að Ísland spili þrjá leiki, í þremur löndum á aðeins sex dögum. 15. apríl 2021 12:01