Handbolti

Hópurinn sem fer til Slóveníu: Anna Úrsúla ekki með

Sindri Sverrisson skrifar
Rut Jónsdóttir er að sjálfsögðu í íslenska landsliðshópnum.
Rut Jónsdóttir er að sjálfsögðu í íslenska landsliðshópnum. EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI

Arnar Pétursson hefur valið sextán leikmanna hóp sem fer til Slóveníu og mætir þar heimakonum í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta.

Fyrri leikur þjóðanna er ytra á laugardaginn og liðin mætast svo að nýju á Ásvöllum á miðvikudagskvöldið eftir viku. Sigurvegarinn í einvíginu kemst á HM sem fram fer á Spáni í desember.

Arnar valdi upphaflega 21 leikmann til æfinga, þar á meðal Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur sem sneri aftur í landsliðið eftir að hafa tekið skóna úr hillunni fyrir tveimur mánuðum.

Anna er hins vegar á meðal þeirra fimm sem detta út úr hópnum fyrir leikinn í Slóveníu. Ásdís Guðmundsdóttir er því eini eiginlegi línumaðurinn í hópnum.

Hinar sem detta út eru markvörðurinn Katrín Ósk Magnúsdóttir og þær Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Sunna Jónsdóttir og Tinna Sól Björgvinsdóttir.

Hópurinn er því skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:

 • Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (28/0)
 • Saga Sif Gísladóttir, Valur (2/0)

Aðrir leikmenn:

 • Andrea Jacobsen, Kristianstad (22/19)
 • Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (5/9)
 • Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (61/125)
 • Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen (22/19)
 • Eva Björk Davíðsdóttir, Stjarnan (39/32)
 • Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (3/4)
 • Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (40/79)
 • Karen Knútsdóttir, Fram (102/369)
 • Lovísa Thompson, Valur (22/41)
 • Mariam Eradze, Valur (1/0)
 • Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (29/36)
 • Rut Jónsdóttir, KA/Þór (97/205)
 • Sigríður Hauksdóttir, HK (19/43)
 • Thea Imani Sturludóttir, Valur (43/55)

Tengdar fréttir

Kom ekki heim til sín í mánuð

Rut Jónsdóttir, leikmaður KA/Þór í Olís-deild kvenna og íslenska landsliðsins, hefur ekki komið heim til sín síðan í byrjun mars vegna anna með landsliðinu, æfingabanns hér á landi og fleira.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.