Enski boltinn

Fékk tuttugu mínútur til að á­kveða hvort hann vildi ganga í raðir Leeds

Anton Ingi Leifsson skrifar
Raphinha í leik með Leeds fyrr á leiktíðinni.
Raphinha í leik með Leeds fyrr á leiktíðinni. Paul Greenwood/Getty

Brasilíski leikmaðurinn Raphinha segist hafa fengið tuttugu mínútur í að ákveða hvort hann vildi ganga í raðir Leeds eða ekki.

Eftir að Leeds tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð gekk Rapinha í raðir liðsins frá Rennes í Frakklandi.

Hann ræddi við skiptin í samtali við Goal og sagði að hann hafi ekki fengið langan tíma til að velta fyrir sér skiptunum.

„Stjórnin kom og sagði að þeir hefðu samþykkt tilboð frá Leeds svo nú væri það mitt að velja hvort ég vildi fara eða ekki,“ rifjar Raphinha upp.

„Ef ég vildi fara þá var einkaþota að bíða eftir mér til þess að fljúga mér til Englands þar sem ég átti að fara í læknisskoðun áður en ég skrifaði undir samninginn.“

„Ég væri að ljúga ef ég hefði sagt að valið hefði verið auðvelt. Ég fékk tuttugu mínútur í að ákveða mig svo þetta var virkilega flókið,“ sagði Raphinha.

Hann hefur skorað sex mörk og lagt upp önnur sex í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.