Körfubolti

NBA dagsins: Tatum tryggði Boston fjórða sigurinn í röð, Durant og Kuzma fóru fyrir sínum liðum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kevin Durant skoraði 31 stig í nótt.
Kevin Durant skoraði 31 stig í nótt. EPA-EFE/JASON SZENES

Í NBA dagsins má meðal annars finna allt það helsta úr frábærum leik Boston Celtics og Portland Trail Blazers. Sigrar Brooklyn Nets og Los Angeles Lakers ásamt tilþrifum næturinnar eru einnig á boðstólnum.

Boston Celtics eru hægt og rólega að trekkja sig í gang þegar nær dregur úrslitakeppni. Eftir sigurinn á Portland í nótt hefur liðið unnið fjóra leiki í röð. Leikurinn var hörkuskemmtun og hnífjafn nær allan tímann.

Fjórði leikhluti var æsispennandi og sjá má það helsta úr leiknum hér að neðan.

Klippa: NBA dagsins

Brooklyn Nets vann góðan sigur á Minnesota Timberwolves en það voru aðrir hlutir en körfubolta sem stálu fyrirsögnunum í kringum leikinn. 

Kyle Kyzma fór svo fyrir meisturum Los Angeles Lakers sem unnu Charlotte Hornets í nótt. Allt þetta og meira til í spilaranum hér að ofan.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Vonir Den­ver dvína með meiðslum Murray

Ekki nóg með að Denver Nuggets hafi tapað gegn Golden State Warriors á aðfaranótt þriðjudags heldur hefur liðið misst aðra af stjörnum sínum í meiðsli, og það til lengri tíma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.