Kominn með 29 þriggja stiga körfur í síðustu þremur leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2021 13:00 Þessir tveir áttu mjög góðan leik er Golden State Warriors vann stórsigur í nótt. Stephen Curry [t.v.] skoraði 42 stig á meðan Draymond Green var með tvöfalda þrennu. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Stephen Curry hefur verið nær óstöðvandi í liði Golden State Warriors undanfarna þrjá leiki í NBA-deildinni í körfubolta. Hann hefur skorað 133 stig á þeim tíma, þar af hafa 87 komið eftir þriggja stiga skot. Alls hefur Curry því sett niður 29 þriggja stiga körfur. Warriors eru á góðu skriði og hafa unnið þrjá leiki í röð. Liðið er í hörku baráttu við Memphis Grizzlies um 8. sæti Vesturdeildarinnar en átta lið fara í úrslitakeppnina. Sem stendur hefur Memphis unnið 27 leiki og tapað 26 á meðan Golden State hefur unnið 27 og tapað 28. Það er deginum ljósara að ef liðið kemst í úrslitakeppnina verður það allt Curry að þakka. Hann varð á dögunum stigahæsti leikmaður í sögu félagsins og hefur ekki látið staðar numið þar. Hann fór enn og aftur mikinn í nótt er Warriors pökkuðu Oklahoma City Thunder saman, lokatölur 147-109. Ásamt því að skora 42 stig gaf Curry átta stoðsendingar og tók sex fráköst. Alls setti þessi magnaði leikmaður 11 þriggja stiga skot niður í leiknum og það sem meira er, hann spilaði aðeins 29 af 48 mínútunum sem voru í boði. Steph Curry dropped 29 3-pointers over his last 3 games, the most over a 3-game span in NBA history 42 Pts, 11-16 3-Pt FG, W 53 Pts, 10-18 3-Pt FG, W 38 Pts, 8-15 3-Pt FG, W pic.twitter.com/rDW5PLj90A— ESPN (@espn) April 15, 2021 Klay Thompson, liðsfélagi Curry á metið yfir flestar þriggja stiga körfur í leik eða 14 talsins. Best á Curry 13 og hefði með fleiri spiluðum mínútum gegn OKC í nótt átt möguleika á að jafna, eða bæta metið. Eftir leikinn var Curry spurður út í metið. Hann sagði að sjálfsögðu væri það markmiðið, hann vildi fá metið sitt aftur. Miðað við hversu vel hefur gengið hjá Curry undanfarið væri fráleitt að veðja gegn því að metið verði hans á nýjan leik innan tíðar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Doncic hetjan á ögurstundu, Curry frábær og 76ers vann uppgjör toppliðanna Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Af nægu var að taka en mesta spennan var í leik Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies þar sem sigurkarfan kom undir lok leiks, lokatölur 114-113. 15. apríl 2021 07:29 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Alls hefur Curry því sett niður 29 þriggja stiga körfur. Warriors eru á góðu skriði og hafa unnið þrjá leiki í röð. Liðið er í hörku baráttu við Memphis Grizzlies um 8. sæti Vesturdeildarinnar en átta lið fara í úrslitakeppnina. Sem stendur hefur Memphis unnið 27 leiki og tapað 26 á meðan Golden State hefur unnið 27 og tapað 28. Það er deginum ljósara að ef liðið kemst í úrslitakeppnina verður það allt Curry að þakka. Hann varð á dögunum stigahæsti leikmaður í sögu félagsins og hefur ekki látið staðar numið þar. Hann fór enn og aftur mikinn í nótt er Warriors pökkuðu Oklahoma City Thunder saman, lokatölur 147-109. Ásamt því að skora 42 stig gaf Curry átta stoðsendingar og tók sex fráköst. Alls setti þessi magnaði leikmaður 11 þriggja stiga skot niður í leiknum og það sem meira er, hann spilaði aðeins 29 af 48 mínútunum sem voru í boði. Steph Curry dropped 29 3-pointers over his last 3 games, the most over a 3-game span in NBA history 42 Pts, 11-16 3-Pt FG, W 53 Pts, 10-18 3-Pt FG, W 38 Pts, 8-15 3-Pt FG, W pic.twitter.com/rDW5PLj90A— ESPN (@espn) April 15, 2021 Klay Thompson, liðsfélagi Curry á metið yfir flestar þriggja stiga körfur í leik eða 14 talsins. Best á Curry 13 og hefði með fleiri spiluðum mínútum gegn OKC í nótt átt möguleika á að jafna, eða bæta metið. Eftir leikinn var Curry spurður út í metið. Hann sagði að sjálfsögðu væri það markmiðið, hann vildi fá metið sitt aftur. Miðað við hversu vel hefur gengið hjá Curry undanfarið væri fráleitt að veðja gegn því að metið verði hans á nýjan leik innan tíðar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Doncic hetjan á ögurstundu, Curry frábær og 76ers vann uppgjör toppliðanna Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Af nægu var að taka en mesta spennan var í leik Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies þar sem sigurkarfan kom undir lok leiks, lokatölur 114-113. 15. apríl 2021 07:29 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Doncic hetjan á ögurstundu, Curry frábær og 76ers vann uppgjör toppliðanna Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Af nægu var að taka en mesta spennan var í leik Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies þar sem sigurkarfan kom undir lok leiks, lokatölur 114-113. 15. apríl 2021 07:29
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti